Golf á Íslandi - 01.05.2015, Blaðsíða 88

Golf á Íslandi - 01.05.2015, Blaðsíða 88
Æfðu stutta spilið Tilfinningin fyrir stutta spilinu í kringum flatirnar og á flötunum er oft „ryðguð” eftir vetrardvalann. Þetta á einnig við um þá sem hafa æft vel fyrir vetrartímann - því það er mikill munur á því að leika á náttúrulegu grasi og gervigrasi. Góður fatnaður Það styttist í sumarið en íslenska vorveðrið getur oft bitið í og verið blautt og kalt. Það er betra að klæða af sér kuldann með því að vera í mörgum þunnum flíkum í stað þess að klæðast þykkum fatnaði sem hindrar hreyfingarnar í golfsveiflunni. Leitaðu til PGA kennara Það er auðvelt að festast í fari sem erfitt er að komast upp úr. Fáðu PGA kennara til að fara yfir helstu grunnatriðin. Gripið, stöðuna, líkamsstöðu, boltastöðu, jafnvægi og miðið. Æfingarnar verða mun markvissari og skemmtilegri í kjölfarið. Þetta á jafnt við um þá sem eru með lága eða háa forgjöf. Mæling hjá fagmanni Það getur borgað sig að fá fagmann til að mæla þann útbúnað sem þú ert með í notkun nú þegar - áður en fjárfest er í nýjum útbúnaði. Kylfurnar eiga að henta þeim líkamlegum eiginleikum sem þú býrð yfir, sveifluhraða, líkamsstyrk og öðrum þáttum sem skipta máli þegar kemur að vali á réttum útbúnaði. Góð tilboð Það eru alltaf góð tilboð í gangi hjá golfverslunum landsins og þá sérstaklega þegar nýjar kylfur eru kynntar til leiks. Það borgar sig að fylgjast vel með og landa hagstæðum tilboðum. Skynsemi Það þarf ekki alltaf að endurnýja allt settið. Fleygjárnin þarfnast endurnýjunar oftar en aðrar kylfur - og mikilvægt að þær séu ekki með slitnum höggfleti. Einnig er vert að skoða hvort það vanti kylfur til þess að fylla upp í göt í högglengdinni. Það getur oft breytt miklu að bæta einni kylfu í safnið. Fjölbreytt leikform Það getur oft breytt miklu að prófa nýtt leikform til þess að ná fram leikgleðinni og „hungrinu” í golfíþróttinni. Fjórbolti, Texas Scramble og holukeppni eru allt góðar leiðir til þess að brjóta upp hið hefðbundna mynstur í punktakeppni eða höggleik. golf.is Það er nauðsynlegt að fara yfir upplýsingarnar sem skráðar eru um þig á golf.is. Er forgjöfin rétt, heimilisfang, klúbbur?. Það er ekki góð upplifun að fara með ranga forgjöf eða vera skráður í rangan klúbb í fyrsta golfmóti ársins. Hlustaðu á líkamann Það eru margir vöðvar sem við notum í golfsveiflunni sem liggja í dvala yfir veturinn. Það er mikilvægt að meiðast ekki í upphafi tímabilsins og því nauðsynlegt að gera æfingar sem nýtast í golfsveiflunni. Samhæfing, jafnvægi og styrkur koma þar við sögu - leitaðu til fagaðila sem gefur þér góð ráð á þessu sviði. Þolinmæði Það er nauðsynlegt að sætta sig við að getustigið er oft ekki í hámarki á vorin þegar fyrstu golfhringirnir eru leiknir. Njóttu þess að vera úti að slá á grasi, sjá boltann fljúga, og andaðu að þér ferska loftinu. Vallaraðstæður eiga einnig eftir að batna og það er því um að gera að njóta og sýna þolinmæði. Níu holur er valkostur Það er ekki alltaf nauðsynlegt að leika 18 holur. Margir golfklúbbar bjóða upp á 9 holu hringi - það tekur styttri tíma og er prýðisæfing. Það er góð lausn að leika golf í rúmlega 1 ½ klukkustund. Settu þér markmið Það er nauðsynlegt að setja sér markmið til þess að bæta árangurinn í golfinu. Skráðu tölfræðina, hittar brautir, hittar flatir, fjölda pútta. Þar með færðu betri yfirsýn um veikleika og styrkleika í leik þínum. Það leiðir af sér að auðveldara er að setja upp markvissa æfingaáætlun til þess að ná enn lengra. 12 ráð í upphafi tímabils 88 GOLF.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.