Golf á Íslandi - 01.05.2015, Síða 98

Golf á Íslandi - 01.05.2015, Síða 98
Steinmar H. Rögnvaldsson, sem er félagi í GA, hefur séð um hönnun og teikningar á skýlinu sem staðsett verður við hliðina á „fjósinu“ fræga við hliðina á 1. teig. Núverandi 8. og 9. braut fara undir æfingasvæðið og verður núverandi 7. braut þá 9. hola vallarins - en tvær nýjar brautir verða teknar í notkun á fyrri hluta vallarins í stað þeirra sem falla út. Þarna verða 15 básar, þar af tveir í lokuðu kennslurými. Hægt verður að bæta við allt að 15 í viðbót ofan á skýlinu. Í kjallara hússins verða svo bílastæði fyrir uppundir 30 golfbíla/golfhjól ásamt salernisaðstöðu og um 160 skápum fyrir golfsett. Áætlað er að þetta opni snemma sumars 2016 og verður þá aðstaða til golfiðkunar á Jaðri eins og best verður á kosið. „Við stefnum á að ljúka við framkvæmdir á æfingavellinum í sumar og þetta á að vera klárt sumarið 2016. Æfingavöllurinn verður gríðarlega góð viðbót fyrir okkur enda eru margir sem vilja stíga sín fyrstu skref í golfíþróttinni við slíkar aðstæður - en ekki á sjálfum Jaðarsvelli. Við lítum björtum augum til framtíðar hér á Akureyri. Það er vöxtur í félagsstarfinu, við verðum með eina bestu aðstöðu á landinu þegar framkvæmdum við æfingavöll og -skýli verður lokið.” Í sumar verða tvær nýjar brautir teknar í notkun og þá verða núverandi 8. og 9. braut lagðar af - en þar er gert ráð fyrir æfingasvæðinu sem byrjað verður á í haust. Nýju brautirnar verða nr. 5 og 6 og sú sem er 7. í dag verður sú 9. þegar breytingarnar ganga í gegn.” Ágúst segir að Jaðarsvöllur komi vel undan vetri og vonir standa til að hægt verði að opna inn á sumarflatirnar um miðjan maí - jafnvel aðeins fyrr ef aðstæður leyfa. „Það verður nóg um að vera hjá okkur í sumar. Íslandsmótið í holukeppni fer fram hérna í júní, það er langur biðlisti í opið hjóna- og paramót hjá okkur, og Arctic Open er einnig gríðarlega vinsælt mót. Það ríkir því tilhlökkun hjá okkur fyrir golfsumrinu 2015,” sagði Ágúst. – nýr æfingavöllur og æfingaskýli á Jaðarsvelli Uppbyggingin heldur áfram á Akureyri Golfklúbbur Akureyrar hefur á undanförnum árum staðið í miklum framkvæmdum á Jaðarsvelli – og mun uppbyggingin halda áfram á næstu misserum. Nýtt æfingasvæði og skýli þar við mun rísa á næstunni en s.l. haust hófust framkvæmdir við nýjan sex holu æfingavöll sem opnaður verður sumarið 2016. 98 GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.