Golf á Íslandi - 01.05.2015, Síða 60

Golf á Íslandi - 01.05.2015, Síða 60
Audi Q5 Kraftur, hönnun og sparneytni HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · www.audi.is Q5 2.0 TDI quattro, 190 hö, 8,4 sek 0-100 km/klst., frá 7.990.000 kr. Q5 3.0 TDI quattro, 258 hö, 5,9 sek 0-100 km/klst., frá 9.290.000 kr. SQ5 3.0 TDI quattro, 313 hö, 5,1 sek 0-100 km/klst., frá 11.590.000 kr. www.netgolfvorur.is sémekingar Glæsilegt úrval af nýjum vörum Sérmerkjum vörur fyrir fyrirtæki, golfklúbba og hópa. Tilvalið í teiggjafir Einnig heildsala fyrir golfklúbba p1.indd 1 22.4.2015 17:07:45 „Konurnar hafa verið svolítið út af fyrir sig“ – segir Högni Friðþjófsson, formaður Golfklúbbsins Setbergs „Það er held ég engin sérstök ástæða fyrir því að það eru fáar konur í stjórn hjá okkur. Kvennastarfið hefur verið mjög öflugt og þær hafa svolítið verið út af fyrir sig í sínu starfi með mótahald o.fl.,“ segir Högni Friðþjófsson, formaður Golfklúbbsins Setbergs. Sex karlar og ein kona mynda stjórn klúbbsins. „Við fögnum því að konur komi inn í stjórn klúbbsins. Það var kosning um þrjú sæti í stjórn klúbbsins á síðasta aðalfundi. Tvær konur sóttust eftir sæti í stjórn í ár og önnur þeirra fékk kosningu. Konurnar í klúbbnum eru því að horfa meira til þess að koma inn í stjórn klúbbsins sem er mjög jákvætt.“ „Getum alveg gert þetta eins og karlarnir“ – segir Björg Sæmundsdóttir, formaður Golfklúbbs Patreksfjarðar „Við konurnar höfum einfaldlega verið duglegri,“ segir Björg Sæmundsdóttir, formaður Golfklúbbs Patreksfjarðar, sem er eini klúbbur landsins þar sem konur eru í meirihluta í stjórn. Þrjár konur af fimm mynda stjórn klúbbsins sem telur um 30 félaga. „Ég er búin að vera formaður frá 2007 - eiginlega of lengi,“ segir Björg í léttum dúr. „Konurnar hafa eiginlega stýrt þessu hérna á Patreksfirði, séð um fjármálin og við höfum fengið karlanna til að sinna skipulagningu á vellinum. Það er engin sérstök skýring hvers vegna við konurnar höfum verið öflugri.“ Aðspurð um þá staðreynd að konur séu um 20% stjórnarmanna á landsvísu svarar Björg: „Mér finnst þetta auðvitað dapurt, hvað konur eru fáar í stjórnum golfklúbba. Við getum alveg gert þetta eins og karlarnir. Kannski treysta konur sér ekki til að taka þátt í þessu eða jafnvel hafa ekki áhuga á að koma inn í stjórn. Mín upplifun er að þetta er alls ekki íþyngjandi starf og ég hef haft mjög gaman af þessu. Við konurnar höfum einfaldlega gengið í þau verk sem þarf að vinna.“ „Konur forgangsraða öðruvísi“ – segir Ástfríður Sigurðardóttir, formaður Golfklúbbs Selfoss „Það er ekki langt síðan að gömul viðhorf voru ráðandi á golfvöllum landsins þar sem börn og unglingar voru talin vera fyrir. Það eru kannski ekki nema 10-20 ár síðan þetta fór að breytast,“ segir Ástfríður M. Sigurðardóttir, formaður Golfklúbbs Selfoss. Ástfríður hefur verið formaður klúbbsins síðastliðin tvö ár og er fyrsta konan til að gegna formannsembættinu í klúbbnum. Konur eru tveir stjórnarmenn af sjö. Ástfríður telur að konur veigri sér frekar við því að skipa forystusveit golfklúbbs en karlar. „Konur forgangsraða öðruvísi og setja fjölskylduna gjarnan í fyrsta sæti. Ég held að margar konur telji að stjórnarseta eða formennska í golfklúbbi taki of mikinn tíma. Nú tala ég bara fyrir mig en ég held að það þurfi að skapa meiri umræðu hjá konum sjálfum um að þær gefi kost á sér í störf hjá golfklúbbum – að það sé raunhæft fyrir konur að taka sæti í stjórn. Að vera stjórnarmaður eða formaður golfklúbbs er mun minni vinna en áður þar sem flestir klúbbar eru með starfsmenn sem sinna daglegum rekstri,“ segir Ástfríður. „Sjálf hugsaði ég: 'Ég sem formaður í golfklúbbi? Glætan.' Við þurfum að opna á umræðuna því konur geta ekki síður en karlar stýrt golfklúbbum landsins. Ég held að það sé hollt hvar sem er í samfélaginu að kynjahlutföllin séu jafnari. Konur hafa oft aðra sýn á hlutina en karlar, eru varfærnari og vilja oft ræða hlutina betur áður en tekin er ákvörðun.“ 60 GOLF.IS - Golf á Íslandi Konur 20% stjórnarmanna golfklúbba landsins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.