Golf á Íslandi - 01.07.2014, Page 18
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
18
ALLS STAÐAR
GAS
Þú getur slakað á og upplifað öryggi við grillið með AGA gas.
Öryggi sem felst í notkun á gæðavörum AGA og góðri þjónustu þegar
þú heimsækir umboðsmenn eða söluaðila til að fá áfyllingu á gashylkið.
Sem stærsti söluaðili própangass á norður löndunum býður AGA upp á margar
stærðir og gerðir gashylkja. Sérfræðingar AGA geta veitt þér góð ráð um hvaða
hylki hentar best miðað við aðstæður og hvernig best er að meðhöndla própangas.
Farðu á www.gas.is og finndu nálægan sölustað
eða sæktu öryggis leiðbeiningar og fáðu upplýsingar um AGA gas.
R
áð
an
di
-
au
gl
ýs
in
ga
st
of
a
eh
f
Karlalandsliðið vann á eftir erfiða byrjun á EM
Íslenska karlalandsliðið í golfi endaði í 14.
sæti á Evrópumeistaramótinu sem fór fram
í Finnlandi. Keppnisfyrirkomulagið var með
þeim hætti að fyrstu tvo dagana var leikinn
höggleikur og þjóðunum 16 var síðan skipt
upp í A og B riðil. Ísland endaði í 15. sæti
eftir höggleikinn og tapaði gegn Dönum 4/1
í fyrstu umferð í B-riðli þar sem leikið var
um að halda sæti sínu á meðal þeirra bestu.
Ísland sigraði síðan Austurríki 3 1/2 – 1 ½ en
tapaði gegn Finnum í keppni um 13. sætið
5/0 og endaði þar með í 14. sæti
Landsliðið var þannig skipað og árangur
þeirra í höggleiknum var eftirfarandi: Gísli
Sveinbergsson (GK) 35. sæti 74-70 (par),
Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) 44.
sæti (72-73) (+1), Haraldur Franklín Magnús
(GR) 72. sæti (73-76) (+5), Andri Þór
Björnsson (GR) 82. sæti 79-72 (+9), Bjarki
Pétursson (GB) 89. sæti 81-71 (+8) , Ragnar
Már Garðarsson GKG 89. sæti 77-75 (+9).
„Fyrsti dagurinn í höggleiknum var von-
brigði og setti okkur í erfiða stöðu. Við
fengum erfiðan andstæðing í fyrstu umferð
í holukeppninni og það er gríðarlega mikil-
vægt að vinna fyrsta leikinn því þá var það
öruggt að halda sætinu í keppni við þá bestu.
Ég var samt sem áður gríðarlega ánægður
með landsliðshópinn. Þeir unnu gríðarlega
vel saman, það var góður andi í hópnum, það
eru allir með skýr markmið um hvað þeir
ætla sér og þeir eru reynslunni ríkari eftir
þetta mót. Við sáum líka að okkur vantar
ýmislegt upp á til að ná árangri í svona
keppni við bestu þjóðir Evrópu. Fjármagn er
vissulega stór þáttur í því dæmi en við getum
bætt ýmislegt annað – þar á meðal hvernig
við undirbúum okkur fyrir slíkt verkefni
og líkamlegi þátturinn þarf að vera enn
betri. Það tekur á að leika í miklum hita við
æfingar í 2-3 daga fyrir 4-5 daga mót. Það
þarf allt að vera í toppstandi og við þurfum
að fara yfir undirbúninginn í víðu samhengi.
Ég er á þeirri skoðun að það séu margir að
keyra sig aðeins of mikið út á mótum hér á
Íslandi áður en farið er í þetta verkefni. Á
EM má ekkert fara úrskeiðis hjá liði eins og
okkar til það við náum árangri,“ sagði Birgir
Leifur Hafþórsson
Kvennalandsliðið var hársbreidd frá A-riðli á EM
Íslenska kvennalandsliðið endaði í 16.
sæti af alls 20 þjóðum sem léku á Evrópu-
meistaramótinu sem fram fór í Slóveníu.
Árangur liðsins í höggleiknum er sá besti
frá upphafi en liðið endaði í 11. sæti og lék
á 22 höggum yfir pari og var fimm höggum
frá því að komast í A-riðil.
Höggleikur var leikinn fyrstu tvo keppnis-
dagana og liðunum var síðan raðað í þrjá
riðla eftir árangrinum í höggleiknum.
Í holukeppninni tapaði Ísland gegn Wales
3-2, Hollandi 3-2 og gegn Austurríki 3½-
1½.
„Þetta var rosalega flottur árangur í högg-
leiknu og ég man varla eftir svona góðu skori
hjá sex manna kvennalandsliði. Þær væri
22 yfir á 20 hringjum sem töldu og að mínu
mati mjög góður árangur. Það vantað bara
hálft högg á mann til að komast í A-riðil. Það
vantaði síðan aðeins upp á í holukeppninni.
Markmiðið var að ná 10. sætinu eftir högg-
leikinn og það vantaði bara herslumuninn
upp á að það tækist,“ sagði Úlfar Jónsson
landsliðsþjálfari.
Íslenska landsliðið var þannig skipað og
árangur þeirra í höggleiknum var eftir-
farandi:
Ólafía Þ. Kristinsdóttir GR 22. sæti 70-74 (+
2), Signý Arnórsdóttir GK 31. sæti (73-72)
(+ 3), Ragnhildur Kristinsdóttir GR (72-73)
(+3), Sunna Víðisdóttir GR 60. sæti (76-73)
(+7), Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 60.
sæti (75-74) (+7), Berglind Björnsdóttir GR
109. sæti (78-81) (+17).
Brynjar Geirsson var þjálfari kvennalands-
liðsins og Sædís Magnússon liðsstjóri. Keppt
var á Golf & Country Club Diners Ljubjana.
Diners GC völlurinn var 5.338 metrar af
bláum teigum par 71.
F.v. Sædís, Ragn-
hildur, Sunna, Ólafía,
Guðrún, Berglind,
Signý og Brynjar.
F.v. Bjarki, Gísli, Ragnar, Andri, Haraldur, Haukur og Guðmundur.