Golf á Íslandi - 01.05.2015, Side 44
Ævarr Freyr Birgisson, klúbbmeistari Golfklúbbs
Akureyrar, er einnig afreksmaður í blakíþróttinni.
Hinn 18 ára gamli kylfingur vakti mikla athygli í
bikarúrslitaleik KA og HK í byrjun mars þar sem
hann var gríðarlega öflugur – og þá sérstaklega í
sóknarleiknum þar sem hann smassaði boltann hvað
eftir annað í gólfið hjá andstæðingunum. Ævarr Freyr
hefur leikið með yngri landsliðum Íslands í blaki og
einnig A-landsliðinu. Hann ætlar samt sem áður að
velja golfíþróttina sem aðalgrein.
„Það getur getur tekið á að vera í báðum
greinunum. Þetta tekur allt tíma og kostar
peninga – ég reyni að púsla þessu saman.
Námið gengur hinsvegar alltaf fyrir,“ segir
Ævarr en hann er á raungreinasviði í
Menntaskólanum á Akureyri.
Eitt af markmiðum Ævars Freys er að
komast í háskóla í Bandaríkjunum og leika
golf samhliða því.
„Ég kynntist blakinu í gegnum kynningu á
krakkablaki í skólanum. Þar var okkur sagt
að blakarar gætu stokkið hátt og það var nóg
fyrir mig. Þetta er óútreiknanleg íþrótt, hröð
og skemmtileg. Félagsskapurinn hefur haldið
mér í þessu fram til þessa. Ég hef æft með
sama „genginu“ í mörg ár og kynnst mörgum
sem eru bestu vinir mínir í dag.“
Að sögn Ævars hefur gengið ágætlega
að blanda saman þessum tveimur
íþróttagreinum – en stundum þarf hann að
taka erfiðar ákvarðanir.
„Í fyrrasumar þurfti ég að velja á milli
þess að leika með A-landsliðinu í blaki í
undankeppni EM eða keppa á Íslandsbanka
mótaröð unglinga í Mosfellsbæ. Ég valdi
golfið og spilaði vel – þetta var því þess
virði. Ég sé fram á að þurfa að velja á milli
þegar ég hef lokið við stúdentsprófið og þá
ætla ég að velja golfið,“ segir Ævarr en hann
hefur stundað nánast allar íþróttir sem eru í
boði í heimabæ hans Akureyri, handbolta,
fótbolta, frjálsar, skíði, hjóla- og snjóbretti.
Hann segir að margt úr blakinu nýtist
í golfíþróttinni. „Ég hef fengið mikinn
hraða og sprengikraft úr blakinu. Ég get
því sveiflað hraðar og slæ því lengra en
áður – ég verð seint talinn höggstuttur.
Keppnisreynslan úr báðum greinum
nýtist vel þegar ég er undir pressu,“
segir menntaskólapilturinn Ævarr Freyr
Birgisson.
Ævarr
getur líka
smassað
drævin
Æ
KOMDU KÚLUNNI Á GOTT FLUG UM ALLT LAND FLUGFELAG.IS
NÁÐU GÓÐU FLUGI
FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ ÞVÍ AÐ LEIKA GOLF Í HLÝJUM
FAÐMI SUMARSINS. Fjölgaðu góðu dögunum á vellinum. Taktu hring á
Jaðarsvelli á Akureyri, Tungudalsvelli á Ísafirði, Ekkjufellsvelli á Egilsstöðum
eða Grafarholtsvelli í Reykjavík.
BÓKAÐU NÚNA Á FLUGFELAG.IS eða hafðu samband í síma 570 3030
AKUREYRI
JAÐARSVÖLLUR
Leiktu golf í blíðunni á einum þekktasta
golfvelli landsins. Kylfingar fljúga utan úr
heimi til að leika allar 18 holurnar undir
íslenskri miðnætursól á Jaðarsvelli.
REYKJAVÍK
GRAFARHOLTSVÖLLUR
Þessi gamalgróni völlur er elsti golfvöllur
á Íslandi, opnaður 1963. Þar hafa verið haldin
alþjóðleg mót enda aðstaðan góð, náttúran
hrífandi og fallegt útsýni yfir borgina.
EGILSSTAÐIR
EKKJUFELLSVÖLLUR
Aðeins 3 km frá bænum á Fellunum norðan
við Lagarfljótið er Ekkjufellsvöllur. Krefjandi 9
holu völlur á þremur hæðum í klettabelti sem
gera hann einstakan og skemmtilegan að spila.
ÍSAFJÖRÐUR
TUNGUDALSVÖLLUR
Skemmtilegur 9 holu völlur í útivistar-
paradís Ísfirðinga. Ægifagurt landslag
skapar glæsilega umgjörð og veðursæld
á Tungudalsvelli í faðmi vestfirskra fjalla.
44 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Ævarr getur líka smassað drævin