Golf á Íslandi - 01.07.2014, Side 138
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
138
Ég byrjaði ekki í golfi fyrr en ég var
kominn á þrítugsaldurinn – en þá féll ég
líka algjörlega fyrir þessari íþrótt. Ögrunin
var ómótstæðileg, félagsskapurinn, og svo
auðvitað að spila á mismunandi völlum.
Nokkrum árum síðar sá ég listann yfir 100
bestu vellina í Bandaríkjunum, og þá fékk
ég uppljómun og ákvað að ég myndi spila
á hverjum og einum. Á þeim tíma þurfti ég
að ferðast mikið starfs míns vegna; á hverju
ári kom ég að meðaltali tvisvar til allra
helstu borga Bandaríkjanna. Ég tók golf-
settið með í hverja einustu ferð og bað svo
samstarfsmenn mína í viðkomandi borg að
skipuleggja „fund með viðskiptavinum“ á
besta vellinum á svæðinu. Þessi völlur var
nánast alltaf einn af þeim 100 bestu, þannig
að ég var hægt og bítandi að tæma listann.
18 árum síðar, 1984, var ég búinn að spila á
þeim öllum.
Flestir hefðu kannski látið þetta nægja. Ekki
ég. Mitt næsta verkefni að var að spila á 100
bestu völlum heims, sem þýddi ferðir til
Asíu, Eyjaálfu, meginlands Evrópu, Suður-
Afríku og Bretlands að sjálfsögðu.
Ég varð fyrsti kylfingurinn í heimi til að
klára þennan lista, árið 1988. Þetta hefði nú
nægt flestum – en ekki mér. Ég ákvað að
bæta í áskorunina og ákvað að reyna að spila
100 bestu velli heims á 100 dögum.
Gallinn við þetta plan var að fá 100 frí-
daga í röð – sem var hreint ekki mögulegt.
Ég leysti það með því að stofna mitt eigið
fyrirtæki árið 1992. Fimm árum síðar, 1997,
var ég tilbúinn. 27. apríl það ár byrjaði 100
daga ferð um hnöttinn. Colonial var fyrsti
völlurinn sem ég spilaði á, og sá hundraðasti
var Merion (austurvöllurinn). Í millitíðinni
flaug ég meira en 80.000 kílómetra, heimsótti
15 lönd og eyddi næstum 4 milljónum.
Fólk spyr mig alltaf um forgjöfina, hvaða völl
var erfiðast að komast á, og hver var uppá-
halds. Ég er með 12 í forgjöf, það var erfiðast
(lang erfiðast) að komast á Augusta National
(sem betur fer var ég með góð sambönd)
og uppáhaldsvellirnir eru: Pebble Beach,
Pine Valley, Augusta National, Turnberry og
Muirfield.
Skemmtilegasta augnablikið var á Turnberry.
Ég byrjaði að spila þar um kvöldmatarleytið
og var nánast einn á vellinum fram eftir
kvöldi. Þegar ég gekk upp 18. brautina heyrði
ég í sekkjapípuleikara fyrir utan hótelið mitt
– það var ógleymanleg stund.
Bob McCoy flaug yfir 80.000 kílómetra og eyddi næstum fjórum milljónum króna í ferðalagið.
Topp fimm:
■■ Pebble Beach. Sumar holurnar við
sjóinn eru stórfenglegar.
■■ Pine Valley. Á heildina litið besta
upplifun golfarans.
■■ Augusta National. Völlur sem
allir kylfingar geta notið. Völlurinn
getur fyrirgefið háforgjafarmönnum;
þeir sleppa oft og tíðum með skolla.
■■ Turnberry (Ailsa). Besti strand-
völlurinn í Bretlandi og Írlandi vegna
staðsetningarinnar og vegna þess
hversu holurnar eru fjölbreyttar.
■■ Muirfield. Strandvöllur í náttúru-
legu umhverfi. Erfiður, en ekki um of.
Bob á uppáhaldsvellinum sínum:
Pebble Beach.
ÉG SPILAÐI
Á HUNDRAÐ
BESTU
VÖLLUM
HEIMS
– Á 100 DÖGUM!