Golf á Íslandi - 01.07.2014, Page 72
manna. Tíu eru í heilsársstöðum en starfs-
mannafjöldinn er nálægt 80 þegar mest er
um að vera í starfsemi GKG yfir hásumarið.
Forsvarsmenn GKG segja að klúbburinn
hafi notið mikillar velvildar hjá Kópavogi og
Garðabæ hvað varðar vinnukrafta á sumrin.
Guðmundur Árni Gunnarsson hefur verið
vallarstjóri hjá GKG frá árinu 2001.
Uppbygging kostað mikið
Uppbygging golfvalla GKG hefur kostað háar
fjárhæðir en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir
að kostnaður við 27 holu völl væri á bilinu
150-200 milljónir kr. á verðlagi ársins 1994.
Árið 1990 keypti Golfklúbbur Garðabæjar
skála sem hafði verið notaður sem söluskáli á
Selfossi. Þessi skáli hefur gegnt sínu hlut-
verki með sóma og hefur verið endurbættur
með ýmsum hætti á síðustu árum. Skálinn er
fyrir löngu of lítill fyrir starfsemi GKG og allt
frá stofnun GKG hafa verið uppi áform um
byggingu á fjölnota mannvirki fyrir félags- og
æfingaaðstöðu GKG. Framkvæmdir við nýtt
mannvirki ættu að hefjast í haust ef áform
GKG ganga eftir en samningaviðræður við
Garðabæ og Kópavog ættu að hefjast fljótlega.
Efst: Séð yfir golfskálann úr lofti,
mynd tekin sumarið 2013.
Bygging nýrrar íþróttamiðstöðvar og
golfskála GKG hefjast næsta haust.
Til hliðar má sjá mynd tekna fyrir
nokkrum árum í rástímaskráningu
og verslun GKG. Neðst má sjá mynd
af 2. teig á Leirdalsvelli.
FÁST Í NIKEVERSLUN,
LYNGHÁLSI 13 OG Á
WWW.NIKEVERSLUN.IS
NIKE VRS COVERT 14,
GOLFSETT 4-PW,
VERÐ: 109.990 KR.
NIKE FI IMPACT,
HERRA GOLFSKÓR, VERÐ: 29.990 KR.
NIKE FI IMPACT,
HERRA GOLFSKÓR, VERÐ: 29.990 KR.
NIKE LUNAR EMPRESS,
DÖMU GOLFSKÓR, VERÐ: 25.990 KR.
NIKE GOLFVÖRUR
NIKE VRS COVERT 14 MRG DR,
DRIVER, VERÐ: 59.990 KR.