Golf á Íslandi - 01.07.2014, Page 18

Golf á Íslandi - 01.07.2014, Page 18
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 18 ALLS STAÐAR GAS Þú getur slakað á og upplifað öryggi við grillið með AGA gas. Öryggi sem felst í notkun á gæðavörum AGA og góðri þjónustu þegar þú heimsækir umboðsmenn eða söluaðila til að fá áfyllingu á gashylkið. Sem stærsti söluaðili própangass á norður löndunum býður AGA upp á margar stærðir og gerðir gashylkja. Sérfræðingar AGA geta veitt þér góð ráð um hvaða hylki hentar best miðað við aðstæður og hvernig best er að meðhöndla própangas. Farðu á www.gas.is og finndu nálægan sölustað eða sæktu öryggis leiðbeiningar og fáðu upplýsingar um AGA gas. R áð an di - au gl ýs in ga st of a eh f Karlalandsliðið vann á eftir erfiða byrjun á EM Íslenska karlalandsliðið í golfi endaði í 14. sæti á Evrópumeistaramótinu sem fór fram í Finnlandi. Keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að fyrstu tvo dagana var leikinn höggleikur og þjóðunum 16 var síðan skipt upp í A og B riðil. Ísland endaði í 15. sæti eftir höggleikinn og tapaði gegn Dönum 4/1 í fyrstu umferð í B-riðli þar sem leikið var um að halda sæti sínu á meðal þeirra bestu. Ísland sigraði síðan Austurríki 3 1/2 – 1 ½ en tapaði gegn Finnum í keppni um 13. sætið 5/0 og endaði þar með í 14. sæti Landsliðið var þannig skipað og árangur þeirra í höggleiknum var eftirfarandi: Gísli Sveinbergsson (GK) 35. sæti 74-70 (par), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) 44. sæti (72-73) (+1), Haraldur Franklín Magnús (GR) 72. sæti (73-76) (+5), Andri Þór Björnsson (GR) 82. sæti 79-72 (+9), Bjarki Pétursson (GB) 89. sæti 81-71 (+8) , Ragnar Már Garðarsson GKG 89. sæti 77-75 (+9). „Fyrsti dagurinn í höggleiknum var von- brigði og setti okkur í erfiða stöðu. Við fengum erfiðan andstæðing í fyrstu umferð í holukeppninni og það er gríðarlega mikil- vægt að vinna fyrsta leikinn því þá var það öruggt að halda sætinu í keppni við þá bestu. Ég var samt sem áður gríðarlega ánægður með landsliðshópinn. Þeir unnu gríðarlega vel saman, það var góður andi í hópnum, það eru allir með skýr markmið um hvað þeir ætla sér og þeir eru reynslunni ríkari eftir þetta mót. Við sáum líka að okkur vantar ýmislegt upp á til að ná árangri í svona keppni við bestu þjóðir Evrópu. Fjármagn er vissulega stór þáttur í því dæmi en við getum bætt ýmislegt annað – þar á meðal hvernig við undirbúum okkur fyrir slíkt verkefni og líkamlegi þátturinn þarf að vera enn betri. Það tekur á að leika í miklum hita við æfingar í 2-3 daga fyrir 4-5 daga mót. Það þarf allt að vera í toppstandi og við þurfum að fara yfir undirbúninginn í víðu samhengi. Ég er á þeirri skoðun að það séu margir að keyra sig aðeins of mikið út á mótum hér á Íslandi áður en farið er í þetta verkefni. Á EM má ekkert fara úrskeiðis hjá liði eins og okkar til það við náum árangri,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson Kvennalandsliðið var hársbreidd frá A-riðli á EM Íslenska kvennalandsliðið endaði í 16. sæti af alls 20 þjóðum sem léku á Evrópu- meistaramótinu sem fram fór í Slóveníu. Árangur liðsins í höggleiknum er sá besti frá upphafi en liðið endaði í 11. sæti og lék á 22 höggum yfir pari og var fimm höggum frá því að komast í A-riðil. Höggleikur var leikinn fyrstu tvo keppnis- dagana og liðunum var síðan raðað í þrjá riðla eftir árangrinum í höggleiknum. Í holukeppninni tapaði Ísland gegn Wales 3-2, Hollandi 3-2 og gegn Austurríki 3½- 1½. „Þetta var rosalega flottur árangur í högg- leiknu og ég man varla eftir svona góðu skori hjá sex manna kvennalandsliði. Þær væri 22 yfir á 20 hringjum sem töldu og að mínu mati mjög góður árangur. Það vantað bara hálft högg á mann til að komast í A-riðil. Það vantaði síðan aðeins upp á í holukeppninni. Markmiðið var að ná 10. sætinu eftir högg- leikinn og það vantaði bara herslumuninn upp á að það tækist,“ sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari. Íslenska landsliðið var þannig skipað og árangur þeirra í höggleiknum var eftir- farandi: Ólafía Þ. Kristinsdóttir GR 22. sæti 70-74 (+ 2), Signý Arnórsdóttir GK 31. sæti (73-72) (+ 3), Ragnhildur Kristinsdóttir GR (72-73) (+3), Sunna Víðisdóttir GR 60. sæti (76-73) (+7), Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 60. sæti (75-74) (+7), Berglind Björnsdóttir GR 109. sæti (78-81) (+17). Brynjar Geirsson var þjálfari kvennalands- liðsins og Sædís Magnússon liðsstjóri. Keppt var á Golf & Country Club Diners Ljubjana. Diners GC völlurinn var 5.338 metrar af bláum teigum par 71. F.v. Sædís, Ragn- hildur, Sunna, Ólafía, Guðrún, Berglind, Signý og Brynjar. F.v. Bjarki, Gísli, Ragnar, Andri, Haraldur, Haukur og Guðmundur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.