Golf á Íslandi - 01.07.2014, Síða 78

Golf á Íslandi - 01.07.2014, Síða 78
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 78 Þegar ég spila golf erlendis er ég oft spurð hve margir golfvellir séu á Íslandi. Þegar ég segi 60-70 verður fólk skiljanlega gapandi hissa. Allt í kringum landið eru vellir sem byggðir hafa verið upp af hugsjónafólki með þann draum að geta leikið golf á heimaslóðum. Dæmi um slíka velli eru á Blönduósi og Skagaströnd, þar sem ég hef haldið námskeið fyrir börn og unglinga, í sumar og fyrra- sumar. Á síðasta námskeiði voru 16 krakkar á Blönduósi og 14 á Skagaströnd og hefur þeim fjölgað töluvert frá því í fyrra. Þarna eru áhugasamir og efnilegir kylfingar sem, því miður, fá ekki næga þjálfun vegna þess að klúbbarnir hafa ekki bolmagn til að halda úti reglulegum æfingum. En hverjir eru kostir þess að krakkar um allt land geti lært og leikið golf? Hreyfing og úti- vera eru óumdeildir kostir. Á níu holum eru gengnir fjórir til fimm kílómetrar um holt og hæðir og oftast í góðum félagsskap. Golf er einstaklingsíþrótt þannig að hver og einn iðkandi leikur á eigin forsendum sem hentar mörgum betur en hópíþróttir. Það er því til mikils að vinna að efla golfí- þróttina á landsbyggðinni. Dalvík er dæmi um bæ sem hefur lagt mikinn metnað í barna- og unglingastarf og þar kennir Heiðar Davíð Bragason krökkunum golf árið um kring með frábærum árangri. Ég vil hvetja bæjaryfirvöld á Blöndu- ósi, Skagaströnd og annars staðar að íhuga hvernig stutt er við bakið á ungum kylfingum. Er regluleg og góð kennsla? Er auðvelt fyrir krakkana að komast á golf- völlinn? Er góð æfingaaðstaða yfir veturinn? Íþróttaiðkun barna og unglinga er gott vega- nesti út í lífið og þar er golfið fremst í flokki. Kær kveðja Hulda Birna Baldursdóttir PGA Trainee Golfkennaranemi Barna- og unglinga- starf á landsbyggðinni: Tíu ástæður af hverju börn ættu að leika golf Foreldrar ættu að hrífast af golfinu vegna þeirra gilda sem þar eru höfð í heiðri. Hér eru tíu ástæður sem vinur minn Páll Sveinsson formaður Barna og unglingaráðs GHG benti á í grein í fyrra: 1. Auðmýkt og virðing. Golfið fer fram á að iðkendur þess sýni hverjum öðrum virðingu, jafnt innan sem utan vallar. Auðmýkt fyrir náttúrunni, virðingu fyrir þér og öðrum með heiðarleika og kurteisi að leiðarljósi. 2. Stundvísi. Á hverjum degi leika hundruð iðkenda golfvelli landsins. Til þess að slíkt geti farið fram með eðlilegum hætti og án árekstra er farið fram á rástímaskráningu. Ef tímar skráningarinnar eru ekki virtir missir þú af þínum hring. Sama gildir um mót, ef þú mætir ekki á réttum tíma tekur þú ekki þátt. 3. Heiðarleiki. Börn læra heiðarleika af golfi, svindl líðst ekki og þátttakendur læra að taka ábyrgð á sinni hegðun og framkomu á golfvellinum. 4. Öryggi. Golfkylfur og boltar geta verið hættuleg tæki ef þeim er ekki rétt beitt. Lögð er áhersla á að iðkendur séu meðvitaðir um það og að þeir hugi að öryggi og gæti þess hið fyllsta við sína golfiðkun. Þetta læra iðkendur og heimfæra á aðra þætti lífsins. 5. Þögn. Golfíþróttin krefst mikillar einbeitingar. Svo slík einbeiting náist er nauðsynlegt að iðkendur fái næði til að einbeita sér á meðan golfhögg er slegið. Þá læra börn að sýna hverju öðru virðingu og tillitssemi. 6. Ímyndunarafl. Kylfingar læra að virkja ímyndunaraflið hvort sem það er daginn fyrir mót, í leik eða við æfingar. Fyrir hvert högg þarf að sjá hvaða afleiðingar val á verkfæri (kylfu) og hvernig það er framkvæmt hefur á útkomuna. 7. Vandamálalausnir. Tré, vindur, rigning, sandglompur og skurðir eru hluti af golfleiknum. Barn sem lærir að takast á við vandamál í leik er líklegra til að geta brugðist við vanda- málum sem koma upp í hinu daglega lífi. 8. Einbeiting. Eins og áður hefur komið fram krefst golfið einbeitingar. Þrátt fyrir mikla ein- beitingu er eðli golfíþróttarinnar þannig að auðvelt er að gera mistök. Golfið kennir sínum þátttakendum að mistök eru hluti af leiknum og þeim ber að taka af auðmýkt en ekki láta þau brjóta sig niður. 9. Æfing, þrautseigja og hlustun. Afar sjaldgæft er að árangur náist í golfi strax í upphafi. Til þess að ná árangri verða iðkendur að æfa mikið og halda æfingum stöðugum og til streitu ásamt því að vera opnir fyrir tilsögn. Börn sem tileinka sér þetta eru reiðubúin í áskoranir hins daglega lífs. 10. Tignarleiki. Í golfinu læra börn virðingu fyrir fullorðnum og hverju öðru. Í lok hvers golfhrings takast þátttakendur í hendur, barn (iðkandi) hlær ekki að óförum keppinautar né sýnir honum vanvirðingu á annan hátt. Sjónlag augnlæknastöð var stofnuð árið 2001 og er í fararbroddi hér á landi hvað varðar tæknibúnað og þjónustu við sjúklinga. Við erum með nýjustu tækin og bjóðum ein fyrirtækja á Íslandi upp á hníflausar laseraðgerðir. Hringdu í síma 577 1001 og pantaðu tíma í forskoðun og kannaðu þína möguleika. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu okkar www.sjonlag.is Glæsibær . Álfheimar 74 . 104 Reykjavík . Sími 577 1001 . www.sjonlag.is Sérstakt tilboð til golfara Sjónlag býður golfurum 40.000 kr. afslátt af hníflausum (Femto-LASIK) augnlaseraðgerðum í sumar. Við erum með nýjustu tæknina og nýjustu tækin. Sjónlag er eina fyrirtækið á landinu sem býður upp á sjónlagsaðgerðir sem eru algjörlega hníflausar. Hníflausar aðgerðir þýða m.a. skjótari bata og meiri gæði en með þeim aðferðum sem beitt hefur verið hér á landi hingað til. Hefur þú skoðað hvort augnlaseraðgerð gæti hentað þér og losað þig við gleraugun í daglega lífinu s.s. golfinu? 40.000 kr. afsláttartilboð! Gildir til 31. ágúst 2014 Við bjóðum;  Nýju tækin  Nýjustu tækni  Mikla reynslu  Gott verð  Frábæra þjónustu Fullt verð 350.000 kr. Tilboðsverð 310.000 kr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.