Golf á Íslandi - 01.05.2015, Síða 14

Golf á Íslandi - 01.05.2015, Síða 14
Íslandsbankamótaröð kylfinga 18 ára og yngri hefst á Garðavelli í lok maí en alls verða mótin sex líkt og undanfarin ár. Íslandsmótið í holukeppni fer fram á Strandar velli á Hellu og sjálft Íslandsmótið í golfi í þessum aldursflokki fer fram á Grafarholts velli. Húsatóftavöllur í Grindavík mun taka á móti keppendum á Íslandsbankamótaröðinni í júní og er þetta í fyrsta sinn sem mótaröðin fer fram á þeim velli. „Þetta er þriðja árið í röð sem Íslandsbanka mótaröðin fer fram og við erum mjög ánægð með samstarfið við GSÍ og golfklúbba landsins,“ segir Hólmfríður Einarsdóttir markaðsstjóri Íslandsbanka. „Umgjörðin á mótunum hefur verið til fyrirmyndar og við sjáum það á fjölda þátttakenda að áhuginn er mikill hjá yngri kylfingum landsins.“ Samhliða Íslandsbankamótaröðinni fer fram áskorendamótaröð Íslandsbanka. Sú mótaröð er ætluð fyrir keppendur sem vilja öðlast keppnisreynslu áður en þeir stíga inn á sviðið á sjálfri Íslandsbankamótaröðinni. Hólmfríður bætir því við að Íslandsbanki leggi áherslu á að styðja við íþróttaiðkun barna og unglinga á landsvísu og Íslands bankamótaröðin skipar stórt hlutverk í því. „Það hefur verið gaman að fylgjast með ungum og efnilegum kylfingum á mótaröðunum, hvort sem þau eru að stíga sín fyrstu skref eða eru lengra komin. Kylfingarnir fá ætíð glaðning frá Íslands banka og fulltrúi bankans mætir í mótslok og hittir keppendur. Það er að mínu mati mjög gaman að sjá nýja golfvelli bætast við á mótaröðina og það er mikilvægt að mótin fari fram bæði á höfuðborgarsvæðinu sem og völlum sem eru úti á landsbyggðinni. Keppendurnir eru alltaf að ná betri og betri árangri og framtíðin er svo sannarlega björt,“ sagði Hólmfríður. Í elsta aldursflokknum verða leiknar 54 holur á öllum mótunum nema á Íslands mótinu í holukeppni. Það er gert vegna reglna um heimslista áhugamanna. Elsti aldursflokkurinn hefur því keppni einum degi fyrr en aðrir keppendur. Alls eru keppnisflokkarnir þrír hjá báðum kynjum á Íslandsbankamótaröðinni, 17–18 ára, 15–16 ára, 14 ára og yngri. islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook Við bjóðum góða þjónustu í kaffitímanum Appið og Netbankinn Hvort sem þú ert í kaffitíma í vinnunni, uppi í bústað eða á ferðalagi í útlöndum geturðu sinnt öllum helstu bankaviðskiptum í tölvunni eða snjalltækjum. Þú sérð stöðuna á reikningunum þínum, millifærir, borgar reikninga, sinnir sparnaði eða skoðar nýjustu vildartilboðin. Kynntu þér Appið og Netbankann á islandsbanki.is Í Netbankanum og Appinu getur þú sinnt fjármálunum hvar og hvenær sem þér hentar. „Framtíðin er björt“ Mótin á Íslandsbanka mótaröðinni sumarið 2015: 23.–24. maí: Garðavöllur, Akranesi (1) 5.–7. júní: Strandarvöllur, Hellu (2) – Íslandsmótið í holukeppni. 20.–21. júní: Húsatóftavöllur, Grindavík (3) 17.–19. júlí: Grafarholtsvöllur, Reykjavík (4) – Íslandsmótið í höggleik. 22.–23. ágúst: Hamarsvöllur, Borgarnesi (5) 5.–6. september: Hvaleyrarvöllur, Hafnarfirði (6) Mótin á Áskorenda mótaröð Íslandsbanka sumarið 2015: 23. maí: Kálfatjarnarvöllur, Vatnsleysuströnd (1) 6. júní: Svarfhólfsvöllur, Selfossi (2) 20. júní: Kirkjubólsvöllur, Sandgerði (3) 18.–19. júlí: Staðsetning óákveðin (4) 22.–23. ágúst: Glannavöllur, Borgarfirði (5) 5. september: Nesvöllur, Seltjarnarnesi (6) – Íslandsbankamótaröð unglinga hefst á Garðavelli 14 GOLF.IS - Golf á Íslandi „Framtíðin er björt“ – Íslandsbankamótaröð unglinga hefst á Garðavelli
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.