Golf á Íslandi - 01.07.2014, Page 30

Golf á Íslandi - 01.07.2014, Page 30
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 30 Guðmundur Ágúst Krist- jánsson úr GR gat ekki mætt í titilvörnina á Íslandsmótinu í holukeppni, Securi- tasmótinu, þar sem hann komst ekki inn í mótið. Guðmundur Ágúst var stigalaus á Eimskipsmótaröðinni á þessu tímabili en aðeins 32 stigahæstu kylfingarnir á þessu tímabili komust inn. Reglugerð mótsins verður breytt fyrir næsta tímabil til þess að þessi staða komi ekki upp aftur. Á næsta ári fá 32 stigahæstu kylfingarnir keppnisrétt en stigin vera talin frá síðasta Ís- landsmóti í holukeppni en Íslandsmeistarinn fær 2000 stig fyrir sigurinn – og það hefði dugað til að vera í fimmta sæti á stigalist- anum. Axel Bóasson úr Keili er í sömu stöðu og Guðmundur Ágúst og hefur Axel verið í ýmsum störfum hjá Keili á meðan hann hefur horft á mótið frá hliðarlínunni. Guðmundur Ágúst tók að sér annað hlutverk á mótinu var aðstoðarmaður Andra Þórs Björnssonar félaga hans úr GR. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR var ekki á meðal keppenda á mótinu í ár en hún fagnaði sigri í fyrra á Hamarsvelli í Borgar- nesi. Ólafía Þórunn valdi að taka sér frí frá keppnisgolfi eftir erfitt tímabil í Bandaríkj- unum þar sem hún leikur með Wake Forest háskólaliðinu. „Tímabilið hjá mér er búið að vera mjög langt hjá mér og ég þurfti að taka mér frí frá golfinu. Ég var búinn að missa gleðina úr golfinu mínu og eftir að hafa tekið mér frí þá finn ég að ástandið er að lagast,“ sagði Ólafía Þórunn við Golf á Íslandi. MEISTARINN FRÁ ÞVÍ FYRRA KOMST EKKI INN Í MÓTIÐ - Guðmundur Ágúst var kaddý fyrir Andra Þór á Íslandsmótinu í holukeppni Leið Kristjáns að titlinum Kristján Þór Einarsson lék 18. brautina á Hvaleyrarvelli aðeins einu sinni á sex keppnishringjum á Íslandsmótinu í holu- keppni. Það var í riðlakeppninni gegn Ara Magnússyni úr GKG þar sem Kristján náði að jafna metin á 18. flöt og hann knúði fram sigur á fyrstu holu í bráðabana. Riðlakeppni: Helgi Anton Eiríksson, GSE 4/3, Ari Magnússon, GKG 19. hola, Arnar Snær Hákonarson, GR 4/3. 8-manna úrslit: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG 2/0. Undanúrslit: Haraldur Franklín Magnús, GR 2/1 Úrslitaleikur: Bjarki Pétursson, GB 2/1. Leið Tinnu að titlinum Tinna Jóhannsdóttir lék sex leiki á Íslandsmótinu í holu- keppni og hún tapaði ekki leik í riðlakeppninni. Hún lék fjórum sinnum gegn liðsfélögum sínum úr Keili en 7-riðill keppninnar var skipaður fjórum kylfingum úr Keili. Tinna sigraði Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur úr Keili í undanúr- slitum en þær eru systkinabörn og í riðlakeppninni var Þórdís Geirsdóttir úr Keili mótherji Tinnu en Þórdís er gift föðurbróður Tinnu. Riðlakeppni: Anna Sólveig Snorradóttir, GK 1/0, Þórdís Geirsdóttir GK, 19. holu, Högna Kristbjörg Knútsdóttir GK, 3/1. 8-manna úrslit: Berglind Björnsdóttir, GR 3/1. Undanúrslit: Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 2/1. Úrslitaleikur: Karen Guðnadóttir, GS 5/4.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.