Golf á Íslandi - 01.05.2015, Síða 28

Golf á Íslandi - 01.05.2015, Síða 28
Guðjón stefnir á að klára meistarapróf í stjarneðlisfræði í haust. Hann hefur lítið getað einbeitt sér að golfíþróttinni undanfarin misseri vegna námsins en hann fór m.a. í hálft ár til Helsinki í Finnlandi. Eins og áður segir hefur „fókusinn” hjá Guðjóni verið á náminu á undanförnum misserum en hann ætlar að rifja upp „golftaktana” í sumar þegar Eimskips mótaröðin hefst að nýju. „Ég kom heim s.l. vor úr framhaldsnáminu í Finnlandi og ég var þá lítið sem ekkert búinn að spila golf í heilt ár. Ég tók þátt í nokkrum mótum á Eimskipsmótaröðinni en ég var lengi í gang og var í raun enn ryðgaður í ágúst. Áhuginn var að kvikna aftur á þeim tíma og mig langaði þvílíkt mikið að spila áfram eftir s.l. sumar. Það var bara ekki hægt þar sem námið er krefjandi og fótboltameiðsli settu strik í reikninginn. Ég var „klipptur” niður aftanfrá í fótboltaleik enda er það eina leiðin til þess að stöðva mig,” bætti Guðjón við í léttum tón. Stjarneðlisfræðineminn ætlar að láta reyna á golfhæfileikana að nýju þegar sólin hækkar á lofti. „Ég hef eiginlega ekkert æft frá því í fyrra - en ég ætla að taka upp þráðinn eftir prófin í apríl og sjá hvernig staðan er á mér. Og hvort ég eigi eitthvað erindi í þetta aftur.” Guðjón Henning segir að hann sé ekki að hugsa um geimryk, stjörnur og blossa þegar hann slær kúluna hvítu á golfvellinum. „Það er frekar einfalt að „kúpla” sig út úr því sem ég er að gera flesta daga úti á golfvellinum. Það sem ég er að rannsaka er eitthvað sem við sjáum ekki. Verkefnið sem ég er að vinna að heitir „fast radio bursts” - sem eru örstuttir blossar sem sjást bara í útvarpsbylgjum. Við sjáum þessa blossa ekki með berum augum þannig að þetta er ekkert að trufla mig þegar ég er að leika golf. Ef ég tek útvarpssjónaukann út á völl gæti ég kannski „misst” fókusinn á golfið. Ég get hvort sem er ekki hugsað um marga hluti í einu.” Kylfingurinn segir að hann hafi lagt stærstu golfdraumana á hilluna í bili - þar sem erfitt sé að vera með marga bolta á lofti í einu. „Ég býst við að fara á næsta ári í doktorsnám í stjarneðlisfræði - vonandi tekst mér að komast til Evrópu í það nám. Í versta falli enda ég í Bandaríkjunum. Það er erfitt að vera með ofurmetnað í golfinu samhliða krefjandi námi. Ég vil gera hlutina vel. Markmið sumarsins er að geta strítt einhverjum af þessum ungu kylfingum á Eimskipsmótaröðinni. Ég er nú reyndar ekki nema 27 ára gamall en telst vera á meðal þeirra „gömlu” í þessu núna. Það eru ótrúlega margir spennandi ungir kylfingar að koma upp og ég ætla að reyna að „stríða” þeim aðeins. Stefnan er sett á að leika á nokkrum mótum á Eimskipsmótaröðinni og að sjálfsögðu á Íslandsmótinu,” sagði Guðjón Henning Hilmarsson. Stjarneðlisfræðin nýtist ekkert í golfinu Það er erfitt að vera með ofurmetnað í golfinu samhliða krefjandi námi. Ég vil gera hlutina vel. Markmið sumarsins er að geta strítt einhverjum af þessum ungu kylfingum á Eimskipsmótaröðinni. Nei, stjarneðlisfræðin nýtist mér ekkert í golfinu. Ég veit um bók sem fjallar um golf og eðlisfræði en ég hef aldrei sett mig inn í það. Þar er eflaust eitthvað áhugavert að finna sem snýr að eðlisfræði og golfíþróttinni,” segir Guðjón Henning Hilmarsson úr GKG en hann hefur einbeitt sér að námi í stjarneðlisfræði á undanförnum misserum eftir að hafa leikið með A-landsliði Íslands á árunum 2012-2013. Það eru ekki margir stjarneðlisfræðingar í heiminum og örugglega ekki margir afrekskylfingar sem hafa slíka menntun. „Eðlisfræðikennarinn minn í Verslunar­ skólanum er sjálfur stjarneðlisfræðingur – og hann vakti áhuga hjá mörgum okkar á eðlisfræði og stjarneðlisfræði. Þar kviknaði þessi áhugi.” ÞARFTU AÐ GEYMA GAMLA SETTIÐ OG UPPSTOPPAÐA FUGLA? WWW.GEYMSLA24.IS GEYMSLA24 | Skemmuvegi 4 | 200 Kópavogur 28 GOLF.IS - Golf á Íslandi Stjarneðlisfræðin nýtist ekkert í golfinu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.