Golf á Íslandi - 01.05.2015, Page 98
Steinmar H. Rögnvaldsson, sem er félagi í GA, hefur séð um hönnun og
teikningar á skýlinu sem staðsett verður við hliðina á „fjósinu“ fræga við
hliðina á 1. teig. Núverandi 8. og 9. braut fara undir æfingasvæðið og verður
núverandi 7. braut þá 9. hola vallarins - en tvær nýjar brautir verða teknar í
notkun á fyrri hluta vallarins í stað þeirra sem falla út.
Þarna verða 15 básar, þar af tveir í lokuðu
kennslurými. Hægt verður að bæta við
allt að 15 í viðbót ofan á skýlinu. Í kjallara
hússins verða svo bílastæði fyrir uppundir
30 golfbíla/golfhjól ásamt salernisaðstöðu og
um 160 skápum fyrir golfsett. Áætlað er að
þetta opni snemma sumars 2016 og verður
þá aðstaða til golfiðkunar á Jaðri eins og best
verður á kosið.
„Við stefnum á að ljúka við framkvæmdir
á æfingavellinum í sumar og þetta á að
vera klárt sumarið 2016. Æfingavöllurinn
verður gríðarlega góð viðbót fyrir okkur
enda eru margir sem vilja stíga sín fyrstu
skref í golfíþróttinni við slíkar aðstæður
- en ekki á sjálfum Jaðarsvelli. Við lítum
björtum augum til framtíðar hér á Akureyri.
Það er vöxtur í félagsstarfinu, við verðum
með eina bestu aðstöðu á landinu þegar
framkvæmdum við æfingavöll og -skýli
verður lokið.”
Í sumar verða tvær nýjar brautir teknar
í notkun og þá verða núverandi 8. og 9.
braut lagðar af - en þar er gert ráð fyrir
æfingasvæðinu sem byrjað verður á í haust.
Nýju brautirnar verða nr. 5 og 6 og sú sem
er 7. í dag verður sú 9. þegar breytingarnar
ganga í gegn.”
Ágúst segir að Jaðarsvöllur komi vel undan
vetri og vonir standa til að hægt verði að
opna inn á sumarflatirnar um miðjan maí -
jafnvel aðeins fyrr ef aðstæður leyfa.
„Það verður nóg um að vera hjá okkur í
sumar. Íslandsmótið í holukeppni fer fram
hérna í júní, það er langur biðlisti í opið
hjóna- og paramót hjá okkur, og Arctic
Open er einnig gríðarlega vinsælt mót.
Það ríkir því tilhlökkun hjá okkur fyrir
golfsumrinu 2015,” sagði Ágúst.
– nýr æfingavöllur og æfingaskýli á Jaðarsvelli
Uppbyggingin heldur
áfram á Akureyri
Golfklúbbur Akureyrar
hefur á undanförnum
árum staðið í miklum
framkvæmdum á
Jaðarsvelli – og mun
uppbyggingin halda
áfram á næstu misserum.
Nýtt æfingasvæði og
skýli þar við mun rísa á
næstunni en s.l. haust
hófust framkvæmdir við
nýjan sex holu æfingavöll
sem opnaður verður
sumarið 2016.
98 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Golf á Íslandi