Golf á Íslandi - 01.05.2015, Síða 144
Að taka rétt grip er einn mikilvægasti þátturinn í
að ná árangri í golfi. Að nota Golf-Grip æfingatækið
er ótrúlega einföld og árangursrík aðferð við að
læra að taka rétt grip. Ekki áfast við eina kylfu
heldur hægt að færa milli kylfa.
Komið, prufið og sannfærist.
Golf-Grip æfingatæki
Gísli Sveinbergsson, landsliðsmaður úr Keili, er einn af mörgum afreks
kylfingum sem hafa æft af krafti hjá Gauta í vetur. Í samtali við Golf á Íslandi
sagði Gísli að hann hafi tekið miklum framförum og ekki hafi verið vanþörf
á að bæta líkamlegt ástand hans á þessu sviði.
„Ég er mun stöðugri sem kylfingur og finn
mikinn mun á mér. Það er samt sem áður
verk að vinna og ég þarf að leggja miklu
meira á mig til þess að ná markmiðunum,”
sagði Gísli. „Æfingarnar eru fjölbreyttar og
skemmtilegar – og í raun þarf ég að slá færri
golfbolta á æfingum þar sem ég fæ oft á
tíðum meira út úr þessum æfingum en að slá
golfbolta. Ég næ mun fleiri 100% höggum
úti á velli eftir að ég fór að æfa hjá Gauta,”
bætti hann við en Gísli æfði um tíma allt
að fjórum sinnum í viku í Sjúkraþjálfun
Reykjavíkur í vetur.
Gauti notar m.a. greiningartækin K – vest
og Kine live við golfgreiningar. K – vest er
þrívíddargreinir og með Kine eru rafeinda
mælitæki fest á líkama kylfingsins.
„Með þeim hætti er hægt að sjá tímaröð
hreyfinga í baki, mjöðmum og höndum
þegar golfhögg er slegið. Mælingin er
gerð með hreyfinemum sem settir eru á
bak, mjaðmir og hendi og sýna afstöðu á
milli þessara líkamshluta í golfsveiflunni.
Nemarnir sýna einnig hraðann sem þessir
líkamshlutar ná á hverjum tíma þegar
höggið er slegið.
Mikilvægt er að krafturinn og hraðinn í
golfsveiflunni sé mestur á þeim tíma sem
kylfuhausinn hittir golfboltann,” segir
Gauti.
Mælingar sem hægt er að gera á kylfingum
hjá Sjúkraþjálfun Reykjavíkur eru; Kin
Com, Kine, K-vest háhraðamælingar,
Flywheel bremsumælingar, Metronome
taktmælingar, hopp- og lendingarmælingar,
hnébeygjugreiningar, veikleikagreiningar,
golfsveifluhreyfigreiningar og jafnvægis
mælingar.
Gauti Grétarsson er einn reyndasti sjúkraþjálfari
landsins en hann hefur unnið með mörgum af bestu
íþróttamönnum Íslands. Gauti hefur á undanförnum
árum leiðbeint afrekskylfingum, sem og öðrum
kylfingum, í Sjúkraþjálfun Reykjavíkur. Þar leggur
Gauti aðaláherslu á að bæta stöðugleika, jafnvægi
og vöðvakraft – og fækka röngum hreyfingum sem
orsaka óæskilegt boltaflug hjá kylfingum.
K vinkill er munurinn á snúningi á mjöðm og öxlum. Ef þessi vinkill er
lítill verður höggstyrkur minni þar sem teygjan sem líkaminn myndar
í högginu er takmörkuð.
Þetta orsakar minni högglengd og í raun er verið að sóa krafti í stað
þess að byggja upp kraft til að slá boltann lengra.
144 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Stöðugleiki og jafnvægi