Golf á Íslandi - 01.07.2014, Page 100
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
100
Kylfingar í Reykjavík voru snemma með
ýmsar reglur „á hreinu“ og þeir birtu í
Kylfingi strax árið 1935 reglur fyrir kylfu-
sveina. Voru þær all ítarlegar svo ekki sé
meira sagt, alls 29 talsins og því ekki pláss
hér til þess að fara yfir þær allar, en þó
hægt að líta á sumar þeirra.
1. Kylfusveinar mega ekki vera á golfvellinum
fyrir kl. 8 árdegis.
3. Ef kylfusveinn skilur eftir bréfsnepla,
matarleifar eða annað á vellinum, skrifar eða
teiknar á húsið eða skemmir nokkuð sem er
í húsinu eða á vellinum verður honum sagt
upp starfinu.
6. Ef kylfingur biður þig um að koma með
sér ber þér að svara „Ég skal spyrja húsvörð
hvort ég megi fara“ og fara síðan strax og fá
leyfi hans.
7. Þú mátt ekki blóta eða viðhafa ljótt orð-
bragð á vellinum eða í húsinu.
8. Þér ber að hreinsa bolta eftir hverja umferð
ef kylfingur óskar þess og þú þarft ekki að fara
strax aftur með öðrum kylfingi.
15. Ef þú ert að leita að bolta þíns kylfings og
finnur annan bolta þá á hann boltann og þér
ber að fá honum hann strax. Ef hann vill ekki
eiga boltann mátt þú eiga hann sjálfur.
16. Kylfusveinar mega ekki selja félags-
mönnum bolta.
18. Vertu alltaf á undan kylfingi þínum, þú
mátt aldrei drattast á eftir. Vertu kominn að
boltanum á undan kylfingnum og bíddu þar.
Þú átt að finna boltann og hafa hann vísan,
svo eigandinn þurfi ekki að eyða tíma í að
leita að honum.
Þetta voru nokkur sýnishorn úr reglum
þeim sem kylfusveinum bar að starfa eftir
hjá Golfklúbbi Íslands á fyrstu árum golf-
sins hér á landi, og ekki er hægt að segja
annað en að menn hafi verið formfastir
á þessum árum og viljað hafa „skikk“ á
hlutunum.
GLUGGAÐ Í GAMALT:
ÉG SKAL SPYRJA HÚSVÖRÐ
HVORT ÉG MEGI FARA
- úr „reglum fyrir kylfusveina“ hjá Golfklúbbi Íslands árið 1935
Hér fór Gunnar holu í höggi árið 2004. Eitt fullkomið högg.
En það var ekkert vitni. Í 6 ár með upptökuvél og þolinmæðina
að vopni hefur Gunnar mætt reglulega á völlinn.
Nú vantar bara annað fullkomið högg.
ÞOLINMÆÐI
BRUGGMEISTARA OKKAR SKILAR SÉR TIL ÞÍN.
2.25%
A L C . V O L .. .
W O R L D ’ S B E S T S T A N D A R D L A G E R
O K K A R B J Ó R