Golf á Íslandi - 01.12.2010, Blaðsíða 80

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Blaðsíða 80
80 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is Það þarf ekki að kenna Skotum að búa til golfvelli enda talið að íþróttin sé upprunnin í landinu. Þó svo Skotland sé þekktast fyrir fræga strandvelli þá er aragrúi flottra skógarvalla og The Carrick við Loch Lomond fjörðinn við Glasgow er án efa með þeim glæsilegustu. G O L F vellir Við Loch Lomond er samnefndur golfvöllur og hefur hýst Opna skoska mótið á Evrópumótaröðinni undan- farin ár. Sá völlur er lokaður almenningi en rétt hjá honum er The Carrick sem við getum kallað litla bróður. Hann er nefndur eftir Doug Carrick, kana- dískum golfvallahönnuði sem teiknaði völlinn og þykir ekki síðri en sá frægari sem er steinsnar frá. Við hlið Carrick vallarins er 9 holu völlurinn Wee Demon. Flottur 9 holu golfvöllur og góð tilbreyting frá þeim stóra sem er yfirleitt meira bókaður og því tilvalið að ná auka 9 holum ef menn eru í stuði fyrir meira en 18 holur á dag. Rétt við Carrick völlinn er fimm stjörnu hótelið The Cameron house sem er í eigu De Vere hótelkeðjunnar. Cameron house er gamall herragarður. Stórhýsið var nýlega allt tekið í gegn og er hið glæsilegasta. Í kring- um hótelið er einnig um hundrað „lodges“ sem eru nokkurs konar „sumarhús“. Timburklædd og kósý hús sem hýsa frá 4 upp í 8 manns. Fimm stjörnu stimpill- inn á svæðinu stendur fyrir sínu því fjölbreytni í golfi og gistingu er mikil en það ánægjulega er að verðið (miðað við þokkalegt gengi íslensku krónunnar um þessar mundir) er bara skaplegt því gæðin eru mikil. Á hótelinu eru fjórir veitingastaðir, barir og einn þeirra heitir að sjálfsögðu Whiskey bar. Hann býður upp á vel á annað hundrað tegundir af þessum eðal- drykk Skota. Í 20 mín. fjarlægð er Glengoyne Whiskey verksmiðjan sem er ein af þeim þekktari. Í stórri byggingu sem hýsir m.a. golfverslun og klúbb- hús og veitingastað er stórglæsilegt Spa þar sem m.a. er hægt að fá allar þær „meðferðir“ sem hugsast getur auk þess sem hægt er að hvíla sig í heitum potti á þakinu. Hann er með útsýni yfir 18. flötina og pútt- flötina. Engin þrípútt þarna uppi! Golfvöllur sem sameinar margar margar óskir Carrick völlurinn var opnaður fyrir þremur árum síðan og þar var strax haldið mót á Evrópumótaröð kvenna þar sem Ólöf María okkar Jónsdóttir lék. Einnig hefur PGA bikarinn sem er n.k. Ryder keppni milli golfkenn- ara í Bretlandi og í Bandaríkjunum, verið haldinn á Carrick. Völlurinn er par 71 og býður upp á blöndu af golfbrautum. Fyrri 9 holurnar eru svokallaðar „lowland“ þar sem fyrstu fjórar holurnar eru með amerískum svip. Þriðja sem er par 5 og 4. braut, par 4 eru mjög flottar og halda manni við efnið með vatn á aðra hönd alla leið frá teig upp að flöt. Eftir 4. holu er komin hin kunnuglega skógarvallatilfinning. Hún nær hápunkti á 8. brautinni sem er par 5. Frábær braut, innrömmuð alla leið með hávöxnum eikartrjám og mörgum glompum á leiðinni. Þegar komið er í seinni hringinn tekur við allt annað umhverfi, þá er maður kominn í „highlands“ golf. Tónninn er gefinn á 10. teig en á flestum teigum á seinni níu, er stórfenglegt útsýni yfir Loch Lomond fjörðinn. Holur 13 til 15 eru frábærar. Þrettánda er löng og mjög erfið par 4 og liggur í hundslöpp til vinstri .14. braut er skemmtileg par 3 þar sem teigurinn er hátt uppi en flötin niðri við vatnið. Fimmtánda er par 5 og liggur meðfram vatninu. Með góðu upphafshöggi er góður möguleiki á fugli en nokkrar glompur af alls 188 á vellinum, trufla aðkomu að flötinni. Mjög flott golfbraut. Við sextándu er möguleiki á að sjá Ferguson, fram- kvæmdastjóra Man. Utd. knattspyrnuliðsins úti á svölum en hann á glæsiíbúð í stórhýsinu við 16. braut- ina sem er par 3. Átjánda er flott par 4 lokahola og þar eru oft óvæntir áhorfendur sem sitja í heitum potti á toppi Spa aðstöðunnar. Það er mikil upplifun að leika Carrick völlinn. Ástandið er fyrsta flokks á öllu. Flatir hraðar og flottar. Klúbb- húsið er veglegt og þar er fín golfverslun. The Wee Demon 9 holu völlurinn er ekki eins stór- fenglegur en mjög fínn. Hann er í göngufæri frá hót- elinu og mörg „logde“ húsin eru við hann. Carrick völlurinn og The Cameron House við Loch Lomond í Glasgow Klassagolf og gisting á einstökum stað Golfkennarinn með skoska flaggið. 15. og 16. braut séð ofan frá 14. teig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.