Golf á Íslandi - 01.05.2015, Síða 14
Íslandsbankamótaröð kylfinga 18 ára og yngri hefst á Garðavelli í lok maí en
alls verða mótin sex líkt og undanfarin ár.
Íslandsmótið í holukeppni fer fram á Strandar
velli á Hellu og sjálft Íslandsmótið í golfi í
þessum aldursflokki fer fram á Grafarholts
velli. Húsatóftavöllur í Grindavík mun taka á
móti keppendum á Íslandsbankamótaröðinni í
júní og er þetta í fyrsta sinn sem mótaröðin fer
fram á þeim velli.
„Þetta er þriðja árið í röð sem Íslandsbanka
mótaröðin fer fram og við erum mjög ánægð
með samstarfið við GSÍ og golfklúbba
landsins,“ segir Hólmfríður Einarsdóttir
markaðsstjóri Íslandsbanka. „Umgjörðin á
mótunum hefur verið til fyrirmyndar og við
sjáum það á fjölda þátttakenda að áhuginn
er mikill hjá yngri kylfingum landsins.“
Samhliða Íslandsbankamótaröðinni fer
fram áskorendamótaröð Íslandsbanka. Sú
mótaröð er ætluð fyrir keppendur sem vilja
öðlast keppnisreynslu áður en þeir stíga inn
á sviðið á sjálfri Íslandsbankamótaröðinni.
Hólmfríður bætir því við að Íslandsbanki
leggi áherslu á að styðja við íþróttaiðkun
barna og unglinga á landsvísu og Íslands
bankamótaröðin skipar stórt hlutverk í því.
„Það hefur verið gaman að fylgjast
með ungum og efnilegum kylfingum á
mótaröðunum, hvort sem þau eru að stíga
sín fyrstu skref eða eru lengra komin.
Kylfingarnir fá ætíð glaðning frá Íslands
banka og fulltrúi bankans mætir í mótslok
og hittir keppendur. Það er að mínu mati
mjög gaman að sjá nýja golfvelli bætast við
á mótaröðina og það er mikilvægt að mótin
fari fram bæði á höfuðborgarsvæðinu sem
og völlum sem eru úti á landsbyggðinni.
Keppendurnir eru alltaf að ná betri og
betri árangri og framtíðin er svo sannarlega
björt,“ sagði Hólmfríður.
Í elsta aldursflokknum verða leiknar 54
holur á öllum mótunum nema á Íslands
mótinu í holukeppni. Það er gert vegna
reglna um heimslista áhugamanna. Elsti
aldursflokkurinn hefur því keppni einum
degi fyrr en aðrir keppendur. Alls eru
keppnisflokkarnir þrír hjá báðum kynjum á
Íslandsbankamótaröðinni, 17–18 ára, 15–16
ára, 14 ára og yngri.
islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook
Við bjóðum
góða þjónustu
í kaffitímanum
Appið og Netbankinn
Hvort sem þú ert í kaffitíma í vinnunni, uppi í bústað eða á ferðalagi
í útlöndum geturðu sinnt öllum helstu bankaviðskiptum í tölvunni
eða snjalltækjum. Þú sérð stöðuna á reikningunum þínum, millifærir,
borgar reikninga, sinnir sparnaði eða skoðar nýjustu vildartilboðin.
Kynntu þér Appið og Netbankann á islandsbanki.is
Í Netbankanum og Appinu getur þú sinnt fjármálunum hvar
og hvenær sem þér hentar.
„Framtíðin er björt“
Mótin á Íslandsbanka
mótaröðinni sumarið
2015:
23.–24. maí: Garðavöllur, Akranesi (1)
5.–7. júní: Strandarvöllur, Hellu (2)
– Íslandsmótið í holukeppni.
20.–21. júní: Húsatóftavöllur,
Grindavík (3)
17.–19. júlí: Grafarholtsvöllur,
Reykjavík (4)
– Íslandsmótið í höggleik.
22.–23. ágúst: Hamarsvöllur,
Borgarnesi (5)
5.–6. september: Hvaleyrarvöllur,
Hafnarfirði (6)
Mótin á Áskorenda
mótaröð Íslandsbanka
sumarið 2015:
23. maí: Kálfatjarnarvöllur,
Vatnsleysuströnd (1)
6. júní: Svarfhólfsvöllur, Selfossi (2)
20. júní: Kirkjubólsvöllur,
Sandgerði (3)
18.–19. júlí: Staðsetning óákveðin (4)
22.–23. ágúst: Glannavöllur,
Borgarfirði (5)
5. september: Nesvöllur,
Seltjarnarnesi (6)
– Íslandsbankamótaröð
unglinga hefst á Garðavelli
14 GOLF.IS - Golf á Íslandi
„Framtíðin er björt“ – Íslandsbankamótaröð unglinga hefst á Garðavelli