Skák


Skák - 06.03.2012, Blaðsíða 84

Skák - 06.03.2012, Blaðsíða 84
Þór Valtýsson og Ólafur Kristjánsson eiga hér líka langan feril aö baki. Ég ætla ekki að hafa þessa upptalningu lengri og tek áhættuna á því að gleyma einhverjum sem ég ætti að muna eftir. Nýliðarnir láta til sín taka: Mátar glímdu við Helli í fyrstu viðureign sinni í 1. deild og tókst óvænt að halda jöfnu. Hér má sjá þá Gawain Jones og Nikolaj Mikkelsen t.v. Hjörvar Steinn Hellismaður situr gegnt Mikkelsen. Mótið í ár A 38. ári mótsins er öðruvísi um að litast í 1. deildinni en áður var. Horfinn er Hrókurinn. Horfnar eru b-sveitir Reykjavíkurrisanna. Komin eru til skjalanna ný félög og endurborin frá því sem var í mínu ungdæmi. Helstu útgerðarbæir landsins eru komnir til skjalanna og aflaklær þeirra magnaðar. Af upphaflegum þátttakendum eru öldung- arnir sem hófu keppnina þeir einu sem halda sér í efstu deild. Tvær nýliðasveitir koma til sögunnar nú. Bolvíkingar mættir með b-sveit og munar ekki um að draga stórmeistara og fleiri titilhafa á flot með henni því þeir eru með svo mikinn mannskap. Nýir eru Mátar sem vísast geta fallið undir skilgreininguna „spútniklið“ sem hefur farið stystu mögulega leið upp deildastigann frá því félagið var stofnað fýrir u.þ.b. fjórurn árum af hópi brottfluttra Akureyringa, uppeldissona Skákfélagsins gamla. Eftir að Taflfélag Bolungarvíkur hóf að sanka að sér flestum innlendum titil- höfum og bætti um betur með liðsauka að utan, hefur a-sveit þeirra verið nánast ósigrandi. Það segir sína sögu hvað þeir hafa teflt fram mörgum stórmeisturum: Fyrsta ár Bolvíkinganna í 1. deild, 2008-2009, var sveit þeirra skipuð fimm stórmeisturum. Arið eftir voru þeir sex og í fýrra notaði félagið átta (8!) stórmeistara og jafnmarga í ár. Eftir haustumferðirnar höfðu Bolarnir tekið afgerandi forystu, en í hnapp á eftir þeim komu Taflfélag Vestmanna- eyja og félögin tvö sem uppnefnd hafa verið Reykjavíkurrisamir. Bolvíkingarnir sigldu fleyi sínu svo örugglega í höfn í síðari hlutanum og höfðu reyndar tryggt sér sigurinn þegar einni umferð var ólokið. Barátta hinna þriggja sveitanna um verðlaunasæti var hinsvegar æsispennandi og þar náðu Hellismenn siffrinu nteð 8-0 sigri á Akureyringum í lokaumferðinni. Baráttan í neðri helmingi deildarinnar var enn meira spennandi. Staða Fjölnis var reyndar nánast vonlaus eftir fyrri hlutann. B-sveit Bolvíkinga, sem kom upp úr 2. deild í fyrra, virtist hafa komið ár sinni vel fyrir borð, en baráttan um að forðast annað fallsætið stóð einkum milli systurfélaganna, SA og Máta. Báðar sveitir höfðu náð nokkrum góðum úrslitum í lýrri hlutanum og var ljóst að hart yrði barist. I 5. umferð unnu Mátar öruggan sigur á b-sveit TB og þegar þeir síðarnefndu töpuóu svo stórt fýrir TR í þeirri 6. var ljóst að fiskimennirnir að vestan voru komnir í bullandi fallbaráttu. Við Akureyringar komum okkur í góóa stöðu fyrir lokaumferðina með stórsigri á Fjölni. Við höfðum 4,5 vinninga forskot á Máta og tvo á Bolvíkinga (b) þegar sest var að tafli í síðustu umferð, en áttum í höggi við geysisterka sveit Hellis, nteóan Mátar tefldu við fallið lið Fjölnis og Bolar við Vestmannaeyinga. Þegar leið á viðureignirnar dansaði falldraugurinn milli þessara sveita og settist á axlir okkar á víxl. Við SA-menn, sem stóðum best að vígi, þurftum tæplega nema eitt eða tvö jafntefli til að tryggja stöðu okkar, en þau létu á sér standa og að lokum töpuðum við öllum skákununt. Keppinautum okkar gekk hinsvegar svo brösuglega að undir lokin var ljóst að við myndum halda sætinu á kostnað annars þeirra. I lokin skiptu nokkrar skákir um eigendur eins og gengur og þegar öllurn öðrum skákum var lokið valt allt á úrslitunum í viðureign Arnars Þorsteinssonar Máta og Erlings Þorsteinssonar Fjölnis- manns. Með sigri Arnars gætu Mátar náð Bolvíkingum að vinningum og stigum og haft þá undir vegna sigurs í innbyrðis viðureign. En taflið einfaldaðist um of Erlingur hélt jöfnu og Mátar máttu kveðja efstu deild eftir árs veru, hálfum vinningi á eftir SA og TB (b). Svona er lífið. Af keppninni í neöri deildum verður fátt sagt hér en vísað í mótstöflur. Þróunin sýnir svo ekki verður um villst að sterkum klúbbum fer fjölgandi og fleiri félög en áður hafa getu og vilja til að komast í hóp hinna bestu og halda sér þar. Nú heyrast a.m.k. ekki lengur raddir urn að þaó sé Ijóður á þessu móti að örfá félög séu ofursterk og öll hin of veikburða til að veita þeim alvöru keppni. Tvö félög unnu aðra deildina örugglega og rnunu mæta til leiks að ári. Þar eru Goóar og Víkingar á ferð og synd að segja að okkar norræni menningararfur minni ekki á sig í nafn- giftum á sterkum og metnaðarfullum skákfélögum. Bæði munu eiga fullt erindi í hóp hinna bestu og óhætt að segja að skákunnendur geti strax byrjað að hlakka til keppninnar að ári. Ungur nemur, gamall temur - eða þannig. Líklega er um 60 ára aldursmunur á þessum keppinautum í viðureign b-sveitar Goðans og unglingasveitar SA í 4. deild. Björn Þorsteinsson fyrrverandi íslandsmeistari (t.h.) er einn af nestorum mótsins og hefur verið með frá upphafi. Jón Kristinn Þorgeirsson (t.v.) er hinsvegar bara rétt að byrja. í skák þeirra félaga varð sá yngri hlutskarpari og vann óvæntan sigur. Allar myndirnar eru fengnar úr myndaalbúmi mótsins á heimasíðu Skáksambandsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Skák

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.