Golf á Íslandi - 01.05.2015, Page 62
hotelbifrost.is golf.is/ggb
Upplýsingar í síma 571-5414
Golf, matur, gisting kr. 29.900,-
Golf, gisting kr. 19.900,-
Golf, matur kr. 19.990,-
Tilboðin gilda fyrir tvo og
innihalda tveggja daga golf.
Morgunverður innifalinn í gistingu.
14.950,-
á mann
9.950,-
á mann
9.950,-
á mann
KYNNINGARTILBOÐ
Golfklúbburinn Glanni og Hótel Bifröst
Kynjahlutföll stjórnarmanna golfklúbba á Íslandi*
Landshluti Karlar Konur
Allt landið 80% 20%
Höfuðborgarsvæðið 77% 23%
Suðurnes 89% 11%
Vesturland 83% 17%
Vestfirðir 69% 31%
Norðvesturland 79% 21%
Norðausturland 76% 24%
Austurland 76% 24%
Suðurland 82% 18%
*Miðað við upplýsingar á heimasíðum allra golfklúbba landsins.
Loksins kona í stjórn GV
Breytingar urðu á stjórn Golfklúbbs Vestmannaeyja á síðastliðnum
aðalfundi og gekk þá kona inn í stjórn klúbbsins. Síðastliðinn áratug
eða svo hefur stjórn klúbbsins nær einungis verið skipuð körlum.
Elsa Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri GV, kveðst ekki hafa fundið fyrir
miklum áhuga hjá kvenkylfingum í Vestmannaeyjum á að ganga í stjórn
klúbbsins.
„Það er dapurt að sjá hvað það eru fáar
konur í stjórnum golfklúbba landsins.
Hér í Vestmannaeyjum er helsta
skýringin sú að hlutfall virkra kvenna í
klúbbnum hefur verið mjög lágt,“ segir
Elsa.
„Okkur hefur tekist að fjölga konum
úr 20 í 60 á síðustu fimm árum og
vonandi á það eftir að skila sér líka inn
í stjórn klúbbsins. Kvennastarfið hefur
tekið stakkaskiptum. Sannleikurinn
er sá að það verður sífellt erfiðara að
fá sjálfboðaliða til að koma að starfi
klúbbsins, hvort sem það eru konur
eða karlar.“
Í tölum
4.707 konur voru skráðar í golfklúbba á
Íslandi árið 2014
79 konur sitja í stjórn golfklúbba landsins af
399 stjórnarmönnum
5 konur eru formenn golfklúbba á landsvísu
3 konur eru í stjórn Golfsambands Íslands af
10 stjórnarmönnum
11 prósent stjórnarmanna golfklúbba á
Suðurnesjum eru konur
19 prósent kylfinga á heimsvísu er konur
samkvæmt Forbes
Mér finnst þetta auðvitað dapurt,
hvað konur eru fáar í stjórnum golfklúbba.
Við getum alveg gert þetta
eins og karlarnir.
- Björg Sæmundsdóttir, formaður GP.
62 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Konur 20% stjórnarmanna golfklúbba landsins