Golf á Íslandi - 01.07.2014, Side 138

Golf á Íslandi - 01.07.2014, Side 138
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 138 Ég byrjaði ekki í golfi fyrr en ég var kominn á þrítugsaldurinn – en þá féll ég líka algjörlega fyrir þessari íþrótt. Ögrunin var ómótstæðileg, félagsskapurinn, og svo auðvitað að spila á mismunandi völlum. Nokkrum árum síðar sá ég listann yfir 100 bestu vellina í Bandaríkjunum, og þá fékk ég uppljómun og ákvað að ég myndi spila á hverjum og einum. Á þeim tíma þurfti ég að ferðast mikið starfs míns vegna; á hverju ári kom ég að meðaltali tvisvar til allra helstu borga Bandaríkjanna. Ég tók golf- settið með í hverja einustu ferð og bað svo samstarfsmenn mína í viðkomandi borg að skipuleggja „fund með viðskiptavinum“ á besta vellinum á svæðinu. Þessi völlur var nánast alltaf einn af þeim 100 bestu, þannig að ég var hægt og bítandi að tæma listann. 18 árum síðar, 1984, var ég búinn að spila á þeim öllum. Flestir hefðu kannski látið þetta nægja. Ekki ég. Mitt næsta verkefni að var að spila á 100 bestu völlum heims, sem þýddi ferðir til Asíu, Eyjaálfu, meginlands Evrópu, Suður- Afríku og Bretlands að sjálfsögðu. Ég varð fyrsti kylfingurinn í heimi til að klára þennan lista, árið 1988. Þetta hefði nú nægt flestum – en ekki mér. Ég ákvað að bæta í áskorunina og ákvað að reyna að spila 100 bestu velli heims á 100 dögum. Gallinn við þetta plan var að fá 100 frí- daga í röð – sem var hreint ekki mögulegt. Ég leysti það með því að stofna mitt eigið fyrirtæki árið 1992. Fimm árum síðar, 1997, var ég tilbúinn. 27. apríl það ár byrjaði 100 daga ferð um hnöttinn. Colonial var fyrsti völlurinn sem ég spilaði á, og sá hundraðasti var Merion (austurvöllurinn). Í millitíðinni flaug ég meira en 80.000 kílómetra, heimsótti 15 lönd og eyddi næstum 4 milljónum. Fólk spyr mig alltaf um forgjöfina, hvaða völl var erfiðast að komast á, og hver var uppá- halds. Ég er með 12 í forgjöf, það var erfiðast (lang erfiðast) að komast á Augusta National (sem betur fer var ég með góð sambönd) og uppáhaldsvellirnir eru: Pebble Beach, Pine Valley, Augusta National, Turnberry og Muirfield. Skemmtilegasta augnablikið var á Turnberry. Ég byrjaði að spila þar um kvöldmatarleytið og var nánast einn á vellinum fram eftir kvöldi. Þegar ég gekk upp 18. brautina heyrði ég í sekkjapípuleikara fyrir utan hótelið mitt – það var ógleymanleg stund. Bob McCoy flaug yfir 80.000 kílómetra og eyddi næstum fjórum milljónum króna í ferðalagið. Topp fimm: ■■ Pebble Beach. Sumar holurnar við sjóinn eru stórfenglegar. ■■ Pine Valley. Á heildina litið besta upplifun golfarans. ■■ Augusta National. Völlur sem allir kylfingar geta notið. Völlurinn getur fyrirgefið háforgjafarmönnum; þeir sleppa oft og tíðum með skolla. ■■ Turnberry (Ailsa). Besti strand- völlurinn í Bretlandi og Írlandi vegna staðsetningarinnar og vegna þess hversu holurnar eru fjölbreyttar. ■■ Muirfield. Strandvöllur í náttúru- legu umhverfi. Erfiður, en ekki um of. Bob á uppáhaldsvellinum sínum: Pebble Beach. ÉG SPILAÐI Á HUNDRAÐ BESTU VÖLLUM HEIMS – Á 100 DÖGUM!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.