Golf á Íslandi - 01.07.2014, Page 34
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
34
Guðmundur Oddsson, fyrrum skólastjóri Kársnesskóla í Kópavogi, sér á hverjum degi
eftir því að hafa ekki byrjað í golfíþróttinni fyrr á ævinni en hann hefur gegnt embætti
formanns Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar í níu ár. Guðmundur segir að margir hafi
undrast þegar hann hafi sótt um að GKG fengi að halda Íslandsmótið í höggleik árið 2014
en umsóknin var lögð fram mörgum árum áður en Leirdalsvöllur var opnaður formlega.
Formaðurinn segir að framtíðin sé björt hjá GKG á 20 ára afmælisári og Íslandsmótið í
höggleik á Eimskipsmótaröðinni verði hápunktur afmælisársins.
Golf á Íslandi náði tali af Guðmundi rétt
áður en hann átti að hefja leik á meistara-
móti GKG í mikilli veðurblíðu. Hann rifjaði
upp hvernig það kom til að Íslandsmótið í
höggleik fer nú fram á Leirdalsvelli.
„Á formannafundi í Vestmannaeyjum á
fyrsta eða öðru árinu sem ég var formaður
þá stóðu menn upp og lýstu því yfir að það
væru stórir áfangar hjá þeirra klúbbum á
næstunni. Og þeir voru að óska eftir því að
þeirra klúbbar fengju að halda Íslandsmótið í
höggleik. Á þessum tíma var GKG ekki nema
12 ára og ég stóð líka upp og fór upp í pontu.
Þar sagði ég að GKG yrði 20 ára árið 2014
og sótti með formlegum hætti um að fá að
halda Íslandsmótið í höggleik á því ári. Þetta
hefur verið átta ára meðganga og völlurinn
okkar var ekki tilbúinn þegar við sóttum um.
Reksturinn var í góðu lagi hjá okkur og mikil
uppbygging í gangi – og Jón Ásgeir Eyjólfs-
son þáverandi forseti Golfsambandsins tók
mjög vel undir þessa umsókn GKG og við
þökkum honum fyrir stuðninginn sem hann
sýndi okkur.“
Sé eftir að hafa ekki byrjað fyrr
Guðmundur dregur ekki úr því að hann hafi
ekki enn náð tökum á golfíþróttinni en hann
sér eftir því að hafa ekki þegið boð tengda-
föður síns um að byrja í golfi árið 1968.
„Tengdafaðir minn, Stefán Ólafsson múrari,
stofnaði golfklúbbinn á Ólafsfirði árið 1968.
Á þeim árum gerðu þeir upp á sitt einsdæmi
að ryðja tún og annað sem til þurfti til að
hægt væri að leika golf. Hann var alltaf að
bjóða mér að koma með og taka þátt – ég
fann mig ekki alveg í þessu á þeim tíma og ég
beið í 40 ár. Þegar ég hætti að vinna fór ég að
slá golfbolta til þess að finna mér eitthvað að
gera. Við hjónin fórum síðan út til Islantilla á
Spáni í golfferð án þess að kunna nokkuð og
þar tók Sigurður Hafsteinsson okkur opnum
örmum og leiddi okkur í gegnum fyrstu
skrefin í þessari frábæru íþrótt. Við fórum
einnig til Magnúsar Birgissonar sem var þá
kennari hér við GKG og þetta var árið 1997.
Ég sé eftir því á hverjum einasta degi að hafa
ekki byrjað þegar tengdapabbi bauð mér að
vera með árið 1968 þá hefði maður kannski
getað eitthvað í golfi. Þegar viðrar þá förum
við hjónin í golf,“ segir Guðmundur en
eiginkona hans er Sóley Stefánsdóttir.
Formaðurinn segir að rekstur GKG sé góður
og framtíðin sé björt – sérstaklega í barna-
og unglingastarfinu.
„Reksturinn hjá GKG hefur verið með
„grænum tölum“ á undanförnum árum. Allt
frá 7 og upp í 30 milljóna kr. hagnaði. Þessir
fjármunir eru ekki til í bauk uppi í hillu
hjá okkur en eru verðmæti sem við eigum
í formi tækja og ekki síst vellinum sjálfum.
Það hefur verið gríðarlegur vöxtur hjá okkur
á undanförnum árum. Þegar GKG var
stofnaður voru um 250 félagar og í dag eru
þeir um 1900 ef allt er talið með. Við höfum
Sé eftir því að hafa
ekki byrjað fyrr
- Guðmundur Oddsson formaður GKG lætur sig dreyma um góðviðri
og fjölmenni á Íslandsmótinu í höggleik