Golf á Íslandi - 01.05.2015, Qupperneq 12
Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur látið mikið að sér kveða í bandaríska
háskólagolfinu á þessu ári. GR-ingurinn leikur fyrir ETSU háskólaliðið en
hann er á þriðja ári af alls fjórum í námi sínu. Guðmundur sigraði á tveimur
mótum í röð í apríl og braut hann þar með ísinn – en það eru fyrstu sigrar
hans í einstaklingskeppni á háskólamóti.
„Það var ljúft að upplifa að hlutirnir
ganga vel upp. Allir hlutar leiksins voru í
toppstandi á fyrsta hringnum á fyrra mótinu
sem ég vann - þar sem ég lék á 63 höggum.
Ég þurfti ekki að gera mikið til að ná því
skori. Á næstu tveimur hringjum kom
pútterinn til bjargar. Ég setti niður pútt á
15., 16. og 17. flöt og það var engin pressa
á mér þegar ég kom á 18. flöt. Þar setti ég
niður 10 metra pútt fyrir fugli.” Það tók af
mér pressuna fyrir lokaholuna að hafa sett
niður nokkur pútt í röð,” segir Guðmundur í
viðtali við Golf á Íslandi.
Hann hefur verið að vinna í sveiflu
breytingum með Inga Rúnari Gíslasyni
íþróttastjóra GR og Todd Anderson sem er
þjálfari hans í Bandaríkjunum.
Dagskráin hjá Guðmundi í East Tennesse
er þétt alla daga og kann Íslendingurinn
vel við sig í skólanum. „Við erum með
skóladagskrá frá 8-11 og eftir það gefst
tími til að læra og borða. Eftir hádegi eða
um kl. 13 taka við golfæfingar. Við erum
á æfingum til um 18, þar sem við spilum
oft 18 holur eða erum á æfingasvæðinu
að vinna í ýmsum hlutum. Síðdegis fer ég
oft í líkamsræktina og eftir það tekur við
lærdómur því námið er einnig krefjandi,”
segir Guðmundur en eðlisfræði er aðalfagið
hjá honum í ETSU.
Að námi loknum ætlar Guðmundur að
láta reyna á það að komast inn á atvinnu
mótaraðirnar í Evrópu.
„Ég ætla að leika á eins mörgum mótum og
hægt er á Íslandi í sumar. Þó eru nokkur
mót erlendis sem skarast á við Eimskips
mótaröðina.”
Guðmundur er ánægður með að hafa valið
að fara í háskóla í Bandaríkjunum og fá
tækifæri til að æfa við bestu aðstæður.
„Háskólaleiðin er mjög góð, þar fær maður
menntun, æfingaaðstöðu og keppni, á
sama tíma. Mesta álagið sem fylgir þessu
er námið sjálft. Ég hef ekkert á móti því
að æfa mikið. Námið var frekar létt fyrstu
tvær annirnar en það hefur þyngst töluvert
undanfarin tvö ár. Það eru ákveðnir hlutir
sem þarf að varast og spá í áður en farið er
í háskólagolfið. Það er undir hverjum og
einum komið að meta hvort þetta sé besti
kosturinn. Ég taldi svo vera og sé ekki eftir
þeirri ákvörðun.”
– Guðmundur Ágúst
á sigurbraut í bandaríska
háskólagolfinu
Ég tel mig hafa bætt mig mikið, sérstaklega á síðustu fimm
mánuðum. Ég hef unnið markvisst í tækninni undanfarið.
Eitthvað sem ég hefði átt að gera af krafti frá upphafi.
Annar hluti leiksins sem að ég hef bætt er hugarfarið,
og tel mig hafa bætt það meira heldur en alla aðra þætti.
Hef bætt hugarfarið mikið
E
N
N
E
M
M
/
N
M
6
6
3
5
0
FYRIRTÆKJALAUSNIR
Net, borðsími, farsími og Office 365 frá 12.100 kr. á mánuði.
Fyrirtækjapakki Símans inniheldur Internet, borðsíma- og farsímaþjónustu, ásamt Office 365
skýþjónustu sem tryggir nýjustu útgáfur af forritum og aðgang að vinnuskjölum hvar sem er.
Fullkomin yfirsýn og fyrirsjáanlegur rekstrakostnaður með föstu mánaðargjaldi.
Hafðu samband í síma 800 4000 eða á 8004000@siminn.is.
Þú getur meira með Fyrirtækjalausnum Símans
Allt sem fyrirtækið
þarf í einum pakka
12 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Hef bætt hugarfarið mikið - Guðmundur Ágúst á sigurbraut í bandaríska háskólagolfinu