Golf á Íslandi - 01.07.2014, Side 62

Golf á Íslandi - 01.07.2014, Side 62
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 62 DRAUMURINN AÐ RÆTAST -Sigmundur Einar Másson varð Íslands- meistari árið 2006. Hann var í fyrstu kynslóð ungra kylfinga í GKG. „Liðs- heildin og andinn í GKG var það sem heillaði mig við golfið.“ Sigmundur Einar Másson er hluti af „fyrstu“ kynslóð kylfinga sem barna- og unglingastarf GKG skilaði af sér í keppnisgolfið á Íslandi. Sigmundur Einar, sem er 31 árs gamall í dag, var meira að hugsa um fótbolta þegar hann fór í golfkynningu með 7. bekk að vori til þegar hann var á 13. ári. Smátt og smátt fór áhuginn á golfinu að aukast og Sigmundur Einar er fyrsti kylfingurinn sem er „uppalinn“ hjá GKG sem verður Íslandsmeistari í höggleik – en Birgir Leifur Hafþórsson hafði brotið þann múr árið 2003 þegar hann varð Íslandsmeistari í höggleik í Vestmannaeyjum. Golf á Íslandi ræddi við Sigmund Einar um upphafsárin hjá GKG og væntingar hans fyrir Íslandsmótið í höggleik á Eimskipsmótaröðinni sem fram fer í fyrsta sinn á heimavelli Sigmundar. „Ég byrjaði í golfi eftir að hafa fengið kynningu á íþróttinni í 7. bekk í skólanum. Í kjölfarið fór ég á nokkur námskeið hjá GKG en Magnús Birgisson golfkennari sá um barna- og unglingastarfið á þessum tíma og á ég honum mikið að þakka. Ég hafði ein- hvern tímann slegið áður með vini mínum Viktori Bjarka Arnarsyni – með kylfunum frá pabba hans. Ég fékk smjörþefinn af þessu á námskeiðum hjá GKG og smátt og smátt þá fór áhuginn að verða meiri. Ég var að æfa fótbolta með Breiðablik á þessum árum og það var ekki fyrr en ég var 15 ára að ég fór að velja golfið fram yfir fót- boltann.“ Sigmundur segir að hann hafi ekki verið „undrabarn“ í golfinu og það hafi tekið tíma að ná árangri. Hann segir að „liðsandinn“ í unglinga- starfinu hafi verið það sem skipti mestu máli þegar hann valdi golfið fram yfir fótboltann. „Golfið var ekkert sem ég ætlaði mér í – ég byrjaði frekar seint. Fyrstu tvö árin var þetta „ströggl“ og það tók mig nokkurn tíma að ná tökum á þessu. Ég hjólaði oft á æfingar hjá GKG, þar sem ég bjó þá í Fossvoginum, Kópavogsmegin. Það voru gámar við skálann þar sem golfsettin voru geymd í litlum skápum. Það var þægilegt fyrir okkur. Þarna var maður frá morgni til kvölds – og stundum skrölti ég á fótboltaæfingar í lok dagsins. Sumarið 1998 þegar ég er að verða 15 ára þá fannst mér skemmtilegra að fara á golfæfingar en fótbolta- æfingu og sumarið 1999 var ég eingöngu í golfinu. Það var ekki mikið um barna- og unglingastarf á þeim tíma þegar ég var að byrja. Klúbburinn var ekki gamall og það myndaðist góður andi í hópnum sem var að byrja á þessum tíma. Við vorum lið, ekki einstaklingar, og margir úr þessum hópi náðu nokkuð langt. Ég komst ekki í unglingasveitina á mínum fyrstu árum en árið 1999 enduðum við í öðru sæti í sveitakeppni unglinga. Við unnum 2000 og vorum í öðru sæti 2001. Árangur unglingasveita GKG hefur verið góður og sérstak- lega í flokki 16-18 ára. Foreldra- starfið hefur alltaf verið frábært í klúbbnum og passað upp á að halda í liðsheildina – og búa til góða stemningu.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.