Golf á Íslandi - 01.12.2010, Side 86
86 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
Sara Margrét Hinriksdóttir úr Golfklúbbnum Keili
er ungur og upprennandi kylfingur. Sara er 14 ára
gömul og lék vel á Arion-banka unglingamótaröð-
inni í sumar þar sem hún varð í öðru sæti stigalistans
í stelpuflokki. Hún bar sigur úr býtum á öðru móti
sumarsins sem fram fór á Korpúlfsstaðavelli og var
alltaf í verðlaunasæti á mótaröðinni. Sara Margrét
varð tvisvar í öðru sæti og þrisvar í þriðja sæti í sum-
ar og lækkaði forgjöfina einnig töluvert.
Birgir Leifur og McIlroy í uppáhaldi
Staðreyndir
Aldur: 14 ára
Nafn: Sara Margrét Hinriksdóttir
Klúbbur: Keilir
Forgjöf: 15,2
Golfpokinn: MD kylfur, Odyssey
pútter, Gary Player 56 og 52 gráður
Golfskór: Nike og Ecco
Golfhanski: Callaway
Golfbolti: Callaway og Titelest
Uppáhalds matur: Purusteik
Uppáhalds drykkur: Fanta Lemon
Uppáhalds kylfa? 3-tré
Ég hlusta á: Fm957
Besta skor: 83 högg á Hvaleyrarvelli
Kaymer eða McIlroy? Mcllroy
Besta vefsíðan: Facebook
Besta blaðið: Golf á Íslandi
Besta bókin: Ef þú bara vissir
Besta bíómyndin: Engin sérstök
bara allt nema hryllingsmyndir!
Hvað óttastu mest? Eðlur
Hver er ástæðan fyrir að þú hófst að leika golf?
Ég byrjaði í golfi eftir að pabbi skráði mig á tvö golfnámskeið.
Hvað er það sem heillar þig við golf?
Það er gaman að reyna að gera betur. Útiveran og félagsskap-
urinn heillar einnig og alltaf gaman að læra eitthvað nýtt.
Hverjir eru þínir framtíðardraumar í golfinu?
Komast í atvinnumennsku og keppa á stóru mótaröðunum.
Hvernig var árangur í samræmi við væntingar í sumar í golfinu?
Ég er nokkuð sátt eftir sumarið en auðvitað vil ég alltaf gera
betur.
Hver er helsti galli þinn í þínum leik og af hverju telur þú að
svo sé?
Púttin eru minn helsti galli og líklega vegna þess að ég er ekki
nógu dugleg að æfa þau.
Hver er þinn helst kostur í golfinu og af hverju?
Stöðugleiki.
Hvert er eftirminnilegasta atvikið sem þú manst eftir úr golfi?
Þegar ég fékk örn.
Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur lent í á golfvell-
inum?
Klúðra nokkurra sentimetra pútti fyrir framan marga áhorf-
endur.
Hverjir eru uppáhalds kylfingarnir og af hverju?
Birgir Leifur og Rory Mcllroy, þeir eru flottir kylfingar.
Í hvaða skóla ertu og hvernig gengur í náminu?
Ég er í Álfhólsskóla og námið gengur mjög vel.
Hvað æfir þú mikið í hverri viku?
Ég er á æfingum þrjá tíma á viku en fyrir utan það þá æfi ég mig
eitthvað meira.
Hver er uppáhalds golfvöllurinn og hvers vegna?
Golfvöllurinn á Costa Ballena á Spáni, því það er skemmtilegur
og flottur völlur.
Hvaða þrjár golfholur á Íslandi eru í sérstöku uppáhaldi hjá þér?
Sjöunda holuna í hrauninu á Hvaleyrarvelli, níunda holan í Leir-
unni og fimmtánda holan í Vestmannaeyjum.
Hvaða fjórir kylfingar skipa draumaráshópinn að þér með-
taldri?
Birgir Leifur, Rory Mcllroy og leyfum Tiger Woods að vera með.
Hver eru helstu áhugamál fyrir utan golf?
Dans.
Ef þú værir ekki í golfi, hvað værir þú að gera?
Þá væri ég örugglega ennþá í körfubolta.
UNGIR OG EFNILEGIR Sara M. Hinriksdóttir