Golf á Íslandi - 01.12.2010, Side 75

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Side 75
75GOLF Á ÍSLANDI •DESEMBER 2010 byggð hefur gríðarlega jákvæð áhrif á unglingastarf og hefur gert það að verkum að unglingastarfið hjá okkur er með blómlegri hætti en víða annars staðar,“ segir Steinn en hvernig falla nýju holurnar inn í eldri hluta vallarins? „Þessar nýju holur eru gjörólíkar eldri hluta vallarins. Bæði landslag og umhverfi er tvennt ólíkt og það má segja að kylfingar gangi inn í annan heim,“ segir Haukur „Einnig eru nýju flatir vallarins allar mun stærri og eru útbúnar vatnsúðarakerfi af fullkomn- ustu gerð. Við lögðum upp með völlinn þannig að hann væri fyrir alla kylfinga. Með því að hafa stærri flatir erum við að auðvelda lakari kylfingum að hitta flötina í tilætluðum höggfjölda. Betri kylfingar nýta því aðeins hluta flatanna meðan lakari kylfingar þurfa jafnvel að glíma við 30 metra pútt,“ segir Steinn vall- arstjóri. Nýtt klúbbhús í biðstöðu Kjalarmenn höfðu áformað að byggja nýtt klúbbhús sem stæði í miðju vallarins en sökum kreppunnar hefur þeim framkvæmdum verið slegið á frest um sinn. Haukur segir það skipta klúbbinn miklu máli að fá nýtt klúbbhús þegar fram líða stundir. „Staðan er mjög óljós og við höfum ekkert í hendi. Málið er í rauninni í biðstöðu. Í framtíðinni mun koma nýtt og glæsilegt klúbbhús en allt annað er óráðið fyrir utan staðsetningu. Nýtt klúbbhús verður staðsett í miðju vallarins, nærri 4. teig. Það skiptir okkur miklu máli að fá klúbbhús miðsvæðis á vell- inum til að kylfingar geti komið inn eftir níu holur og einnig myndi það hjálpa okkur hvað ræsingu varðar,“ segir Haukur en Kjalarmenn geta þó státað sig af frábærri 540 fermetra vélaskemmu sem skartar einnig skemmtilegum púttvelli á efri hæðinni. Kjal- armenn munu svo geta æft stuttu járnahöggin á flottu „pitch“-svæði sem stendur í skjóli við hlið véla- skemmunnar. „Við erum líklega með flottustu og bestu véla- skemmu norðan Alpafjalla. Þetta er allavega besta vélskemma sem íslenskur golfklúbbur hefur uppá að bjóða þó tækin inni í henni mættu vera betri,“ segir Steinn og hlær. „Húsið er allt upphitað og það mun- ar mikið um það. Þetta sparar örugglega hundruð þúsunda króna í viðhaldskostnað. Það er gríðarlega gaman að vinna í svona aðstöðu og forréttindi að fá að taka þátt í þessari uppbyggingu.“ Þeir kylfingar sem hafa leikið Hlíðavöll á undanförn- um árum hafa vafalaust tekið eftir því að göngustíg- ar vallarins eru nokkuð sérstæðir. Göngustígarnir eru gervigraslagðir og segir Steinn að sú framkvæmd hafi verið einkar vel heppnuð. „Við fengum gervigras gefins frá Fylkismönnum sem voru að skipta og kostnaðurinn hjá okkur var því aðeins í formi flutn- ings. Í stuttu máli algjör snilld og við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá okkar meðlimum.“ Hlíðavöllur tilbúinn fyrir Íslandsmót 2020 Það er draumur hvers íslensks golfklúbbs að fá að halda stærstu golfmót ársins með tilheyrandi um- gjörð og fjölmiðlaathygli. Haukur telur að klúbburinn verði ekki tilbúinn í fyrsta lagi fyrr en eftir fimm ár til að taka að sér mótahald á íslensku mótaröðinni og búast má við lengri bið eftir að Kjalarmenn taki að sér Íslandsmótið í höggleik. „Það kemur auðvitað að því einn daginn að við mun- um sækjast eftir stórum mótum. Völlurinn verður líklega ekki tilbúinn fyrir stór mót fyrr en í fyrsta lagi eftir fimm ár,“ segir Haukur. „GSÍ þarf að passa sig á því að fara ekki með stóru mótin sín á of hráa velli ef svo má að orði komast. Við munum vafalaust fá ein- hver mót þegar völlurinn hefur náð að vaxa og dafna en ég held að það sé ekki keppikefli GKj að halda hér Íslandsmót í nánustu framtíð. Við verðum tilbúnir þegar klúbburinn verður fertugur, árið 2020,“ segir Steinn að lokum. „Það átti að byggja nýtt íbúðahverfi hér fyrir ofan völl- inn og þaðan áttum við að fá jarðefni en sökum kreppunn- ar varð ekkert af því“

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.