Golf á Íslandi - 01.07.2014, Side 130
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
130
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
97
Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is
Póstdreifing býður upp á fjölbreytta og örugga dreifingu á blöðum og
tímaritum. Við komum sendingunni í réttar hendur. Örugglega til þín.
GSÍ treystir okkur fyrir öruggri dreifingu á Golf á Íslandi
Við færum þér lægri forgjöf
B
ra
nd
en
bu
rg
Segðu okkur frá venjulegum degi á æfinga-
svæðinu.
Ég er kominn í klúbbhúsið um níuleytið
á morgnana og reyni að hafa æfingarnar
fjölbreyttar. Á miðvikudögum til dæmis, þá
æfi ég glompuhögg í svona tvo tíma, pútta í
klukkutíma, slæ löng högg í tvo tíma og lýk
svo deginum aftur úti á æfingaflöt.
Hefur þú alltaf stefnt að því að verða at-
vinnumaður.
Nei, alls ekki. Pabbi kom mér af stað út á
golfvöll og síðan í kennslu hérna, en mér
hefur reyndar alltaf fundist ég vera á eftir
jafnöldrum mínum og þurft að leggja sérlega
hart að mér til að ná þeim. Ég hef alltaf reynt
að setja mér ákveðið markmið – verða bestur
hér í klúbbnum, spila fyrir Sheffield og verða
bestur þar, síðan bestur í Yorkshire og svo í
Englandi. Þegar ég komst á topp heimslistans
fyrir áhugamenn, þá var kominn tími til að
horfa á atvinnumennina og segja; ´nú vil ég
verða eins góður og þið´.
Þú ert heimakær Yorkshirebúi, en hefur
dvalið nokkuð í Bandaríkjunum. Gætir þú
hugsað þér að búa þar í framtíðinni?
Já, mér finnst fínt að vera í Bandaríkjunum.
Við höfum oft farið í sumarleyfi þangað
og mér hefur alltaf líkað vel. Golfferðirnar
þangað hafa líka verið ánægjulegar, þannig
að til langs tíma litið, þá held ég að ég hefði
ekkert á móti því að spila á PGA móta-
röðinni. En núna er forgangsatriði að fá
keppnisrétt á evrópsku mótaröðinni.
Hvernig hefur þú náð að hvíla þig á golfinu
síðasta árið?
Ég fer bara í bíó, hitti vini mína, spila
golf með þeim og eyði tíma með Amy,
kærustunni minni. Ég er ekkert sérstaklega
fyrir drykkju eða partístand. Ég er líka mikill
aðdáandi Sheffield United og hefði gaman
af því að komast á fleiri leiki næsta vetur. En
takist það ekki, þá ætla ég ekki að kvarta,
því það þýðir að ég verð upptekinn á móta-
röðinni.
Þú ert væntanlega orðinn mun þekktari
núna, eftir velgengnina síðasta ár?
Já, og þetta er svolítið skrýtið. Við vorum
um daginn í Alton Towers (skemmtigarður
í Stafforshire), og þegar við vorum í biðröð
voru nokkrir strákar að horfa á mig. Síðan
drógu þeir upp símana sína og ég heyrði þá
segja: ´já, þetta er hann!´ Þeir voru greinilega
að tékka á mér á Google. Seinna um daginn
fékk ég skilaboð á Instagram; „við sáum þig
í Alton Towers – frábært að hitta þig!“ Þetta
er frekar nýtt fyrir mér og fjölskyldunni og
okkur finnst þetta svolítið fáránlegt. Annars
eru allir mjög almennilegir, en ég þarf bara
að venjast þessu aðeins.
Chubby Chandler: Matt hefur tekist
vel á við þessa velgengni. Hann er með
hæfileikana og skapgerðina til að ná
eins langt og hann vill. Okkur finnst
frábært að geta hjálpað honum að gera
það.
Adam Scott (mynd): Augusta
völlurinn var mjög erfiður, en Matt
virtist líða vel. Hann á bjarta framtíð
fyrir sér.
Rory McIlroy: Ég var mjög hrifinn af
þessum kylfing. Leikur hans er stöð-
ugur og stutta spilið mjög gott.
Justin Rose: Hann er góður drengur
og frábær kylfingur. Mér fannst mikið
til stutta spilsins koma hjá honum.
Dan Walker, meðlimur í Hallamshire
og sjónvarpsmaður hjá BBC: Sérstaða
Matts er viljinn til að æfa mikið – og
svo er hann líka vænn piltur.
Bob Hill, framkvæmdastjóri Hal-
lamshire: Foreldrum hans er sómi að
þessum dreng. Hann er frábær fulltrúi
klúbbsins og er með báða fætur á
jörðinni.
Þeirra orð: