Golf á Íslandi - 01.07.2014, Page 82
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
82
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
4
7
9
2
Alvöru íslenskt golfhótel
Icelandair hótel Hamar
REYKJAVÍK NATURA REYKJAVÍK MARINA Í KEFLAVÍK FLÚÐIR KLAUSTUR HÉRAÐ AKUREYRI HAMAR
Icelandair hótel Hamar, Borganesi
Nánari upplýsingar og bókanir: icelandairhotels.is eða í síma 433 6600
Hamarsvöllur er skemmtilegur 18 holu golfvöllur staðsettur í gullfallegu umhverfi á söguslóðum í Borgarnesi. Icelandair hótel
Hamar er glæsilegt hótel þar sem gestir njóta einstakrar kyrrðar og snæða ljúfmeti sem framreitt er úr hráefni úr héraði. Af
hótelinu er gengið beint út á golfvöllinn. Staðsetningin, aðstaðan og frábær tilboð á golfi og gistingu gera Icelandair hótel
Hamar að draumaáfangastað golfarans, hvort sem um ræðir golfhelgi með ástinni eða heimsóknir stærri hópa.
Verið velkomin á Icelandair hótel Hamar.
Hversu mikilvægt er
STUTTA
SPILIÐ?
SIGURPÁLL
SVEINSSON
PGA golfkennari
Íþróttastjóri GKj
Nú er sumarið komið vel á veg og kylfingar sjást á golf-
vellinum daglega að spila þennan skemmtilega leik.
Golfvellir landsins eru vel bókaðir og eru kylfingar að
spila vellina frá morgni til kvölds. Það eru hins vegar of
fáir kylfingar sem gefa sér tíma til að hita upp eða æfa
aðeins áður en spilað er. Upphitun er mjög mikilvæg
til þess að líkaminn sé tilbúinn þegar á fyrsta teig er
komið og einnig til að forðast meiðsli.
Mig langar að koma aðeins inn á hvaða hluta leiksins
ætti að æfa mest. Mín reynsla er sú að flestir sem æfa
slá 2-3 körfur á æfingasvæðinu, taka svo 5-10 pútt kalla
það svo góða æfingu. Skoðum hvernig höggin skiptast
niður á góðan golfhring hjá manni með 5 í forgjöf.
Gefum okkur að hann spili á 77 höggum eða 5 höggum
yfir pari. Hvernig skyldu höggin hans skiptast niður í
upphafshögg, brautartré, járnahögg og svo högg innan
við 100 metra, þ.e.a.s. wedge högg, pitch, vipp og pútt.