Golf á Íslandi - 01.07.2014, Síða 88

Golf á Íslandi - 01.07.2014, Síða 88
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 88 Hver svo sem ástæðan er fyrir ógildu skorkorti, blótaðu ekki ritaranum fyrir mistökin. Ábyrgðin hvílir á þér sem leikmanni að skorkortið sé rétt útfyllt og að skorið sé rétt. Og mundu að eftir að skorkortinu hefur verið skilað er of seint að leiðrétta það. Ef eitt- hvað er athugavert við skorkortið á mótsstjórn engan kost annan en að veita leikmann- inum frávísun úr keppninni. Á þessu er að vísu sú undantekning að ef skorið á skor- kortinu er hærra en rétt er fær leikmaðurinn ekki frávísun en hærra skorið gildir. Í raun eru skyldur leikmannsins ekki margar. Hann þarf að tryggja að skor hverrar holu sé rétt skráð og að skorkortið innihaldi undirskrift hans og ritararans. Ekki er t.d. nauðsynlegt að leggja skorið saman. Ef það er gert og samlagningin er röng skiptir það ekki máli, skor hverrar holu er það sem gildir. Á meðan á leik stendur er best að skrifa skor þess sem þú ritar eftir hverja holu. Á flestum skorkortum er sérstök afrifa þar sem þú getur skrifað þitt skor. Notaðu hana og skrifaðu þitt skor, holu fyrir holu. Við getum einfaldað ritara okkar að rækja sitt hlutverk með því að temja okkur að segja upphátt skor okkar um leið og við tökum boltann úr holunni. Það minnir ritarann á að skrá skorið og hægt er að útkljá málin strax ef ritarinn telur að höggafjöldinn hafi verið annar. Ágætt er að venja sig á að segja högga- fjöldann, en ekki „par“, „bogey“ eða þess háttar. Alltaf er hætta á að ritarinn ruglist á pari holunnar og því er öruggara að segja höggafjöldann sjálfan. Eftir að leik er lokið eiga leikmenn að ganga strax frá skorkortunum. Ef sérstök aðstaða hefur verið sett upp fyrir skil á skorkortum eiga leikmenn að fara þangað rakleitt af síðustu flöt. Ef slík aðstaða er ekki fyrir hendi er best að fara strax inn í golfskála og setjast þar niður til að ganga frá skorinu. Regla 6-6b segir að skila eigi skorkortinu „eins fljótt og unnt er“. Verði óeðlileg töf á skilum eiga leik- menn á hættu að fá frávísun úr keppninni. Best er að standa þannig að málum við yfirferð skorkortanna: 1. Taktu afrifuna með þínu skori af skor- kortinu sem þú skrifaðir. 2. Skrifaðu undir skorkortið og afhentu það leikmanninum. 3. Biddu ritara þinn um að undirrita þitt kort og fáðu það hjá honum. 4. Leggðu afrifuna þína við skorið sem ritarinn skrifaði og berðu tölurnar saman, holu fyrir holu. 5. Vertu sérstaklega vakandi fyrir því að skor vanti ekki á 18. holuna. Yfirleitt skrá menn skorið á næsta teig og því er það algeng ástæða fyrir ógildu skorkorti að skor vantar á síðustu holuna. 6. Ef einhver frávik eru, farðu yfir þau með ritaranum og leiðréttu skorkortið ef með þarf. 7. Passaðu að tölurnar séu læsilegar fyrir þann sem tekur við skorkortinu. 8. Renndu aftur yfir skorkortið og tryggðu að það innihaldi bæði þína undirskrift og undirskrift ritarans. 9. Afhentu skorkortið strax til móts- stjórnar. Að lokum er rétt að minna á að hafirðu leikið tveimur boltum á einhverri holu vegna þess að þú varst í vafa um golfreglurnar (sbr. reglur 3-3 og 20-7) verður að tilkynna það dómara eða mótsstjórn áður en skorkortinu er skilað. Sé það ekki gert kostar það frávísun úr mótinu, jafnvel þótt þú hafir leikið báðum boltunum á sama höggafjölda. Hörður Geirsson DÓMARAPISTILL Hörður Geirsson, alþjóðadómari skrifar SKORKORTIÐ ER ALGENG ÁSTÆÐA FRÁVÍSANA Hefur þú fengið frávísun úr golfmóti vegna mistaka við frágang á skorkortinu? Sorglega margir þurfa að svara þessari spurningu játandi. Fáir lenda þó í þessu oftar en einu sinni því flestir læra að vanda sig við frágang skorkortsins eftir að hafa fengið þau leiðinlegu skilaboð að skorkortið hafi verið ógilt. Þú missir ekki af neinu í sumarhúsinu eða á ferðalögum innanlands með ferðanetbúnaði og 4G Netáskrift Vodafone. Kíktu við í næstu verslun okkar og græjaðu þig upp fyrir sumarið. Undirbúðu ferðalagið Vodafone Góð samskipti bæta lífið 12.990 kr. Gegn 6 mán. 4G Netáskrift, stærri en 1 GB eða 19.990 kr. stgr. 4G Ferðanetbeinir (MIFI) Gegn 6 mán. 4G Netáskrift, stærri en 1 GB eða 13.990 kr. stgr. 7.990 kr. 4G Nettengill 4G Netáskrift er fyrir þá sem vilja tengjast netinu á auðveldan hátt í sumarhúsinu, bílnum og á ferðalögum innanlands. 1.190 kr. 2.190 kr. 3.990 kr. 5.190 kr. 6.490 kr. 1 GB Áskrift Áskrift & netfrelsi Áskrift & netfrelsi Áskrift Áskrift 5 GB 15 GB 50 GB 100 GB 20.990 kr. Gegn 6 mán. 4G Netáskrift, stærri en 1 GB eða 34.990 kr. stgr. 4G Netbeinir H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Á ferðinni Í sumarhúsinu Í útilegunni stærst í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.