Golf á Íslandi - 01.12.2010, Síða 78

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Síða 78
78 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is Palmer völlurinn er með amerísku ívafi þar sem braut- ir eru hæðóttar og flatir sömuleiðis með talsverðu landslagi. Nokkuð er um „blind“ upphafshögg og að brautir liggi í hundslöpp (dogleg). Margar glompur eru í lengd þar sem upphafshögg lenda. Brautir liggja iðulega á milli glompa eða tjarna þannig að bein- skeitni í upphafshöggum er mjög mikilvæg. Oft þurfti að taka upp aðrar kylfur en stóra dræverinn. Fréttamannahópurinn gaf vellinum fyrstu einkunn. Margar, fjölbreyttar og skemmtilegar golfbrautir. Þar má nefna 10. braut sem er par 4, 11. holan sem er par 3, 171 metra löng, 12. sem er par 5 og lokaholan, sú 18. er mjög flott. Seinni níu holurnar voru valdar af Golf Digest og Golf Magazine blöðunum sem fallegustu seinni níu holurnar í Þýskalandi og 11. brautin nefnd sú besta í landinu. Ekki amalegir dómar! Þriðji 18 holu völlurinn heitir Stan Eby völlurinn. Hann er vinalegri en hinir í þeim skilningi að hann er tals- vert viðráðanlegri fyrir þá sem eru komnir skemmra á veg í golfinu. Hann stendur hæst á svæðinu og þar er mesta útsýnið. Völlurinn þykir þó vera eitt best geymda leyndarmálið í Þýskalandi. Brautir eru víðar en þó eru margar glompur á brautum sem halda kylf- ingum við efnið á teigum en færri við flatir. Hann er par 71 og þótti það flottur að Ladies German Opna G O L F vellir kvennamótið á Evrópumótaröðinini var opnunarmót vallarins. Fyrir byrendur er gott að fara 9 holu völlinn MCEwan sem er opinn og þægilegur. Þar geta allir komið og spilað, þó þeir séu ekki með skráða forgjöf og eru að byrja í sportinu. Golfverslun er á svæðinu þar sem úrvalið er ágætt og verðlagningin líka. Þá er 19. holan til fyrirmyndar. Það er ljúft að fara út fyrir klúbbhúsið í góðu sumarveðri og fá sér einn þýskan ískaldan á kantinum. Þeir kunna að brugga bjór þeir þýsku og þeim hefur farið mikið fram í gerð golfvalla. 11. brautin á Palmer er falleg par 3. Tíunda á Palmer. Stórar glompur og óvænt vatns- torfæra fyrir fram flöt. Faldo völlurinn er í strandvallastíl þó hann sé ekki við sjó. Berlín er skemmtileg borg. Þessi dama beið ljósmyndarans. Ekki amalegt að borða úti í góða veðrinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.