Skák


Skák - 06.03.2012, Side 80

Skák - 06.03.2012, Side 80
Willard Fiske - faðir skáklífs á íslandi á 20. öld Hrafnjökulsson Fiske spáði því að Islandyrði meðal auðugustu landa heims. Þetta var djarf- huga spá fyrir land, sem þá var eitt hið allra fátœkasta í Evrópu vi hans var ævintýraleg, en sjálfur var maðurinn orðlagður íyrir að vera hógvær heiðurs- maður: Hann fæddist í Bandaríkjunum 1831 en um tvítugt réð hann sig sem háseta á millilandaskip til að komast til Norðurlanda. Þetta var auðvitað meðan flestir Evrópumenn létu sig dreyma um að komast til Ameríku, svo segja má að þarna hah Willard Fiske synt gegn straumnum. Ahugamál hans var heldur ekki af algengara taginu: Ungi Banda- ríkjamaðurinn vildi kynnast norrænni menningu, íslendingasögunum, goðheimi noróursins. Willard Fiske á efri árum. Þessi mynd hangir við sérsafn hans á Landsbókasafni. Þessi blásnauði og menntunarþyrsti piltur varð, þegar tímar liðu, einn lærðasti maður í bókfræði heimsins, með áherslu á íslensk málefni, skáklistina, skáldió Petrarca og fleira sérviskulegt og skemmtilegt. Hann var flugmæltur á mörg tungumál, til dæmis vel að sér í persnesku og stundaði rannsóknir í Egyptalandi, tók þátt í íyrsta meistaramóti Bandaríkjanna í skák 1857 og rak prent- srniðju í villu sinni í Flórens á Ítalíu. Willard Fiske varó auðkýfingur þegar hann gekk aó eiga Jennie McGraw. Ást þeirra var ósvikin og eru til undurfögur ljóð sem Fiske orti til konu sinni. Þau giftu sig í bandaríska sendiráðinu í Berlín árið 1880 - þvert gegn vilja ættingjanna, enda var hún einkaerfingi mikilla auðæfa. Jennie andaðist aðeins ári síðar og Fiske sat eftir með sorg í hjarta og fulgur í banka. En hverfum sem snöggvast til áranna upp úr 1850, þegar hinn ungi Fiske korn til Kaupmannahafnar, óðfús að bergja af miði norrænnar menningar. I Höfn kynntist hann þeim íslendingum, sem voru að skapa söguna og leggja drög að sjálfstæóisbaráttunni (þótt drjúgur tími færi vitaskuld í innbyrðis rifrildi aó hætti íslenskra). Gísli Brynjúlfsson skáld kenndi Fiske íslensku og tók ekki krónu fyrir, og þeir Jón Sigurðsson og Konráð Gíslason urðu góðir vinir hans. Fiske eignaðist um ævina óteljandi íslenska bréfavini, og var óþre}tandi að hvetja menn áfram, í smáu sem stóru. Fiske varð mestur sérfræðingur allra erlendra manna á seinni hluta 19. aldar í málefnum íslands. Hann skrifaði mikið um stöðu Islands í virt blöð í Evrópu og Bandaríkjunum, en á þeim tíma vissu fáir af tilvist landsins - hvað þá að það væri slíkur merkisberi menningar, einsog Fiske benti jafnan á. En þótt Fiske væri fræðimaóur og skákástríðumaóur voru hugðarefni hans miklu víðtækari. Hann hvatti Islendinga til að nýta auðlindir sínar og spáði því að Island yrði innan ttðar meðal ríkustu landa heims. Þetta var djarfhuga spá íýrir land, sem þá var eitt hiö allra fátækasta í Evrópu. Fiske sýndi íslendingum vináttu með íleiru en blaðaskrifum. Hann beitti sér fyrir því að Bandaríkjamenn gáfu ís- lendingum stórgjafir, þegar þúsund ára byggð var fagnað árið 1874, og gaf sjálfur stórfé í bókagjafir hingað. Hann átti full- komnasta safn íslenskra bóka, sem þá var til í veröldinni og gaf það í heilu lagi til Cornell-háskóla - um 32 þúsund bindi - ásamt öðrum eigum, með því skilyrði aó þar yrði jafnan íslenskudeild. Fiske lést í Frankfurt í Þýskalandi 17. september 1904. í erfðaskrá hans var hjartnæmur vitnisburóur um óþrjótandi vináttu hans í garð Grímseyinga: Örlitla samfélagið á heimskautsbaug átti að fá 12 þúsund dollara, sem meðal annars átti að nota í skólabyggingu og eins- konar bjargráðasjóð eyjarskeggja. Áóur hafði Fiske sent taflsett á hvert heimili í Grímsey, fjölda bóka um allt milli himins og jarðar, ekki síst glæsi- legar myndabækur af náttúruperlum og glæsihöllum - svona til að gefa Grímseyingum mynd af hinurn stóra heimi. Hann var vakinn og sofinn yfir velferð Islendinga. Þegar miklir jarðskjálftar urðu á Suóurlandi 1896 var Fiske staddur í Svíþjóó og hóf tafarlaust fjársöfnun í þágu Islendinga. Hann sendi gjafir á ótal heimili um allt land, hjálpaði íslenskum námsmönnum og fræóimönnum. „Gjöfum hans rigndi yfir ísland,“ var sagt að Fiske látnum. Willard Fiske er sannkallaður faðir ís- lensks skáklífs á 20. öld. Stuðningur hans og hvatning varð til þess að taflfélög voru stofnuð víða um land. Hann kom af stað skákbylgju um allt land, hvatti áhugasama skákmenn áfram, sendi einstaklingum og taflfélögum gjafir og gaf út tímaritið í uppnámi, sem var taliö rneðal bestu skáktímarita í heimi.

x

Skák

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.