Golf á Íslandi - 01.05.2015, Blaðsíða 60
Audi Q5
Kraftur, hönnun
og sparneytni
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · www.audi.is
Q5 2.0 TDI quattro, 190 hö, 8,4 sek 0-100 km/klst., frá 7.990.000 kr.
Q5 3.0 TDI quattro, 258 hö, 5,9 sek 0-100 km/klst., frá 9.290.000 kr.
SQ5 3.0 TDI quattro, 313 hö, 5,1 sek 0-100 km/klst., frá 11.590.000 kr.
www.netgolfvorur.is
sémekingar Glæsilegt úrval af nýjum vörum
Sérmerkjum vörur fyrir fyrirtæki, golfklúbba og hópa. Tilvalið í teiggjafir
Einnig heildsala fyrir golfklúbba
p1.indd 1 22.4.2015 17:07:45
„Konurnar hafa verið svolítið
út af fyrir sig“
– segir Högni Friðþjófsson, formaður Golfklúbbsins
Setbergs
„Það er held ég engin sérstök ástæða fyrir því að það eru fáar konur
í stjórn hjá okkur. Kvennastarfið hefur verið mjög öflugt og þær hafa
svolítið verið út af fyrir sig í sínu starfi með mótahald o.fl.,“ segir Högni
Friðþjófsson, formaður Golfklúbbsins Setbergs. Sex karlar og ein kona
mynda stjórn klúbbsins.
„Við fögnum því að konur komi inn í
stjórn klúbbsins. Það var kosning um þrjú
sæti í stjórn klúbbsins á síðasta aðalfundi.
Tvær konur sóttust eftir sæti í stjórn í ár
og önnur þeirra fékk kosningu. Konurnar
í klúbbnum eru því að horfa meira til þess
að koma inn í stjórn klúbbsins sem er
mjög jákvætt.“
„Getum alveg gert þetta eins og karlarnir“
– segir Björg Sæmundsdóttir, formaður Golfklúbbs Patreksfjarðar
„Við konurnar höfum einfaldlega verið duglegri,“ segir Björg Sæmundsdóttir, formaður
Golfklúbbs Patreksfjarðar, sem er eini klúbbur landsins þar sem konur eru í meirihluta í
stjórn. Þrjár konur af fimm mynda stjórn klúbbsins sem telur um 30 félaga.
„Ég er búin að vera formaður frá 2007 - eiginlega of lengi,“ segir Björg í léttum dúr. „Konurnar hafa eiginlega
stýrt þessu hérna á Patreksfirði, séð um fjármálin og við höfum fengið karlanna til að sinna skipulagningu á
vellinum. Það er engin sérstök skýring hvers vegna við konurnar höfum verið öflugri.“
Aðspurð um þá staðreynd að konur séu um 20% stjórnarmanna á landsvísu svarar Björg: „Mér finnst þetta
auðvitað dapurt, hvað konur eru fáar í stjórnum golfklúbba. Við getum alveg gert þetta eins og karlarnir.
Kannski treysta konur sér ekki til að taka þátt í þessu eða jafnvel hafa ekki áhuga á að koma inn í
stjórn. Mín upplifun er að þetta er alls ekki íþyngjandi starf og ég hef haft mjög gaman af þessu.
Við konurnar höfum einfaldlega gengið í þau verk sem þarf að vinna.“
„Konur forgangsraða öðruvísi“
– segir Ástfríður Sigurðardóttir, formaður Golfklúbbs Selfoss
„Það er ekki langt síðan að gömul viðhorf voru ráðandi á golfvöllum
landsins þar sem börn og unglingar voru talin vera fyrir. Það eru
kannski ekki nema 10-20 ár síðan þetta fór að breytast,“ segir Ástfríður
M. Sigurðardóttir, formaður Golfklúbbs Selfoss. Ástfríður hefur verið
formaður klúbbsins síðastliðin tvö ár og er fyrsta konan til að gegna
formannsembættinu í klúbbnum. Konur eru tveir stjórnarmenn af sjö.
Ástfríður telur að konur veigri sér frekar
við því að skipa forystusveit golfklúbbs en
karlar. „Konur forgangsraða öðruvísi og
setja fjölskylduna gjarnan í fyrsta sæti. Ég
held að margar konur telji að stjórnarseta
eða formennska í golfklúbbi taki of mikinn
tíma. Nú tala ég bara fyrir mig en ég held
að það þurfi að skapa meiri umræðu hjá
konum sjálfum um að þær gefi kost á sér í
störf hjá golfklúbbum – að það sé raunhæft
fyrir konur að taka sæti í stjórn. Að vera
stjórnarmaður eða formaður golfklúbbs er
mun minni vinna en áður þar sem flestir
klúbbar eru með starfsmenn sem sinna
daglegum rekstri,“ segir Ástfríður.
„Sjálf hugsaði ég: 'Ég sem formaður í
golfklúbbi? Glætan.' Við þurfum að opna
á umræðuna því konur geta ekki síður en
karlar stýrt golfklúbbum landsins. Ég held
að það sé hollt hvar sem er í samfélaginu að
kynjahlutföllin séu jafnari. Konur hafa oft
aðra sýn á hlutina en karlar, eru varfærnari
og vilja oft ræða hlutina betur áður en tekin
er ákvörðun.“
60 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Konur 20% stjórnarmanna golfklúbba landsins