Golf á Íslandi - 01.12.2010, Page 81

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Page 81
81GOLF Á ÍSLANDI •DESEMBER 2010 Spa aðstaðan hefur fengið verðlaun síðustu þrjú árin sem glæsilegasta Spa-ið í Bretlandi. Við kíktum þar inn og sannfærðumst. Þvílíkur stæll og huggulegheit! Þar eru 17 herbergi sem bjóða upp á margvísleg- ar snyrtimeðferðir, nudd og hvíld. Þar eru einnig sundlaugar, heitir pottar, gufuböð, líkamsræktarsalir, að ógleymdum heitum potti á þakinu þar sem hægt er að horfa út á 18. flötina, púttflötina og auðvitað út á fjörðinn. Í norður blasir við hæsta fjall Skotlands, Ben Lomond. Ef frammistaðan á golfvellinum hefur verið léleg gleymist hún í Carrick Spa-inu. Ferðir yfir fjörðinn Það er hægt að fara í sérstakar ferðir yfir Loch Lomond fjörðinn í báti eða í „vatna“-flugvél. Bátarnir eru allt frá litlum kænum yfir í stórar snekkjur. Bátahúsið heitir veitingastaður við vatnið. Það er ekki mjög leið- inlegt að fá sér að borða í frábæru umhverfi. Tugir báta eru við smábátahöfn hótelsins sem gaman er að skoða. Þá er líka hægt að fara í veiði á vatninu, í fjór- hjólaferð eða fuglaskoðun. Eitt af hótelherbergjunum. Glæsilegt anddyrið á Cameron house. Whiskey barinn, yfir 100 tegundir. „Lodges“ við 9 holu völlinn. 4. brautin, vatn og tré alla leið. Áttunda brautin er ekta skosk „inland“. Slegið á 14. teig, par 3. Skotapils og fljúgandi örn við hótelið. www.cameronhouse.com

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.