Golf á Íslandi - 01.05.2015, Síða 44

Golf á Íslandi - 01.05.2015, Síða 44
Ævarr Freyr Birgisson, klúbbmeistari Golfklúbbs Akureyrar, er einnig afreksmaður í blakíþróttinni. Hinn 18 ára gamli kylfingur vakti mikla athygli í bikarúrslitaleik KA og HK í byrjun mars þar sem hann var gríðarlega öflugur – og þá sérstaklega í sóknarleiknum þar sem hann smassaði boltann hvað eftir annað í gólfið hjá andstæðingunum. Ævarr Freyr hefur leikið með yngri landsliðum Íslands í blaki og einnig A-landsliðinu. Hann ætlar samt sem áður að velja golfíþróttina sem aðalgrein. „Það getur getur tekið á að vera í báðum greinunum. Þetta tekur allt tíma og kostar peninga – ég reyni að púsla þessu saman. Námið gengur hinsvegar alltaf fyrir,“ segir Ævarr en hann er á raungreinasviði í Menntaskólanum á Akureyri. Eitt af markmiðum Ævars Freys er að komast í háskóla í Bandaríkjunum og leika golf samhliða því. „Ég kynntist blakinu í gegnum kynningu á krakkablaki í skólanum. Þar var okkur sagt að blakarar gætu stokkið hátt og það var nóg fyrir mig. Þetta er óútreiknanleg íþrótt, hröð og skemmtileg. Félagsskapurinn hefur haldið mér í þessu fram til þessa. Ég hef æft með sama „genginu“ í mörg ár og kynnst mörgum sem eru bestu vinir mínir í dag.“ Að sögn Ævars hefur gengið ágætlega að blanda saman þessum tveimur íþróttagreinum – en stundum þarf hann að taka erfiðar ákvarðanir. „Í fyrrasumar þurfti ég að velja á milli þess að leika með A-landsliðinu í blaki í undankeppni EM eða keppa á Íslandsbanka mótaröð unglinga í Mosfellsbæ. Ég valdi golfið og spilaði vel – þetta var því þess virði. Ég sé fram á að þurfa að velja á milli þegar ég hef lokið við stúdentsprófið og þá ætla ég að velja golfið,“ segir Ævarr en hann hefur stundað nánast allar íþróttir sem eru í boði í heimabæ hans Akureyri, handbolta, fótbolta, frjálsar, skíði, hjóla- og snjóbretti. Hann segir að margt úr blakinu nýtist í golfíþróttinni. „Ég hef fengið mikinn hraða og sprengikraft úr blakinu. Ég get því sveiflað hraðar og slæ því lengra en áður – ég verð seint talinn höggstuttur. Keppnisreynslan úr báðum greinum nýtist vel þegar ég er undir pressu,“ segir menntaskólapilturinn Ævarr Freyr Birgisson. Ævarr getur líka smassað drævin Æ KOMDU KÚLUNNI Á GOTT FLUG UM ALLT LAND FLUGFELAG.IS NÁÐU GÓÐU FLUGI FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ ÞVÍ AÐ LEIKA GOLF Í HLÝJUM FAÐMI SUMARSINS. Fjölgaðu góðu dögunum á vellinum. Taktu hring á Jaðarsvelli á Akureyri, Tungudalsvelli á Ísafirði, Ekkjufellsvelli á Egilsstöðum eða Grafarholtsvelli í Reykjavík. BÓKAÐU NÚNA Á FLUGFELAG.IS eða hafðu samband í síma 570 3030 AKUREYRI JAÐARSVÖLLUR Leiktu golf í blíðunni á einum þekktasta golfvelli landsins. Kylfingar fljúga utan úr heimi til að leika allar 18 holurnar undir íslenskri miðnætursól á Jaðarsvelli. REYKJAVÍK GRAFARHOLTSVÖLLUR Þessi gamalgróni völlur er elsti golfvöllur á Íslandi, opnaður 1963. Þar hafa verið haldin alþjóðleg mót enda aðstaðan góð, náttúran hrífandi og fallegt útsýni yfir borgina. EGILSSTAÐIR EKKJUFELLSVÖLLUR Aðeins 3 km frá bænum á Fellunum norðan við Lagarfljótið er Ekkjufellsvöllur. Krefjandi 9 holu völlur á þremur hæðum í klettabelti sem gera hann einstakan og skemmtilegan að spila. ÍSAFJÖRÐUR TUNGUDALSVÖLLUR Skemmtilegur 9 holu völlur í útivistar- paradís Ísfirðinga. Ægifagurt landslag skapar glæsilega umgjörð og veðursæld á Tungudalsvelli í faðmi vestfirskra fjalla. 44 GOLF.IS - Golf á Íslandi Ævarr getur líka smassað drævin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.