Golf á Íslandi - 01.05.2015, Page 24

Golf á Íslandi - 01.05.2015, Page 24
Stefni á sigur á Nordic League Ólafur Björn Loftsson, sem nýverið skipti úr Nesklúbbnum í Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar, er að hefja sitt fjórða tímabil sem atvinnukylfingur. Ólafur er með keppnisrétt á Nordic League atvinnumótaröðinni sem fram fer að mestu á Norðurlöndunum og ætlar hann að einbeita sér að mestu að þeirri mótaröð. „Ég mun leggja aðaláherslu á Nordic League mótaröðina á Norðurlöndunum en tek jafnvel einhver mót á Áskorenda mótaröðinni og hugsanlega stærstu mótin hérna heima. Mitt helsta markmið í ár er að vinna mér inn þátttökurétt á evrópsku mótaröðinni í golfi. Önnur markmið eru til að mynda að öðlast þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni og að sigra á mótum á Nordic League mótaröðinni,” sagði Ólafur við Golf á Íslandi en hann hefur einu sinni hampað Íslandsmeistaratitlinum í golfi - árið 2009 á Grafarholtsvelli. Í vetur hefur Ólafur lagt áherslu á tækniæfingar. „Undirbúningurinn hefur gengið vel í vetur. Ég hef unnið hörðum höndum með þjálfurunum mínum en þeir hafa hjálpað mér mjög mikið. Ég hef lagt mesta áherslu á að bæta tæknina í mínum leik og auka stöðugleikann með réttum hreyfingum sem auðvelt er að endurtaka.” Ólafur segir að stuðningur Forskots sé honum afar mikilvægur. „Stuðningur Forskots er forsenda þess að ég geti eytt mínum tíma og kröftum úti á golfvellinum, spilað í frábærum mótum og æft við toppaðstæður. Ég verð ævinlega þakklátur fyrir stuðninginn og ég ber merki Forskots hátt á lofti.” „Langtímamarkmið mín og draumur minn er að komast á mótaröð bestu kylfinga heims, sigra á móti á PGA eða evrópsku mótaröðinni og sigra á risamóti í golfi. Ég mun halda áfram að leggja mjög hart að mér, bæta minn leik og ég hef fulla trú á að ég nái að upplifa drauminn.” Vertu áhyggjulaus í útlöndum með Euro- og USA Traveller Vodafone býður viðskiptavinum sínum bæði mun lægra mínútuverð og ódýrara gagnamagn erlendis með 4G hraða* njóttu lífsins á ferðalaginu Vodafone Við tengjum þig *Kynntu þér nánar hvaða lönd um ræðir á vodafone.is 24 GOLF.IS - Golf á Íslandi Ómetanlegur stuðningur úr Forskoti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.