Skák - 06.03.2012, Blaðsíða 37
Skákakademía
Reykjavíkur
Helstu
viðburðir
ársins 2011
eftir Hrafn Jökulsson
Skák út um allt!
Skákakademía Reykjavíkur í samstarfi við
Skáksamband Islands hefur hrundið af
stað átakinu Skák út um allt. Atakinu er
ætlað að skákvæða sem flesta almennings-
staði í borginni. Er þá sérstaklega litið til
sundlauga, kaffihúsa, þjónustumiðstöðva
og íþrótta- og dvalarheimila.
Bragi Þorfinnsson og Stefán tefla í Laugardalslaug
Átakið hófst þegar Stefán Bergsson,
fastagestur Sundlaugar Vesturbæjar og
framkvæmdastjóri Skákakademíunnar,
gerði sér ferð í laugina en í þetta skiptið
ekki til potta- og gufulegu. Hraðskák
skyldi tefld við Dag Arngrímsson,
sundlaugarvörð og alþjóðlegan meistara.
Skákin var tefld á bakka laugarinnar og
stýrði Dagur hvítu mönnunum. Stefán
lenti snemma í mikilli beyglu en tókst um
síðir að snúa á Dag sem varð svo mikið
um að hann lék sig í mát í einum.
Að taflmennsku lokinni fékk sundlaugin
taflsettið að gjöf og verður það haft í
anddyrinu svo gestir og starfsmenn geti
gripið í tafl þegar færi gefst. Nú eru
Stefán og Kristján Örn á Kaffivagninum.
komin taflsett í Laugardalslaug, og auk
þess sundlaugarnar í Grímsey, á Akureyri
og Siglufirði. Þá er búið að gefa taflsett á
fjölda kaffihúsa, veitingastaða, félags- og
íþróttamiðstöðva. Skákþyrstir á faralds-
fæti geta líka teflt á BSÍ, Reykjavíkur-
flugvelli og meira að segja í Gríms-
eyjarferjunni!
Hilmir Freyr sigurvegari á MS-
jólaskákmótinu
Hilmir Freyr Heimisson, 10 ára, sigraði
á Jólaskákmóti MS og Skákakademíu
Reykjavíkur í Ráðhúsi Reykjavíkur sem
haldið var 17. desember 2011. Mótið var
æsispennandi og bráðskemmtilegt, enda
mörg af efnilegustu börnum landsins
meðal keppenda.
Hilmir Freyr hlaut 7 vinninga í 8 skákum.
Vignir Vatnar Stefánsson, 8 ára, og Nansý
Davíðsdóttir, 9 ára, hlutu jafnmarga vinn-
inga og Hilmir Freyr, en voru örlítið lægri
á stigum. Keppendur voru rúmlega 70, á
aldrinum 6 til 12 ára.
Sérstök verðlaun voru veitt fyrir
bestan árangur í hverjum árgangi og
þau verðlaun hrepptu Joshua Davíðs-
son, Bassirou Mbaye, Vignir Vatnar
Stefánsson, Nansý Davíðsdóttir, Hilmir
Freyr Heimisson, Jón Otti Sigurjónsson
og Kristóferjóel Jóhannesson. Verðlaun
fyrir bestan árangur stúlkna hlutu Nansý,
Hildur B. Jóhannsdóttir og Svandís Rós
Ríkharðsdóttir.
Samhliða MS-jólaskákmótinu bauð
Hjörvar Steinn Grétarsson, yngsti
landsliðsmaður íslands, gestum og
áhorfendum í Ráðhúsinu í fjöltefli.
Hjörvar Steinn er 18 ára og náði á
dögunum tveimur áföngum af þeim
þremur sem þarf til að verða stórmeistari
í skák.
Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra,
flutti setningarávarp og lék fyrsta leikinn.
Guðni hvatti börnin til dáða í skákinni,
enda væri skáklistin frábærlega til þess
fallin til að þjálfa heilann og hefði góð
áhrif á námsgetu. Ráðherrann fyrr-
verandi, sem er sjálfur snjall skákmaður,
gaf börnunum þrjú heilræði: Taka lýsi,
drekka mjólk og borða lambakjöt!
MS-jóIaskákmótið í Ráðhúsinu
heppnaðist í alla staði vel og sýndi vel
þá grósku sem er í skáklífi ungu kyn-
slóðarinnar. Mjög vegleg verðlaun voru
veitt og margir keppendur unnu líka
í happdrætti mótsins. Vinningar og
verðlaun komu frá Heimilistækjum, Eddu
útgáfu, Borgarleikhúsinu, Bjarti, Sögum
útgáfu, Steineggi, Sölku, Senu, 12 tónum,
Nexus, Pennanum, Oðinsauga, ITR, Hús-
dýragarðinum.
Friðrik skákar ellinni og mátar
æskuna
Fjöltefli Friðriks Ólafssonar í Hörpu við
meistara framtíðarinnar heppnaðist
frábærlega í desember 2011. Friórik sýndi
Friðrik áritar bók sína fyrir Veroniku Steinunni
leiftrandi taflmennsku í mörgum skákum,
en krakkarnir sýndu líka hvað í þeim býr.
Friórik vann 8 skákir, gerði 4 jafntefli
og tapaði einni, fyrir Degi Ragnarssyni,
14 ára nemanda í Rimaskóla. Urslitin
urðu því 10-3 fyrir Friórik, en sigurvegari
dagsins var skáklíf á íslandi.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra,
sem flutti setningarávarpið, sagði að
þetta væri söguleg stund. Senn væru
liðin 60 ár síðan Friðrik varð íslands-
meistari í fyrsta sinn og Friðrik hefði lagt
grunn að því að ísland varð stórveldi í
skákheiminum. Össur fagnaði því líka sér-
staklega að skáklistin væri búin að nema
land í Hörpu: „Hér á skákin heima, í húsi
fólksins."
Helgi Ólafsson, skólastjóri Skákskólans,
flutti ávarp og hvatti lærisveina sína til
dáða. Hann benti á að Friðrik hefði um
37