Golf á Íslandi - 01.07.2014, Síða 48

Golf á Íslandi - 01.07.2014, Síða 48
Sjálfstraustið eykst með hverjum sigri Andlega hliðin hlýtur því að hafa styrkst með titilinum í fyrra og fleiri sigrum í vor. Við spyrjum Íslandsmeistarann að því. „Ég fékk auðvitað aukið sjálfstraust við sigurinn á Korpu í fyrra og sigrum í sumar. Því fleiri mót sem þú vinnur þeim mun meira sjálfstraust færðu. Andlegi þátturinn hefur þó ekki verið vandamál hjá mér en auðvitað er alltaf hægt að bæta hann. Ég fékk eldskírn á Íslandsmótinu í fyrra þegar við enduðum þrjár jafnar og þurftum að fara í umspil um sigurinn.“ Hvað fór í gegnum hugann þá, þriggja holu umspil og andstæðingarnir tvær af bestu golfkonum landsins. „Umspil og bráðabani eru auðvitað þannig að það er í raun nýtt mót. Allt eða ekkert. Ég setti upp plan áður en við fórum út í um- spilið. Lagði bara upp með það að ná pörum því mistök geta kostað titilinn. Tíunda er erfið fuglahola, ellefta gefur möguleika á fugli en tólfta erfið parhola. Það gekk eftir og það var ljúft að fagna þessum titli. Það hjálpaði mér eflaust að ég þekkti Korpuna mjög vel. Spilaði hana nánast eingöngu fyrir mótið og undirbjó mig þannig allt sumarið.“ Framför í stutta spili og púttum Nú ertu í háskóla í Bandaríkjunum þar sem þú getur leikið íþróttina allt árið. Hvernig hefur þetta gengið hjá þér? „Ég hef bætt mig mikið í stutta spilinu og púttum. Ég hef alltaf verið slök í því að lesa flatir en þjálfarinn minn ytra hefur aðstoðað mig í þeim þætti sem og í stutta spilinu en Brynjar Geirsson, þjálfarinn minn hér heima hefur hjálpað mér með sveifluna. Það er ekki svo flókið. Hann skoðar bara video og sendir mér athugasemdir í tölvupósti. Fjarþjálfun frá Reykjavík, Íslandi.“ Hvernig er tilfinningin að mæta ári síðar og verja titilinn? „Hún er fín. Þetta er nýtt mót á öðrum velli. Ég tel mig ekki hafa mikið forskot þó ég hafi unnið í fyrra en það er auðvitað kostur að hafa unnið titilinn áður. Reynslan skiptir máli og þá hef ég leikið vel það sem af er sumri og landað tveimur sigrum. Ég reyni að mæta afslöppuð til leiks með það hugarfar að það er alltaf erfitt að verja titilinn sem þó er auðvitað markmiðið. Það er engin spurning. Fyrir mótið í fyrra setti ég of mikla pressu á mig og þegar ég fjórpúttaði 3. flötina í fyrsta hring lenti ég í vandræðum og skilaði mjög slökum fyrsta hring. Ég náði þó að vinna mig inn í mótið aftur. Það má ekki gleyma því að það er 72 holur og þó maður geri slæm mistök þá þarf það ekki að þýða að mótið sé búið. Maður verður að halda áfram. Veðrið spilar helling inn í líka. Ef það er ekki gott þá eru meiri líkur á meiri sveiflum.“ Halda boltanum í leik Hvaða tilfinningu hefurðu fyrir Leirdalsvelli? „Hann leggst ágætlega í mig. Það skiptir miklu máli að halda boltanum í leik, slá beint af teig og eins að hitta flatir. Það er erfiðara á þessum velli að bjarga pari með vippi eða stuttu innáhöggi og einpútti. Flatirnar eru flestar ekki stórar og svo eru þær kúptar og ýta boltanum út af ef höggið er ónákvæmt. Ég held að þetta muni skipta mestu máli í þessu móti, nákvæmni en ekki mesta högglengd.“ Hvað með framtíðina. Ertu með atvinnu- mennskudrauma? „Ég á tvö ár eftir í háskólanámi í Elon Uni- veristy í Norður-Karólínu en þar stunda ég nám við fjármála- og tölfræði. Ég mun vinna af krafti að bæta mig í golfi og að þessum tveimur árum loknum ætla ég að meta hversu raunhæfur kostur það verður að fara út í atvinnumennsku. Ef vel gengur þá tel ég mig eiga góða möguleika að fara þann veg“. Ég kann vel við mig í Norður-Karólínu enda ekki annað hægt. Ég hef verið með fast sæti í liðinu en við keppum í fyrstu deild. Liðið er alltaf að styrkjast en við erum að fá stelpu frá Skotlandi í haust, auk þess sem Gunnhildur Kristjánsdóttir úr GKG kemur inn í liðið svo það verður gaman hjá okkur Íslendingunum,“ sagði Sunna Víðisdóttir. „Ég mun vinna af krafti að bæta mig í golfi og að þessum tveimur árum loknum ætla ég að meta hversu raunhæfur kostur það verður að fara út í atvinnumennsku.“ Sunna púttar í umspilinu á Íslandsmótinu á Korpu í fyrra. Sunna, Ólafía og Guðrún við 10. teig rétt fyrir umspilið. Sunna í glompu á Hamarsvelli þar sem hún tryggði sér sigur á Símamótinu á Eim- skipsmótaröðinni í vor. Saman finnum við lausnir svo þú skarir fram úr Í rekstri skiptir miklu máli að hafa forgangsröðunina í lagi og hugrekki til að fara nýjar leiðir er byggja á þekkingu á aðstæðum hverju sinni. Kynntu þér þjónustuframboð KPMG á vefsíðu félagsins eða hafðu samband í síma 545 6000 og við verðum þér innan handar. kpmg.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.