Golf á Íslandi - 01.05.2015, Page 124
SNAG golfið hefur vakið mikla athygli hér á landi sem víðar. SNAG er
skammstöfun á [Starting New at Golf] og er kennslukerfi sem er ætlað
fólki á öllum aldri og getustigum. Kerfið hentar báðum kynjum, börnum,
fullorðnum og öldruðum. Sérstaðan við SNAG er að setja má upp velli inni
sem úti og nota við þær aðstæður sem eru til staðar hverju sinni. SNAG
snýst um að hafa gaman á meðan verið er að læra grundvallaratriðin í golfi.
Nýverið fengu allir tilvonandi íþrótta
fræðingar sem útskrifast í vor með BS gráðu
í íþrótta- og heilsufræði frá Háskólanum í
Reykjavík og Háskóla Íslands á Laugarvatni
SNAG kynningu í boði Golfsambands
Íslands. Alls eru þetta 62 einstaklingar
sem margir hverjir munu starfa í grunn-
og framhaldsskólum víðsvegar um landið
í framtíðinni.
Magnús Birgisson PGA golfkennari og
SNAG master kennari sá um kennsluna og
var ánægður með háskólanemana. Hann
sagði að nemendurnir hafi lært grunnatriðin
í golfi og hve miklu máli skiptir að fara
eftir SNAG kennslufræðinni þar sem
aginn, einfaldleikinn og skemmtunin
eru lykilatriði þegar kenna á börnum og
nýliðum grunnatriðin í golfinu.
Háskólanemarnir áhugasömu kynntust
því hve hægt er að læra grunnatriðin í
golfi á skemmtilegan hátt á stuttum tíma.
Þeir æfðu á fjölbreyttan hátt og kepptu í
margskonar liðakeppnum sem reyndu á
einbeitingu, snerpu, styrk og hraða.
Nú eru tvö ár síðan fyrsta SNAG leið
beinendanámskeiðið var haldið í Hraunkoti
í Hafnarfirði. Á þeim tíma hafa SNAG
leiðbeinendur útbreitt golfið víða um landið
og SNAG golf verið kennt á öllum fjórum
skólastigunum hér á landi; í leikskólum,
grunnskólum, framhaldsskólum og nú síðast
í háskólum.
Nú hafa um 200 manns lært að kenna golf
með SNAG hér á landi og um 110 af þeim
öðlast alþjóðleg SNAG leiðibeinenda
réttindi. Golfkennarar og áhugafólk um
útbreiðslu golfsins hafa tekið þessari
margverðlaunuðu aðferð við golfkennslu
fagnandi. Nær allir starfandi golfkennarar
hér á landi og mikið af aðstoðarfólki þeirra
hafa farið á SNAG leiðbeinendanámskeið.
Íþróttakennarar og aðrir kennarar hafa sótt
námskeið og hafið kennslu og hefur SNAG
einnig verið kennt í heilsdagsskólum,
leikskólum og háskólum og þar með verið
kennt á öllum skólastigunum í landinu.
Golfsamband Íslands í samvinnu við
Hissa ehf. / SNAG á Íslandi kynna SNAG
golf fyrir íþrótta- og heilsufræðingum um
miðjan júlí á alþjóðlegu námskeiði sem fram
fer á Laugarvatni.
– Útskriftarnemar úr íþróttaháskólum
landsins eru með SNAG á hreinu
SNAG kynning
í boði GSÍ
NA
124 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Golf á Íslandi