Golf á Íslandi - 01.05.2015, Blaðsíða 58
Um þúsund kylfingar eru á Suðurnesjum.
Meira jafnræði er með öðrum land
svæðum samkvæmt athugun Golfs á
Íslandi. Á höfuðborgarsvæðinu eru 23%
stjórnarmanna konur, 24% á Norðaustur
landi og Austurlandi, 21% á Norðvestur
landi, 18% á Suðurlandi, og 17% á
Vesturlandi.
Hugnast ekki kynjakvóti
Þegar staldrað er við niðurstöður Golfs
á Íslandi um hlutfall kynja í stjórnum
golfklúbba á Íslandi velta eflaust einhverjir
því fyrir sér hvers vegna konur eru aðeins
fimmtungur stjórnarmanna? Ein skýring sem
nefnd hefur verið er að konur eru aðeins
28% af félögum í Golfsambandi Íslands.
Karlar eru enn mun fjölmennari hópur innan
golfhreyfingarinnar og því kannski eðlilegt
að karlar séu fjölmennari við stjórnarborðið.
Fjölga þarf konum í stjórnum golfklúbba um
tæplega 10% til að fjöldi þeirra endurspegli
fjölda aðildarfélaga GSÍ.
Sú leið sem golfklúbbar landsins gætu farið
til að efla stöðu kvenna við stjórnarborðið
er að innleiða svokallaðan „kynjakvóta“.
Í marsmánuði árið 2010 setti Alþingi lög
um að lágmark 40% hvors kyns skuli sitja
í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50
starfsmenn. Hefur „kynjakvótinn“ skilað
ágætum árangri. Í þeim viðtölum sem
undirritaður átti við kvenformenn og aðra
aðila innan golfhreyfingarinnar virðist hins
vegar mjög lítil stemmning fyrir að fara þá
leið. Ástfríður Sigurðardóttir, formaður
Golfklúbbsins á Selfossi, segir að helst þurfi
að skapa meiri umræðu hjá konum um að
sækjast eftir að sitja í stjórnum golfklúbba.
Hvort fámenni kvenna í stjórnum
golfklúbba sé vandamál eða ekki skal
ósagt látið. Ljóst er að hlutfall kvenna
í stjórnum golfklúbba mætti vera mun
hærra í sumum landshlutum - það kemur
glögglega í ljós í athugun Golfs á Íslandi.
Innlegg kvenna í golfíþróttina er mikilvægt
því þær sjá hlutina oft með öðrum augum
og hafa aðrar áherslur en karlar. Það
bætir hvern golfklúbb til muna að sterkar
kvenmannsraddir ómi við stjórnarborðið.
Tækifærið er þeirra - okkar íslensku
kvenna.
himneskt.is
vökvi lífsins
kókoshnetuvatn
frískandi svaladrykkur,
beint úr brunni náttúrunnar!
Náttúrulegur drykkur sem slekkur þorstann, unninn úr lífrænt rækt-
uðum kókoshnetum. Án allra aukefna, mjólkursykurs, kólesteróls
og rotvarnarefna. Stútfullur af nauðsynlegum amínósýrum.
Einungis
unnið úr safa
ungra grænna
kókoshneta
„Eðlilegt að hlutfall kvenna endur
spegli fjölda þeirra í íþróttinni“
– segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands
„Út frá tölfræðilegu sjónarmiði þætti mér eðlilegt ef hlutfall
kvenna í stjórnum golfklúbba væri það sama og hlutfall þeirra af
heildarfélagsmönnum í golfhreyfingunni. Það væri lógískt. Það vekur
því furðu hvers vegna hlutfallið er lægra,“ segir Haukur Örn Birgisson,
forseti GSÍ.
„Ef til vill má finna skýringuna í því
að konum í golfi hefur fjölgað mikið
undanfarin 10 ár en fólk sækist ef til
vill ekki eftir stjórnarsætum fyrr en það
hefur verið félagi í klúbbnum í nokkur ár.
Þetta mun því vafalaust breytast á næstu
árum þannig að hlutur kvenstjórnenda
endurspegli fjölda kvenna í golfi. Konur
hafa alveg jafn mikið til málanna að
leggja og karlar þegar kemur að rekstri
golfklúbba. Þær mega því vera duglegri
við að bjóða fram krafta sína.
Árið 2013 var samþykkt ný og öflug
stefna fyrir golfhreyfinguna. Á meðal
stefnumála er að auka áhuga kvenna
enn frekar á íþróttinni. Það er í sjálfu
sér ekki yfirlýst markmið GSÍ að
fjölga konum í stjórnum, ég held að
það gerist bara af sjálfu sér um leið og
kvenkylfingum fjölgar. Ég hef því ekki
stórar áhyggjur af þessu þótt vissulega
megi fjölgunin vera hraðari. Lykilatriðið
er að allir félagsmenn mega bjóða sig
fram til stjórnarsetu og það er síðan
undir félagsmönnunum komið að kjósa
stjórnarmenn. Bæði konur og karlar
mættu vera duglegri við að taka að sér
störf fyrir sinn golfklúbb, því margar
hendur vinna létt verk. Golfklúbbarnir
geta ekki lifað án félagsmannanna eða
sjálfboðaliðanna og það þarf að vinna
markvisst að fjölgun þessara aðila – karla
og kvenna.“
„Markmiðið að fá konu inn í stjórn“
– segir Halldór Smárason, formaður GG
„Hjá Golfklúbbi Grindavíkur hafa bara setið tvær konur í stjórn eftir því
sem að ég best veit. Ég veit ekki hverju er um að kenna. Ástæðurnar eru
eflaust margvíslegar og klassískt svar er að konan eyðir frítíma sínum
í að sinna börnum og búi. Það eru hins vegar engin rök árið 2015,“ segir
Halldór Einir Smárason, formaður Golfklúbbs Grindavíkur. Engin kona
situr í stjórn klúbbsins í dag.
„Ég veit ekki hvernig þetta er hjá
íþróttahreyfingunni í heild en grunur
minn er sá að konur sinni meira stjórnar
störfum hjá kvennadeildum innan
félaganna. Fámenni kvenna í golfinu í
Grindavík hefur haft sitt að segja um
dræma þátttöku í stjórn klúbbsins.
Án kvenna í stjórn félaga verða
áherslurnar karllægari hvað sem hver
segir. Mín tilfinning er líka sú að konur
nálgast golfið á annan hátt en karlar.
Vonandi sjáum við fleiri konur í stjórn
GG á komandi árum, og mætti jafnvel
setja núverandi stjórn GG það markmið
að fá konu í stjórn.“
58 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Konur 20% stjórnarmanna golfklúbba landsins