Golf á Íslandi - 01.07.2014, Page 140

Golf á Íslandi - 01.07.2014, Page 140
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 140 Við vorum báðir að vinna sem lögmenn – og okkur leiddist báðum frekar mikið. Eitt kvöldið vorum við að tala um hvernig við gætum fundið gleðina í lífinu aftur og þá kviknaði hugmyndin að „Pure Golf 2010.“ Reglurnar voru einfaldar: við þurftum að ferðast um heiminn í eitt ár og spila á nýjum velli á hverjum degi. Við áttum auðvitað ekki fyrir svona ævintýri, og vinir okkar gáfu lítið fyrir hugmyndina. En eftir að við eyddum næstu vikum í að senda fyrirspurnir til golfklúbba um allan heim og tala við félaga okkar og fjölskyldu- meðlimi, þá fórum við að sjá að þetta væri gerlegt. Fjöldi klúbba var til í að bjóða okkur að spila frítt, og fólk um víða veröld var til í að leyfa okkur að gista. Draumurinn var að verða að raunveruleika. Við byrjuðum á Nýja Sjálandi og fórum síðan til Ástralíu, þar sem við spiluðum í nokkra mánuði. Síðan flugum við til San Francisco, keyrðum þvert yfir Bandaríkin, flugum til Skotlands, fórum um Bretland og Evrópu, þaðan til Dubai, svo til Ástr- alíu og aftur til Nýja Sjálands, þar sem við ferðuðumst um í mánuð. Hvorugur okkar átti bíl, þannig að við fengum lánaða druslu hjá félaga okkar sem hann hafði keypt sjö árum áður fyrir lítinn pening. Erfiðasti leggurinn var frá Dubai til Ástralíu. Við slógum af fyrsta teig í Dubai rétt eftir miðnætti og spiluðum við flóðljós. Síðan náðum við fluginu til Perth í Ástralíu klukkan sex um morguninn; komum þangað fjögur að morgni og fórum beint í áhuga/ atvinnumannamót á Royal Perth. Mesta stressið var hins vegar 6. júní. Þann dag var þrumuveður í kringum Sea Island í Georgíu í Bandaríkjunum. Veður- spáin gerði ráð fyrir að þrumurnar stæðu allan daginn, þannig að við héldum áfram á næsta völl til að forðast það. Við vorum um það bil að komast þangað á réttum tíma, þegar bílaleigubíllinn okkar bilaði. Við fengum dráttarbíl til að koma okkur og bílnum til Hilton Head, og beinlínis hlupum um bæinn að leita að golfvelli. Þegar við fundum einn slíkan, þá klifruðum við yfir girðinguna, földum pokana okkar í runnum, tókum þrjár kylfur og tvo bolta og skokkðum svo 18 holu hring. Golfið var ekki gott – og við vorum í leyfisleysi – en við héldum skipulaginu gangandi. Við myndum alveg vilja gera þetta aftur – en með rýmri fjárráð í það skiptið, (það er ekki skemmtilegt að sofa í bílum) og færri kylfur. Við lögðum auðvitað af stað með 14 kylfur í pokanum – næst förum við með léttan poka og aðeins nokkrar kylfur. ÓBILANDI ÁHUGI Það besta og versta við ferðina:  Uppáhalds golfvellir: „Á topp fimm listanum voru Old Course (St. Andrews), Royal Melbourne, Cypress Point, Pine Valley og North Berwick.“  Erfiðasti völlurinn: „Ocean völlurinn á Kiawah Island er fáránlega erfiður. Við vorum báðir að spila vel og enduðum á yfir 90 höggum.“  Besti dagurinn: „Þegar við vorum búnir að spila á Augusta Country Club, þá spurði einn meðlimurinn hvort við vildum kíkja yfir á Augusta National. Við máttum ekki spila, en fengum þó að labba völlinn og skoða klúbb- húsið.“  Versta veðrið: „Við vorum tvær vikur á Írlandi og það rigndi stanslaust allan tímann.“ VIÐ SPILUÐUM GOLF Í HEILT ÁR – HVERN DAG Á NÝJUM VELLI! Michael Goldstein og Jamie Patton fengu bilaða hugmynd – og gerðu hana að veruleika Michael og Jamie njóta útsýnisins á Waterville vellinum á vesturströnd Ír- lands. Meira að segja á Cypress Point var félögunum boðið að spila. Hannað til að vernda þig BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is | Opið: mán. til fim. kl. 8 - 18, fös. kl. 8 - 16:30 Skoðaðu verð hjólbarða og þjónustu [ www.bjb.is ] Veldu gæðaþjónustu BJB. Önnur þjónusta Dekk Púst Smurning Bremsur Fjöðrun Rafgeymar Vredestein eru hollenskur hjólbarðaframleiðandi sem sérhæfir sig í dekkjum undir stóra sem smáa fólksbíla, jepplinga og sportjeppa. Vrederstein er í gæða- flokki með Bridgestone, Pirelli og Michellin. Dekkin eru framleidd í Hollandi og leggur Vredestein allt sitt kapp á að bjóða vöru sem stenst ströngustu kröfur um öryggi, rásfestu, grip og þægindi. Vertu í hópi þeirra öruggu á gæðadekkjum. Hjá BJB færðu réttu dekkin - kíktu við.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.