Golf á Íslandi - 01.12.2010, Page 80

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Page 80
80 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is Það þarf ekki að kenna Skotum að búa til golfvelli enda talið að íþróttin sé upprunnin í landinu. Þó svo Skotland sé þekktast fyrir fræga strandvelli þá er aragrúi flottra skógarvalla og The Carrick við Loch Lomond fjörðinn við Glasgow er án efa með þeim glæsilegustu. G O L F vellir Við Loch Lomond er samnefndur golfvöllur og hefur hýst Opna skoska mótið á Evrópumótaröðinni undan- farin ár. Sá völlur er lokaður almenningi en rétt hjá honum er The Carrick sem við getum kallað litla bróður. Hann er nefndur eftir Doug Carrick, kana- dískum golfvallahönnuði sem teiknaði völlinn og þykir ekki síðri en sá frægari sem er steinsnar frá. Við hlið Carrick vallarins er 9 holu völlurinn Wee Demon. Flottur 9 holu golfvöllur og góð tilbreyting frá þeim stóra sem er yfirleitt meira bókaður og því tilvalið að ná auka 9 holum ef menn eru í stuði fyrir meira en 18 holur á dag. Rétt við Carrick völlinn er fimm stjörnu hótelið The Cameron house sem er í eigu De Vere hótelkeðjunnar. Cameron house er gamall herragarður. Stórhýsið var nýlega allt tekið í gegn og er hið glæsilegasta. Í kring- um hótelið er einnig um hundrað „lodges“ sem eru nokkurs konar „sumarhús“. Timburklædd og kósý hús sem hýsa frá 4 upp í 8 manns. Fimm stjörnu stimpill- inn á svæðinu stendur fyrir sínu því fjölbreytni í golfi og gistingu er mikil en það ánægjulega er að verðið (miðað við þokkalegt gengi íslensku krónunnar um þessar mundir) er bara skaplegt því gæðin eru mikil. Á hótelinu eru fjórir veitingastaðir, barir og einn þeirra heitir að sjálfsögðu Whiskey bar. Hann býður upp á vel á annað hundrað tegundir af þessum eðal- drykk Skota. Í 20 mín. fjarlægð er Glengoyne Whiskey verksmiðjan sem er ein af þeim þekktari. Í stórri byggingu sem hýsir m.a. golfverslun og klúbb- hús og veitingastað er stórglæsilegt Spa þar sem m.a. er hægt að fá allar þær „meðferðir“ sem hugsast getur auk þess sem hægt er að hvíla sig í heitum potti á þakinu. Hann er með útsýni yfir 18. flötina og pútt- flötina. Engin þrípútt þarna uppi! Golfvöllur sem sameinar margar margar óskir Carrick völlurinn var opnaður fyrir þremur árum síðan og þar var strax haldið mót á Evrópumótaröð kvenna þar sem Ólöf María okkar Jónsdóttir lék. Einnig hefur PGA bikarinn sem er n.k. Ryder keppni milli golfkenn- ara í Bretlandi og í Bandaríkjunum, verið haldinn á Carrick. Völlurinn er par 71 og býður upp á blöndu af golfbrautum. Fyrri 9 holurnar eru svokallaðar „lowland“ þar sem fyrstu fjórar holurnar eru með amerískum svip. Þriðja sem er par 5 og 4. braut, par 4 eru mjög flottar og halda manni við efnið með vatn á aðra hönd alla leið frá teig upp að flöt. Eftir 4. holu er komin hin kunnuglega skógarvallatilfinning. Hún nær hápunkti á 8. brautinni sem er par 5. Frábær braut, innrömmuð alla leið með hávöxnum eikartrjám og mörgum glompum á leiðinni. Þegar komið er í seinni hringinn tekur við allt annað umhverfi, þá er maður kominn í „highlands“ golf. Tónninn er gefinn á 10. teig en á flestum teigum á seinni níu, er stórfenglegt útsýni yfir Loch Lomond fjörðinn. Holur 13 til 15 eru frábærar. Þrettánda er löng og mjög erfið par 4 og liggur í hundslöpp til vinstri .14. braut er skemmtileg par 3 þar sem teigurinn er hátt uppi en flötin niðri við vatnið. Fimmtánda er par 5 og liggur meðfram vatninu. Með góðu upphafshöggi er góður möguleiki á fugli en nokkrar glompur af alls 188 á vellinum, trufla aðkomu að flötinni. Mjög flott golfbraut. Við sextándu er möguleiki á að sjá Ferguson, fram- kvæmdastjóra Man. Utd. knattspyrnuliðsins úti á svölum en hann á glæsiíbúð í stórhýsinu við 16. braut- ina sem er par 3. Átjánda er flott par 4 lokahola og þar eru oft óvæntir áhorfendur sem sitja í heitum potti á toppi Spa aðstöðunnar. Það er mikil upplifun að leika Carrick völlinn. Ástandið er fyrsta flokks á öllu. Flatir hraðar og flottar. Klúbb- húsið er veglegt og þar er fín golfverslun. The Wee Demon 9 holu völlurinn er ekki eins stór- fenglegur en mjög fínn. Hann er í göngufæri frá hót- elinu og mörg „logde“ húsin eru við hann. Carrick völlurinn og The Cameron House við Loch Lomond í Glasgow Klassagolf og gisting á einstökum stað Golfkennarinn með skoska flaggið. 15. og 16. braut séð ofan frá 14. teig.

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.