Golf á Íslandi - 01.12.2010, Side 68

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Side 68
68 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is Keppnisfyrirkomulag var með þeim hætti að fyrst var leikinn níu holu höggleikur um morguninn og þar lék Sigurpáll Geir Sveinsson úr Keili best. Hann var á 33 höggum eða þremur höggum undir pari Nesvall- ar. Annar varð Örn Ævar Hjartarson úr GS á 34 höggum. Eftir hádegi hófst Shoot-out hluti Einvígisins og datt einn kylfingur úr keppni á hverri holu. Birgir Leifur stóð uppi sem sigurvegari eftir spennandi keppni en hann þurfti svo sannarlega að hafa fyrir sigr- inum og fór þrisvar í umspil um áframhaldandi keppni í Einvíginu. Hann mætti Hlyni Geir Hjartarsyni úr Keili í úrslitum á 9. holu. Birgir Leifur sló inn á flöt í upphafshögg- inu og var því nokkuð öruggur með fugl. Þegar pútt fyrir fugli hjá Hlyni geigaði var ljóst að Birgir Leifur hafði landað sigri í mótinu í fyrsta sinn og var hann kátur með sig- urinn. Áhorfendur voru fjölmargir, aðstæður góðar á Nesvellinum og mótið var hin besta skemmtun. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt mót og ég held að það sé ekki til betri leið til að enda verslunar- mannahelgi en að taka þátt í þessu móti. Ég var að spila fínt golf, var aldrei í neinum vandræðum og það var gaman að fara í gegnum þrjá bráðabana. Taugarnar eru greinilega ennþá nokkuð góðar,“ sagði Birgir sem var óhræddur við að taka áhættu í mótinu. „Ég var að leyfa mér að taka upp dræverinn á þessar holur sem eru kannski svolítið þröngar og erfiðar. Það er góð æfing fyrir mig, að taka áhættu undir pressu og það vilja áhorfendur sjá. Ég er mjög kátur með sigurinn og það er heiður að fá að taka þátt í þessu móti.“ Keppendur féllu út í eftirfarandi röð: 1. braut: Örvar Samúelsson GA 2. braut: Nökkvi Gunnarsson NK 3. braut: Björgvin Sigurbergsson GK 4. braut: Bjarki Pétursson GB 5. braut: Tinna Jóhannsdóttir GK 6. braut: Ragnhildur Sigurðardóttir GR 7. braut: Örn Ævar Hjartarson GS 8. braut: Sigurpáll Geir Sveinsson GK 9. braut: Hlynur Geir Hjartarson GK Sigurvegari: Birgir Leifur Hjartarson GKG Birgir Leifur sigraði í Einvíginu á Nesinu í fyrsta sinn Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, stóð uppi sem sigurveg- ari í Einvíginu á Nesinu sem fram fór á Nesvellinum á frídegi verslunar- manna. Alls tóku tíu kylfingar þátt í mótinu og er þetta í 14. sinn sem mótið fer fram. Styrktarfélag fatlaðra var styrkt um eina milljón króna í mótslok og hefur DHL verið aðalstyrktaraðili mótsins frá upphafi. Bjarki Pétursson umkringdur fjölda áhorfenda á Nesinu. Örvar „sleggja“ Samúelsson Sigurpáll, Björgvin og Örn Ævar. Ragnhildur í kunn- uglegri stellingu. Hlynur Geir á teig. Siggi Palli náði langt. Birgir Leifur var óstöðvandi í sumar.

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.