Golf á Íslandi - 01.07.2014, Side 70
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
70
Á 20 ára tímabili hafa fimm framkvæmda-
stjórar starfað fyrir GKG, Hákon Sigurðsson,
Jóhann Gunnar Stefánsson, Margeir Vil-
hjálmsson, Ólafur Einar Ólafsson og Agnar
Már Jónsson sem er starfandi framkvæmda-
stjóri GKG.
27 holu golfsvæði
GKG hefur yfir að ráða 27 holum í dag, Leir-
dalsvöllur sem er 18 holur og Mýrin sem er 9
holur. Árið 1986 hannaði Hannes Þorsteins-
son gamla 9 holu völlinn í Vetrarmýrinni
fyrir Golfklúbb Garðabæjar. Í árslok 1992
var gerður samningur við sænska golfvalla-
hönnuðinn Jan Söderholm um að teikna 18
holu völl, fyrri hlutinn var tekinn í notkun í
júlí 1996 og síðari hlutinn árið 2002. Andrés
Guðmundsson teiknaði 9 holu völl uppi í
Leirdal sem var tekinn í notkun árið 2007.
Vellirnir hafa verið endurbættir og lagfærðir
á hverju ári og því verkefni er ekki lokið.
Á árinu 2013 voru rúmlega 50.000 hringir
leiknir á völlum GKG og skiptust þeir nánast
jafnt á milli Mýrarinnar og Leirdalsvallar.
Gríðarlegur vöxtur
á tveimur áratugum
Gluggað í tuttugu
ára sögu GKG:
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar var stofnaður 24. mars árið 1994 þegar Golf-
klúbbur Garðabæjar og Golfklúbbur Kópavogs voru sameinaðir. Í Garðabæ hafði verið
starfandi klúbbur frá árinu 1986 og frá árinu 1990 í Kópavogi. Finnur Jónsson var fyrsti
formaður GKG og Guðmundur Oddsson núverandi formaður GKG hefur gegnt því emb-
ætti frá árinu 2005.
Gríðarleg fjölgun hefur verið hjá GKG á
undanförnum árum en í lok fyrsta starfs-
árs GKG voru félagar 241 en í lok síðasta
árs voru þeir 1915. Hjá GKG hefur mesta
áherslan verið lögð á barna- og unglinga-
starfið og eru um 900 börn og unglingar sem
nýta sér þjónustu GKG á hverju ári. Um 400
börn og unglingar eru félagar í GKG og um
500 renna í gegnum golfleikjanámskeið GKG
á hverju ári. Til samanburðar eru 130 börn
og unglingar skráð í þann klúbb sem kemur
næstur á eftir GKG á þessu sviði og stærsti
klúbbur Danmerkur er með 180 börn og
unglinga á sínum vegum.
Vellir GKG eru á um 62 hektara landssvæði
og eru 45,5 ha úr landi Vífilsstaða sem eru í
eigu ríkisins. GKG greiðir leigugjald sem er
ígildi 50 félagsgjalda til ríkisspítala en leigu-
gjaldið fyrir árið 2013 var rúmlega 4 milljónir
kr.
GKG er vinnustaður fjölmargra starfs-
Efst: Myndin tekin frá 18. flöt
og yfir völlinn.
Miðmynd: Glompugerð í Leir-
dalnum árið 2008.
Neðst: Séð yfir stóran hluta
Mýrarinnar og golfsvæðisins
árið 2004.
Faszination Autopflege mit
Markenprodukten von SONAX
Lassen Sie mehr Glanz in Ihr Leben!
Haltu bílnum hreinum í sumar
með SONAX bón- og hreinsivörum
Glansþvottalögur
SONAX er margverðlaunað bílhreinsimerki frá Þýskalandi.
SONAX býður allt s m þarf: bón fyrir allar gerðir af
lakki, felguhreinsi, dekkjahreinsi, sápur, svampa, vínylhreinsi,
gluggahreinsi og fleiri hágæða hreinsivörur.
Sigurvegari
9. árið í röð!
Car Care Products
Car r r cts