Golf á Íslandi - 01.07.2014, Page 76

Golf á Íslandi - 01.07.2014, Page 76
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 76 Laugarnar í Reykjavík Sími: 411 5000 • www.itr.is í þínu hverfi fyrir alla fjölskylduna 600 kr. 130 kr. Fullorðnir Börn Fyrir líkama og sál nokkuð merkilegt að fá að leika í ráshóp með barnabarni fyrsta Íslandsmeistarans í golfi – enda kannski ekki margir sem tengja þetta saman. Ekki hægt að fresta vegna veðurs Í bókinni Golf á Íslandi eftir Steinar J. Lúð- víksson og Gullveigu Sæmundsdóttur segir m.a. að 22 hafi verið skráðir til leiks á fyrsta Íslandsmótið árið 1942, ellefu frá Golfklúbbi Íslands, þrír frá Golfklúbbi Akureyrar og átta úr úr Golfklúbbi Vestmannaeyja. Hávaðarok og rigning var að morgni sunnudagsins 16. ágúst þegar keppni hófst. Var vatnsveðrið slíkt að fresta varð knattspyrnuleikjum sem fram áttu að fara í Reykjavík en ekki kom til greina að fresta golfmótinu – utanbæjar- mennirnir voru komnir langan veg til keppni og það ekki sjálfgefið að þeir gætu komist ef beðið væri betri tíðar. Menn settu undir sig hausinn og lögðu í hann. Völlurinn var vitan- lega forblautur, holurnar fullar af vatni og for í kringum sumar flatirnar, einkum þá sjöttu sem var nokkurn veginn á sama stað og síðar reis bygging sem hýsti fyrst Morgunblaðið og síðar Háskóla Reykjavíkur. Gísli Ólafsson lék á 81 höggi í höggleiks- keppninni sem var fyrsta umferð og síðan tók við holukeppni. Gísli og Jakob Hafstein léku síðan til úrslita þar sem leiknar voru 54 holur. Staðan var jöfn eftir 18 holur, Gísli átti eina holu eftir 36 holur, og forskot Gísla var þrjár holur þegar þeir höfðu leikið 16. brautina í þriðju umferðinnni og Gísli fagnaði þar með sigri og fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í golf- sögu Íslands. Íslandsmótið fór fram nokkrum dögum eftir stofnun Golfsambands Íslands en stofn- fundur GSÍ fór fram 14. ágúst árið 1942. Stofnun GSÍ og keppnin um Íslandsmeistara- titilinn hleypti töluverðu þrótti í golfið á Íslandi og var mikið um að vera hjá öllum klúbbum sumarið 1942. Óvanalegar aðstæður í Skagafirði Gísli Ólafsson varð Íslandsmeistari fyrstu þrjú árin sem Íslandsmótið fór fram. Árið 1943 sigraði hann Sigtrygg Júlíusson frá Akureyri í úrslitaleik sem fram fór á golf- vellinum við Öskjuhlíð. Gísli fagnaði þriðja titlinum árið 1944 við óvenjulegar aðstæður í Skagafirði á bökkum Héraðsvatna. Þar var settur upp keppnisvöllur með viku fyrirvara og leikið á honum á Íslandsmótinu. Gísli lék þar til úrslita gegn Jóhannesi G. Helgasyni úr Reykjavík. Gísli Ólafsson, alnafni afa síns, hefur æft golfíþróttina samviskusamlega hjá Kili í Mos- fellsbæ en hann verður tvítugur á þessu ári. Gísli segir að afi sinn sé helsta fyrirmyndin í golfinu og það sé markmiðið að feta í fótspor hans. „Ég hef heyrt í gegnum pabba hvernig kylfingur afi var og ég vona að mér takist að gera sömu hluti og hann. Hvernig hann hugs- aði sem kylfingur og framkvæmdi höggin er eitthvað sem ég hef reynt að tileinka mér. Einnig hvernig hann hagaði sér á vellinum – sem var til fyrirmyndar,“ segir Gísli sem fæddist tíu árum eftir að afi hans lést. Ólafur segir að faðir hans hafi nánast alltaf sagt áður hvernig högg hann ætlaði að slá og það hafi einkennt hans leik. „Hann var alveg ótrúlegur á því sviði. Hann gekk að boltanum og sagði hvert og hvernig hann ætlaði slá. Og það gekk yfirleitt eftir. „Hann sagði mér alltaf að njóta þess að vera með þeim sem eru með þér í keppninni. Hann hrósaði alltaf mótherjanum fyrir góðu höggin og kunni að samgleðjast ef and- stæðingarnir áttu góð högg. Hann var alltaf jákvæður og heiðarlegur. Sveiflan hjá „gamla“ var líka mjög einföld og átakalaus. Hann var alltaf að hamra á því að það þyrfti ekki kraft til þess að slá boltann – mýkt og nákvæmni var hans stíll. Menn sem þekktu hann vel sögðu að sveiflan hans hefði verið mjög falleg og árangursrík.“ Gísli Ólafsson lést árið 1984 úr hjartaáfalli aðeins 65 ára gamall. Ólafur sonur hans segir að það hafi verið mikið áfall og það hafi ekki gefist mikill tími fyrir þá feðga að leika golf saman á sumrin. Væri enn að leika golf „Ég var alltaf á þvælingi út um allt land við þjálfun og gat því lítið leikið með honum á sumrin. Sumarið 1984 átti að vera betra í þessu samhengi því ég fékk ekki vinnu á Ólafsfirði eins og ég hafði áætlað og sá fyrir mér fyrsta golfsumarið með föður mínum. Hann lést úr hjartaslagi í mars það ár. Pabbi fór á hverjum einasta laugardegi með félögum sínum þegar Korpan var opnuð. Þar lék hann vetrargolf og hann var á meðal þeirra fyrstu sem notuðu litaðan golfbolta til þess að sjá hann betur í snjófölinni. Hann væri án efa enn að leika golf ef hann væri á lífi – ég er ekki í vafa um það,“ segir Ólafur Ágúst Gíslason. Challenge bikarinn fékk Gísli Ólafsson til eignar eftir að hafa unnið það mót þrjú ár í röð árið 1942. Jóhannes Helga- son tv. og Gísli Ólafsson takast í hendur fyrir úrs- litaviðureignina í Skagafirði árið 1944. „Ekki kom til greina að fresta golfmótinu – utan- bæjarmennirnir voru komnir langan veg til keppni og það ekki sjálf- gefið að þeir gætu komist ef beðið væri betri tíðar. Menn settu undir sig hausinn og lögðu í hann. Völlurinn var vitanlega forblautur, holurnar fullar af vatni og for í kringum sumar flatirnar“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.