Golf á Íslandi - 01.07.2014, Page 118
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
118
Ágúst, sem er úr Stykkishólmi, er mennt-
aður viðskiptafræðingur frá Háskólanum
á Akureyri og hann er einnig menntaður í
golfvallafræðum frá Elmwood College í Skot-
landi. Hann var yfirvallarstjóri hjá Golfklúbbi
Verkefnið er að lyfta
Jaðarsvelli og GA á hærra stig
- Ágúst Jensson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar er með skýr markmið.
Áttatíu ára afmæli á næsta ári og Íslandsmót verður haldið á Jaðri 2016
„Þetta er búið að vera virkilega skemmtilegt frá því að ég hóf störf
hérna á Akureyri þann 1. nóvember. Hér er góður andi, gott um-
hverfi og það eru allir að vinna saman að því að koma Golfklúbbi
Akureyrar og Jaðarsvelli á sama stall og þeir golfklúbbar sem við
viljum miða okkur við, Golfklúbb Reykjavíkur og Golfklúbb-
inn Keili,“ segir Ágúst Jensson sem er á sínu fyrsta starfsári sem
framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar.
Reykjavíkur áður en hann flutti sig um set
með fjölskylduna norður á Akureyri.
Miklar framkvæmdir og endurbætur hafa
átt sér stað á Jaðarsvelli á undanförnum tíu
árum og sjá heimamenn nú fyrir endann á
stærstu framkvæmdunum á vellinum sjálfum.
Lokamót Eimskipsmótaraðarinnar, Goða-
mótið, fer fram á Jaðarsvelli í ágúst og er
þetta í fyrsta sinn frá árinu 2003 sem mót á
Eimskipsmótaröðinni fer fram á Akureyri.
Stóru mótin aftur á Jaðar
Ágúst segir að markmiðið sé að stærstu mót
Golfsambands Íslands fari fram með reglu-
legu millibili á Jaðarsvelli – líkt og á árum
áður.
„Það er stórskemmtilegt að taka þátt í þessu.
Klúbburinn á sér langa sögu og fagnar 80 ára
afmæli sínu á næsta ári. Mitt verkefni er að
lyfta Jaðarsvelli og Golfklúbbi Akureyrar á
hærra stig – og það eru mikil tækifæri fyrir
okkur að gera enn betur. Það eru 680 félagar
í GA þessa stundina og það er fjölgun frá því
í fyrra, og eins og staðan er í dag þá verður
mikil aukning í félagafjöldanum í sumar.“
Miðnæturgolf er eitt af stóru áhersluatrið-
unum í markaðsstarfi GA og þar er Arctic
Open flaggskipið en mótið á sér langa sögu.
Arctic Open heppnaðist sérlega vel í ár að
sögn framkvæmdastjórans. „Við fengum 195
keppendur sem er með því mesta sem verið
hefur. Þar af um 25 erlenda kylfinga sem
Áttunda braut sem hér
sést og níunda detta út og
æfingasvæði byggt.