Golf á Íslandi - 01.07.2014, Blaðsíða 112
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
112
Ríkharður Hrafnkelsson formaður vallar-
nefndar Vestmanneyjavallar segir að
framkvæmdin hafi heppnast vel. Sigurjón
Pálsson stjórnarmaður í GV sá um útlits-
hönnun og stýrði framkvæmdum í samráði
við vallarstjórann Guðgeir Jónsson og hans
starfsmenn. Bjarni Hannesson vallarstjóri
GK var að sögn Ríkharðs ómetanlegur í
allri ráðgjöf frá upphafi til enda, varðandi
alla efnisnotkun og vökvunarkerfi.
„Í apríl á þessu ári var gömlu flötinni mokað
í burtu og nýtt efni sett í staðinn alveg frá
grunni. Það var sáð í flötina þann 27. maí og
þökulagninu á öllu svæðinu í kringum flötina
lauk um miðjan júní. Eftir sáninguna var
sérstakur gróðurdúkur breiddur yfir, en hann
virkaði eins og gróðurhús, og hélt bæði raka
og hita undir sér.
Einnig var sett sjálfvirkt úðunarkerfi í
kringum flötina sem skiptir afar miklu máli
til að sáningin heppnist, auk þess að spara
mikla vinnu,“ segir Ríkharður en sáningin
heppnaðist vel. Eftir enduruppbyggingu
flatarinnar á að vera miklu auðveldara að
skola flötina eftir mikinn sjógang og skola þar
með seltuna niður í gegnum flötina.
Ekki er gert ráð fyrir að leikið verði inn á 15.
flötina fyrr en næsta sumar en eflaust verður
prófað að leika inn á flötina í haust þegar færi
gefst til.
Íslandsmót +35 fór fram í Vestmannaeyjum
í júlí og var nýja 15. flötin ekki notuð á því
móti. Í sumar er leikið inn á bráðabirgðaflöt á
15. braut sem er par 3 á meðan framkvæmdir
standa yfir.
- Auðveldara að skola saltinu
úr flötinni eftir mikinn sjógang
15. FLÖTIN
ENDURBYGGÐ
Í VESTMANNAEYJUM
Vestmannaeyjavöllur er með mörg sérkenni og er einstakur
golfvöllur. Eitt af helstu kennileitum vallarins hefur verið
15. flötin sem hefur í gegnum tíðina reynst mörgum erfið.
Síðastliðið haust var tekin ákvörðun um að endurbyggja
flötina þar sem gróðurlagið í flötinni var orðið svo saltbland-
að að snöggslegið flatargras lifði ekki lengur á flötinni.
15. flötin fyrir
breytingu.
Eyjamenn eru
spenntir að sjá
hvernig til tekst
með nýja flöt.
Gamla flötin séð
frá þrettándu
brautinni.
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
47
FlugFélag Íslands mælir með þvÍ að leika golf í sumar-
blíðunni. Með því að nýta þér þjónustu okkar geturðu fjölgað góðu dögunum.
Við mælum með því að taka hring á Jaðarsvelli á Akureyri, Tungudalsvelli á
Ísafirði, Ekkjufellsvelli á Egilsstöðum eða Grafarholtsvelli í Reykjavík.
Bókaðu núna á flugfelag.is eða hafðu samband í síma 570 3030
flugfelag.isBÆTTu fORgJÖfiNa MeÐ OKKuR
HOluR uM allT laND
is
le
n
sk
a
si
a.
is
F
lU
6
38
31
0
4/
13
paNTaÐu í Dag
eKKi á MORguN
á flugfelag.is
sláÐu Til
Tíaðu upp og
faRsíMavefuR: m.flugfelag.is viNguMsT: facebook.com/flugfelag.islands
L-staða
Hægri handleggur og kylfan
mynda aftur bókstafinn L undir
lok sveiflunnar. Brjóstkassinn
snýr að skotmarkinu.
Lokastaða
Eftir að höggið ríður af
hljóðna fuglarnir augnablik og
eftirvæntingin hangir í loftinu.
pútta
Í huga púttarans er jörðin flöt
en kúlan hnöttótt. Málið er
að láta kúluna snúast frekar
en að slá hana. Ýttu henni
í átt að holunni því hvernig
sem jarðkúlan snýst þá er það
tæknin sem gildir.
akureyri
Þeir sem hafa leikið golf á Jaðarsvelli
vita að þar er betra að slá styttra en
of langt. Júnínóttin á holu þrjú er rétti
staðurinn til að æfa sig í að hafa augun
á kúlunni. Þú gætir blindast um stund
af miðnætursólinni ef þú lítur upp.
upphafsstaða
Handleggir beinir og bakið.
Axlabil á milli fóta. Rassinn
út og hnén eilítið bogin líkt
og maður sitji á barstól.
egiLsstaðir
Skömmu eftir að þú lendir á
Egilsstöðum gæti kúlan þín lent á
mishæðóttum brautum Ekkjufells-
vallar. Ef þú þarft að slá kúlu sem
er aðeins upp í móti þá er þjóðráð
að auka bilið milli fótanna þar til
æskilegri stöðu er náð.
pútta
Hafðu minna bil á milli
fótanna þegar þú púttar.
Augun á boltanum. Nánar
tiltekið, hafðu vinstra
augað beint yfir kúlunni.
L-staða
Vinstri handleggur og kylfa eiga
að mynda bókstafinn L áður en
höggið ríður af. Taktu flugið,
taktu þér stöðu og njóttu þess
að leika golf um allt land.