Golf á Íslandi - 01.07.2014, Blaðsíða 124
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
124
Tilbúinn í slaginn
Breytingarnar sem orðið hafa á lífi Matts Fitzpatricks undanfarið ár eru ótrúlegar. Spól-
um til baka, aftur til júní 2013; þá situr hann í skólastofu í Sheffield og er að klára prófin
sín – 12 mánuðum síðar stendur hann á teig með Phil Mickelson og Justin Rose, að hefja
leik í Opna bandaríska meistaramótinu. Það mót var það síðasta sem hann tók þátt í
sem áhugamaður. Fyrsta mót hans sem atvinnumaður var Opna írska meistaramótið
um miðjan síðasta mánuð.
Í millitíðinni hefur hann unnið sér inn
nokkra verðlaunapeninga – til dæmis Silfur-
medalíuna á Opna bandaríska. Fitzpatrick
varð þannig fyrsti breski áhugamaðurinn í
102 ár til að ná þeim árangri, komst í topp-
sæti heimslista áhugamanna og tók þátt í
Mastersmótinu, þar sem hann lék æfinga-
hringi með Rory McIlroy, Lee Westwood og
Ian Poulter. Hann spilaði síðan fyrstu tvo
hringi mótsins með ekki ómerkari kylfingum
en Adam Scott og Jason Dufner.
Gleymum svo ekki Walker Cup keppninni,
þar sem Fitzpatrick skilaði þremur stigum
af fjórum mögulegum, eða árangri hans á
RBC Heritage mótinu – 23. sæti – sem hefði
skilað honum 33.000 pundum í verðlaunafé,
hefði hann ekki enn verið áhugamaður. Það
kemur þess vegna ekki á óvart að Internatio-
nal Sports Management, fyrirtæki Andrews
(Chubby) Chandlers hafi tekið hann upp á
sína arma. Ekki slæmur árangur fyrir pilt
sem byrjaði fyrst fyrir tíu árum að taka golf
alvarlega.
Það hafa auðvitað komið upp erfiðleikar á
þessum tíma. Undirbúningur Fitzpatricks
fyrir Mastersmótið raskaðist þegar í ljós kom
að kylfusveinn hans, Lorne Matthews, gat
ekki verið með honum á mótinu og hann
þurfti að finna nýjan kylfusvein nokkrum
dögum áður. Ákvörðun Fitzpatricks um að
hætta námi í Northwestern háskólanum
í Chicago eftir aðeins eina önn vakti líka
athygli og spurningar.
Blaðamaður TG hitti Fitzpatrick, þessa
björtustu von Breta, á heimavelli hans, Hal-
lamshire, og ræddi við hann um ferilinn
hingað til, og ekki síður um framtíðina...
Fyrir ári var Matt Fitzpatrick
venjulegur 19 ára skólapiltur
í Sheffield í Englandi – núna
er hann einn af heitustu ný-
græðingunum í golfheim-
inum. Breytingin er ótrúleg,
en hann virðist vera tilbú-
inn í slaginn.
Einn af heitustu nýgræðingunum í golfheimi atvinnumanna. Matt Fitzpatrick. 19 ára
piltur í Sheffield í England sat á skólabekk fyrir ári síðan: