Golf á Íslandi - 01.12.2010, Page 70

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Page 70
70 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr Keili, gerði sér lítið fyrir og sigraði í Unglingaeinvíginu sem fram fór á Hlíðavelli í Mosfellsbæ í lok ágúst. Hún var eina stúlkan sem komst í úrslit mótsins og mætti þar níu strákum. Guðrún Brá hafði betur gegn Andra Má Óskarssyni úr GHR á lokaholunni og var vel að sigrinum komin. „Ég náði að bjarga mér vel á nokkrum holum og náði einhvern veginn að þrauka fram á lokaholuna. Ég setti niður mörg mikilvæg pútt og það skilaði mér sigri. Það er rosalega skemmtilegt að hafa bet- ur gegn strákunum og svolítið öðruvísi,“ sagði Guðrún Brá að móti loknu. Einn kylfingur féll úr leik á hverri holu og því voru aðeins tveir kylfingar eftir þegar komið var að níundu holu mótsins. Þar fékk Guðrún Brá gott par en Andri Már fékk skolla og er þetta í fyrsta sinn sem stúlka ber sigur úr býtum í mótinu. Hún hlaut að launum glæsilegan farandbikar og nýjan síma frá Sony Ericsson. Það voru þeir Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, og Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti GSÍ, sem afhentu verðlaun í mótslok. Guðrún Brá hafði betur gegn strákunum Lokaúrslit urðu eftirfarandi: 10. sæti Birgir Björn Magnússon GK 9. sæti Kristinn Reyr Sigurðsson GR 8. sæti Guðni Fannar Carrico GR 7. sæti Guðmundur Á. Kristjánsson GR 6. sæti Guðni Valur Guðnason GKj 5. sæti Egill Ragnar Gunnarsson GKG 4. sæti Gísli Ólafsson GKj 3. sæti Magnús Björn Sigurðsson GR 2. sæti Andri Már Óskarsson GHR 1. sæti Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK G O L F fréttir

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.