Golf á Íslandi - 01.12.2010, Page 78
78 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
Palmer völlurinn er með amerísku ívafi þar sem braut-
ir eru hæðóttar og flatir sömuleiðis með talsverðu
landslagi. Nokkuð er um „blind“ upphafshögg og að
brautir liggi í hundslöpp (dogleg). Margar glompur
eru í lengd þar sem upphafshögg lenda. Brautir liggja
iðulega á milli glompa eða tjarna þannig að bein-
skeitni í upphafshöggum er mjög mikilvæg. Oft þurfti
að taka upp aðrar kylfur en stóra dræverinn.
Fréttamannahópurinn gaf vellinum fyrstu einkunn.
Margar, fjölbreyttar og skemmtilegar golfbrautir. Þar
má nefna 10. braut sem er par 4, 11. holan sem er par
3, 171 metra löng, 12. sem er par 5 og lokaholan, sú 18.
er mjög flott. Seinni níu holurnar voru valdar af Golf
Digest og Golf Magazine blöðunum sem fallegustu
seinni níu holurnar í Þýskalandi og 11. brautin nefnd
sú besta í landinu. Ekki amalegir dómar!
Þriðji 18 holu völlurinn heitir Stan Eby völlurinn. Hann
er vinalegri en hinir í þeim skilningi að hann er tals-
vert viðráðanlegri fyrir þá sem eru komnir skemmra
á veg í golfinu. Hann stendur hæst á svæðinu og þar
er mesta útsýnið. Völlurinn þykir þó vera eitt best
geymda leyndarmálið í Þýskalandi. Brautir eru víðar
en þó eru margar glompur á brautum sem halda kylf-
ingum við efnið á teigum en færri við flatir. Hann er
par 71 og þótti það flottur að Ladies German Opna
G O L F vellir
kvennamótið á Evrópumótaröðinini var opnunarmót
vallarins.
Fyrir byrendur er gott að fara 9 holu völlinn MCEwan
sem er opinn og þægilegur. Þar geta allir komið og
spilað, þó þeir séu ekki með skráða forgjöf og eru að
byrja í sportinu.
Golfverslun er á svæðinu þar sem úrvalið er ágætt og
verðlagningin líka. Þá er 19. holan til fyrirmyndar. Það
er ljúft að fara út fyrir klúbbhúsið í góðu sumarveðri
og fá sér einn þýskan ískaldan á kantinum. Þeir kunna
að brugga bjór þeir þýsku og þeim hefur farið mikið
fram í gerð golfvalla.
11. brautin á
Palmer er falleg
par 3.
Tíunda á Palmer. Stórar
glompur og óvænt vatns-
torfæra fyrir fram flöt.
Faldo völlurinn er
í strandvallastíl þó
hann sé ekki við sjó.
Berlín er
skemmtileg borg.
Þessi dama beið
ljósmyndarans.
Ekki amalegt að borða
úti í góða veðrinu.