Golf á Íslandi - 01.12.2010, Qupperneq 92

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Qupperneq 92
92 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is Dustin Johnson var í auga stormsins í einum umdeildasta endi í golfsögunni. Þar missti Johnson af bráðabana á PGA meistaramótinu á Whistling Straits vellinum á móti Bubba Watson og Martin Kaymer. Sár vonbrigði fyrir Johnson en hann tók atvikinu afar fagmannlega. Hann missti ekki stjórn á skapi sínu né reyndi að kenna öðrum um ófarirn- ar. Ekkert væl. Johnson einfaldlega hristi þetta af sér og kláraði mótið eins og sannur atvinnumaður. Þó hann hafi þarna misst af sigri á mótinu má með sanni segja að Dustin Johnson hafi dregið lærdóm af þessu öllu saman, hann öðlaðist það sem margir myndu meta fram yfir sigur, það er að segja virðingu. Á sama hátt brást hann við er hann lék á 82 höggum á lokadegi U.S. Open á Pebble Beach og tapaði tilinum. Sama var uppi á teningnum í æsku Johnson, þegar foreldrar hans skildu og þegar hann var viðriðinn innbrot 16 ára gamall. Hann einfaldlega hélt sínu striki. Nú 26 ára að aldri er Johnson búinn að slípa grófu brúnirnar og fínpússa óumdeilanlega hæfileika sína. Johnson er ekki aðeins gríðarlega högglangur, hann getur troðið körfubolta eins og að drekka vatn og skartar svokallaðri slefmottu fyrir neðan neðri vör. Já hann er svalur, öflugur, þrautseigur og kannski, næsta stjarnan í bandarísku golfi. Hefur þig dreymt lokin á PGA og U.S. Open undan- farið? Eiginlega ekki, ég er nokkuð góður í því að fást við svona hluti. Ég læt þetta ekki angra mig um of. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem að eitthvað umdeilt gerist á stórmóti og svo sannarlega ekki það síð- asta. Hversu oft hefurðu fengið víti fyrir að setja kylfuna niður í glompu á lífsleiðinni fyrir utan atvikið á PGA ? Aldrei. En ég hefði aldrei átt að slá þangað til að byrja með. Hefði ég bara verið inn á braut þá værum við ekki að velta þessu fyrir okkur núna. Af hverju lastu ekki reglur mótsins þessa vikuna? Sjáðu til, við fáum reglur vikulega sem segja t.d.: „Það er í lagi að færa steina í glompum þessa vikuna“. Þegar ég svo las reglurnar úr PGA mótinu eftir á, þá gat ég ekki séð neitt óvenjulegt. Auðvitað veit ég líka að það má ekki leggja niður kylfuna í glompu. Ég vissi bara ekki að þetta væri glompa. Það var ómögulegt að greina mið- að við fjöldann af fólki sem stóð í kring og ofan í þess- ari svokölluðu glompu þarna. Ég hefði sennilega áttað mig á því að þetta var glompa hefði ekki allt þetta fólk staðið þarna. Fyrir mótið á Whistling Straits taldi Golf Digest Tímaritið glompurnar á vellinum og fengu út 967. Hve margar eiga þær að vera þegar að PGA snýr aftur þangað árið 2015? 966! Hefði ekki verið talsvert verra ef þú hefðir sett niður púttið á átjándu flöt og staðið í þeirri trú að þú hefðir verið að vinna risamót? Ég hugsaði aðeins út í það, það hefði pottþétt verið mun verra. Víkjum að Pebble Beach, þú ert með þriggja högga forskot fyrir lokahring á U.S. Open þegar þú færð þrefaldann skolla á annarri holu. Hvernig leið þér á meðan það gerðist? Svona á meðan þetta gerist líður tíminn svo hratt. Þegar að ég lít til baka og reyni að sjá hvað fór úrskeiðis, jafnvel eftir allt sem gerðist á ann- ari holu og það sem gerðist á þeirri þriðju (tvöfaldur skolli). Mér leið ennþá eins og ég ætti möguleika á sigri, ég var ekki alveg úr leik. Ég þurfti að fá eitt pútt til að detta og allt hefði breyst. Það hljómar eins og þú hafir ekki verið að svekkja þig of mikið á þessu, ekkert frekar en PGA atvikinu. Þú hefur ekkert grátið þetta eftirá? Alls ekki, ég tek það góða úr báðum atvikum og læri af þessu. Ég verð bara að vera þolinmóðari með sveifluna mína og í sambandi við allar mínar venjur. Mér gengur yfirleitt vel frá fimmtudegi Dýr gleymska hjá Dustin í glompu á PGA risamótinu framh. á bls. 92.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Golf á Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.