Golf á Íslandi - 01.05.2015, Síða 102

Golf á Íslandi - 01.05.2015, Síða 102
Golf á Ísland fékk þrjá vel valda golfsérfræðinga til þess að velta fyrir sér þeim áhrifum sem sigur Jordan Spieth á Masters gæti haft á golfíþróttina. Spurningar voru tvær. Í fyrsta lagi: Er Jordan Spieth með hæfileika til þess að verða næsti Tiger Woods eða Rory McIlroy golfsins? Í öðru lagi: Hversu mikilvægur er sigur hans fyrir „ímynd” golfíþróttarinnar og þá sérstaklega í Bandaríkjunum? „Ró og yfirvegun einkennir Spieth” 1. „Ég ætla ekki að ganga svo langt á þessum tímapunkti að spá Spieth álíka velgengni og þeirri sem Tiger hefur notið. En ef miðað er við hvar Spieth er staddur tæplega 22 ára þá virðast honum allir vegir færir. Yfir Spieth virðist vera einhver ró sem menn þurfa að hafa þegar mikið er undir. Forvitnilegt verður að sjá hvernig honum tekst upp í framhaldinu því risamótin kalla á ólíka spilamennsku. Opna bandaríska er hálfgert varnargolf og Opna breska er „links” golf. Gaman verður að sjá hversu fjölhæfur Spieth er en ljóst er að hann er alla vega mjög stöðugur á PGA-mótaröðinni. Eins er augljóst að Augusta National virðist vera sniðinn fyrir hann og Spieth mun vinna Masters oftar en einu sinni. Það er ég viss um.” 2. „Uppgangur Spieth gæti varla komið á betri tíma fyrir golf í Bandaríkjunum í ljósi þess að Tiger Woods er farinn að gefa eftir og Phil Mickelson að eldast. Bandaríkjamenn þurfa hetju sem getur keppt við Rory McIlroy. Með afgerandi sigri á Masters er Jordan Spieth strax kominn á sérstakan stall og væntingarnar til hans verða ábyggilega gríðarlegar í framhaldinu.” Kristján Jónsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu „Spieth er bandaríski draumurinn” 1. „Jordan Spieth er ekki næsti Tiger Woods, það verður enginn eins og hann. Jordan Spieth er stórkostlegur kylfingur og á örugglega eftir að vinna mörg risamót. Tiger Woods breytti íþróttinni þegar hann kom fram á sjónarsviðið og setti ný viðmið. Það sem er líkt með þeim tveimur er einna helst geislandi sjálfstraust og brennandi ástríða fyrir leiknum.” 2. „Jordan Spieth (sem skírður var í höfuðið á Michael Jordan) er frábær fyrirmynd og styrkir tvímælalaust ímynd golfsins enn frekar. Það er magnað að fylgjast með hversu þroskaður hann er á velli og í viðtölum. Hann er „bandaríski draumurinn“, kemur vel fyrir, á góða að og hugsar vel um sína nánustu og sinnir góðgerðarmálum vel. Á vellinum er hann gríðarlega harður keppnismaður.” - Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari og sexfaldur Íslandsmeistari í golfi „Golfið gæti náð nýjum hæðum” 1. „Það er erfitt að bera saman kylfinga og þá sérstaklega að miða þá við Tiger Woods sem hefur gert hvað mest fyrir golfíþróttina af öllum kylfingum. Jordan Spieth hefur sýnt mikinn þroska miðað við aldur, líkt og Tiger Woods og Rory McIlroy gerðu á sínum tíma. Það einkennir þá alla og er hvað helst líkt með þeim. Spieth hefur sýnt í þeim viðtölum sem hann hefur farið í að hann er jarðbundinn og meðvitaður um hve heppinn hann er - og með gott fólk í kringum sig. Að mínu mati á hann eftir að ná efsta sæti heimslistans fljótlega.” 2. „Sigur hans er gríðarlega mikilvægur fyrir golfið í Bandaríkjunum. Leitin að eftirmanni Tiger Woods og Phil Mickelson hefur staðið lengi yfir. Ég vona að hann fái „vinnufrið” frá fjölmiðlum og geti einbeitt sér að sínum markmiðum. Það er mín von að við fáum „einvígi” á milli Jordan Spieth og Rory McIlroy til lengri tíma litið - og það væri enn betra ef Tiger Woods næði góðum árum á næstunni og gerði atlögu að risamótsmeti Jack Nicklaus. Þá myndi golfíþróttin ná nýjum hæðum.” - Birgir Leifur Hafþórsson, sexfaldur Íslandsmeistari í golfi. Lægstu heildarskorin á Masters frá upphafi: Nafn Ár Heildarskor Högg undir pari Jordan Spieth 2015 270 -18 Tiger Woods 1997 270 -18 Raymond Floyd 1976 271 -17 Jack Nicklaus 1965 271 -17 Phil Mickelson 2010 272 -16 Tiger Woods 2001 272 -16 Hvaða þýðingu hefur sigur Spieth fyrir golfið? 102 GOLF.IS - Golf á Íslandi Spieth sýndi styrk sinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.