Skák


Skák - 06.03.2012, Blaðsíða 52

Skák - 06.03.2012, Blaðsíða 52
Evrópumót landsliða 2011 Porto Carras í Grikklandi 3.-11. nóvember 2011 A nnað hvert ár fer fram Evrópumót L\ landsliða í skák. Mótin eru háð jL JLþau ár þegar Ólympíuskákmót eru ekki á döhnni og skera sig úr að ýmsu leyti. Þannig má segja að Evrópumótin séu þéttari og sterkari. Þar er lítið um veik lið, en mörg minni skáksambanda Evrópulandanna senda ekki lið á mótið, t.d. láta Færeyingar sér nægja að senda lið á Ólympíuskákmótið. íslenska liðið var það 32. sterkasta af 38 liðum samkvæmt skákstigum og það stigalægsta af norrænu liðunum. Því var fyrirfram ljóst að róðurinn gæti reynst þungur, ekki síst í ljósi aðdragandans þegar okkar bestu menn heltust úr lestinni hver á fætur öðrum. Maður kemur í manns stað Helgi Ólafsson stórmeistari hóf lands- liðsæfingar með urn tug skákmanna fljótlega eftir áramótin 2010-11. Eiðsval var svo tilkynnt í byrjun september: 1. Hannes Hlífar Stefánsson, 2. Héðinn Steingrímsson, 3- Henrik Danielsen, 4. Hjörvar Steinn Grétarsson og varamaður var Bragi Þorfinnsson. Á ýmsu átti svo eftir að ganga. Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson dró sig úr liðinu af persónulegum ástæðum nokkrum vikum fyrir mót. Stefán Kristjánsson, þá nýorðinn stórmeistari, var valinn í liðið í stað Hannesar. Héðinn Steingrímsson dró sig einnig úr liðinu vegna veikinda með rúmlega viku íýrirvara. Að beiðni landsliðsnefndar og stjórnar SI tók liðsstjórinn, Helgi Ólafsson, sæti í sjálfu liðinu sem varamaður við þessi forföll. Björn Þorfinnsson, bróðir Braga, kom svo inn í lióió aðeins tveimur dögum fyrir brottför þegar ljóst var að Stefán kæmist ekki með vegna bak- meiðsla. Liðið skipuðu því: 1. Henrik Danielsen, 2. Hjörvar Steinn Grétarsson, 3. Bragi Þorfinnsson, 4. Björn Þorfinnsson og varamaður og liósstjóri var Helgi Ólafs- son. Sjálfur fór ég með sem fararstjóri og skákstjóri. Auk þess sótti ég aðalfund Evrópska skáksambandsins og sinnti Gunnar Björnsson fréttaflutningi frá mótinu með frétta- og pistlaskrifum á Skák.is. Staðurinn og fólkið Mótið fór ffam í Porto Carras í Grikk- landi, sem er 120 km frá næststærstu borg landsins, Þessalóníku. Staðurinn er einn þekktasti sumarfrísstaóur Grikk- lands, lítill en afar fallegur. Þarna eru tvö fimm stjörnu hótel og ráðstefnusalur þar sem teflt var. Auk þess var þarna að finna ágætan 18 holu golfvöll, sem við Helgi prófuðum. Það var nokkuð sérstakt að lesa fréttirnar á íslenskum netmiðlum þar sem Grikk- land var aðalumfjöllunarefniö á meðan á mótinu stóð. Þarna var mikil pólitísk kreppa og Grikkjunum gekk erfiðlega að koma sér sarnan unt næsta forsætis- ráðherraefni. Heimamenn, sem unnu aó mótinu, gerðu óspart grín að þessu og aðalbrandarinn hjá þeim eitt kvöldið var að allir væru með kveikt á símanum og biðu eftir að hringt væri í þá og þeir beðnir urn aö taka að sér forsætis- ráðherraembættió! íslenska liðið við skákrannsóknir hins dýnamíska jafnvægis Grikkirnir höfðu mikinn áhuga á krepp- unni á íslandi og var ég mikið spurður um Island og hvernig okkur hefði gengið að vinna okkur út úr krepp- unni og hvaða afleiðingar hún hefði haft fyrir landann. Grikki nokkur lét svo ummælt aó þarna á hótelinu upplifðum við gerviveröld í vernduðu umhverfi. Hið raunverulega ástand í landinu væri grafalvarlegt. Mótshaldið allt var í mjög föstum skorðum. Grikkir eru vanir mótshaldarar og fagmennskan skein alls staðar í gegn. Salurinn var rnjög vel uppsettur og öll skipulagsmál í góðu lagi. Eiginlega skólabókardæmi um hvernig halda á slíkt mót. Það var helst að maður saknaði þess að allar skákirnar væru sýndar beint á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Skák

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.