Skák - 06.03.2012, Blaðsíða 50
Nýtum vísdóm reynslunnar!
kákvakningin hér á landi undanfarin
ár er gleðiefni. Þar kemur til breytt
gildismat almennings sem sækir í
uppbyggilegri og ódýrari dægradvöl en
fyrir hrun, ásamt ötulu úrbreiðslustarh
skákhreyfingarinnar.
Hvetjendur átta sig á kostum þess að
æskan iðki þjóðaríþrótt hugans. Ávinn-
ingurinn er meðal annars aukin geta tii
einbeitingar og efling skapandi hugsunar.
Jafnframt er skákin kjörinn vetn'angur
til að læra að bera virðingu fyrir sjálfum
sér og öðrum, ásamt því að temja sér
yfirvegun í tvísýnum stöóum á taflborði
lífsins.
Að virkja hina óvirku
Stundum vill gleymast hve mikilvægt
það er að hvetja einnig fulltíða skákunn-
endur til iðkunar. Markmiðið er ekki
eingöngu að örva heilastarfsemi og fjölga
ánægjustundum, heldur einnig að varð-
veita íslenska skákarfleifð þannig að af
strengist sterk bönd við yngri iðkendur
og kynslóðirnar miðli hvor annarri.
Hjá skákfélaginu Goóanum hefur veriö
lögð talsverð vinna í að laða óvirka
skákunnendur til þátttöku í kappskák
á ný. Þar má nefna kempur á boró við Ás-
geir Ásbjörnsson og Þröst Árnason, sem
höfðu lengi verið frá skákiðkun, en prýða
nú skáksveit Goðans og auðga flóru
íslenskrar skákmenningar. Svipaða sögu
má segja af köppunum Einari Hjaltajens-
syni, Birni Þorsteinssyni og fleirum sem
eru orðnir mun virkari en áður. Miklu
skiptir að fá sem flestar skákkonur að
borðinu á ný og því er það fagnaðarefni
að sjá skákdrottninguna Guólaugu Þor-
steinsdóttur úr TG á keppendalista Opna
Reykjavíkurmótsins í ár.
Fjölbreytt framboð skákviðburða skiptir
máli í þessu sambandi. Sem dæmi má
taka Gestamót Goðans og Öðlingamót
TR sem teygja margan snillinginn að
taflborðinu. Þessi mót hafa þann kost að
aðeins er teflt einu sinni í viku, þannig að
þeim sem njörvaðir eru niður við dagleg
störf eða vilja einfaldlega undirbúa sig af
kostgæfni veitist tóm til að taka þátt.
Spurning um viðmið
Æskan er framtíð Islands en gleymum því
ekki að hinir eldri eru það líka. Þeir sem
hvetja miðaldra fólk og eldra til virkrar
þátttöku í kappskák á ný, hnjóta oft
um ósýnilega þröskulda. Hér er átt við
óframfærni og vantrú á eigin getu sem
vill hreiöra um sig í undirvitund þessa
góóa fólks. Það telur sér trú um að það
eigi ekki lengur erindi í keppni við yngri
skákmenn. Undirrótin er almennir for-
dómar gagnvart eldra fólki í samfélaginu
og mikil vanþekking á hæfni þess - þar á
meðal sú tilhneiging að líta á öldrun sem
samfélagslegt vandamál fremur en nátt-
úrulegt ferli sem tengist ávinningi engu
síður en missi.
Æskudýrkun og fordómar gagnvart eldra
fólki grundvallast á viðhorfsvanda sem
má að hluta rekja til eldri samfélags-
gerðar þegar vöðvaafl jafngilti vinnuafli.
Séð með augum nútímamannsins er um
að ræða ofmat á líkamlegum breytingum
sem hefjast þegar innan við þrítugt. Að
sönnu dregur að meðaltali úr vöðvaafli
og líkamlegri snerpu með aldrinum en
hvorugt ætti til dæmis að hafa afgerandi
áhrif á spurn eftir vinnuafli í þekkingar-
samfélagi 21. aldar. Þar hlýtur afl hugans
að vera svo miklu mikilvægara, auk þess
sem þeim fer síféllt fjölgandi sem taka
ábyrgð á líkamlegu atgervi sínu með
markvissri líkamsrækt og viðhalda þannig
vöðvaafli fram eftir aldri eða auka jafnvel.
Vart þarf heldur að fjölyrða hve íjar-
stæðukennt það er að nota vöóvastyrk
sem mælikvarða á getu til skákiðkunar.
Við þekkjum ýrnis dæmi frá Forn-
Grikkjum, tíð Konfiásíusar í Kína, Róma-
veldinu og frá ættbálkum frumbyggja
Norður-Ameríku um að eldra fólk var
haft í heiðri og naut virðingar sökum
aldurs, en því fer þó fjarri að alhæfa megi
um slíkt. Orðið öldungur var gjarnan
virðingarheiti og tíðum var litið á ungt
fólk sem óábyrgt, draumlynt og grunn-
færið. Aldur og reynsla voru tengd visku
og vísdómi - og ekki að ástæðulausu. Sem
dæmi um skákmann sem hefur kunnaó
að nýta sér vísdóm reynslunnar á okkar
tímum má
nefna sjálfan
Bobby Fischer.
Hann leitaði
í smiðju til
eldri meistara á
borð við Morphy, Steinitz, Aljekhine og
Capablanca og hafði erindi sem erfiði.
Hinn þroskaði heili
Eitt af einkennum hins unga heila er
hve auðvelt hann á með að tileinka sér
nýjar upplýsingar og hve snöggur hann
er að því. Stundum eru þetta reyndar
merkingarvana staðreyndir, alls konar
rusl sem hann tekur upp í bland við
bitastæða þekkingu. Þaö tekur hann
hins vegar mun lengri tíma að finna
notagildi upplýsinganna - að stíga skrefið
frá þekkingu til vitneskju ef við lítum
á vitneskju sem þekkingu með háu
notagildi. Mörg höfum við orðið vitni að
því hve undraskjótt ungir skákiðkendur
geta lært flóknar leikjaraðir utan að. Þar
með er ekki sagt að þeir öðlist innsýn í
dýpri lögmál stöðunnar á taflborðinu eða
megni að bera hana sjálfkrafa saman við
lykilstöður af svipuðum toga, sér til gagns
og eflingar. Þar er eldri heilinn fremri
hinum yngri.
En er heili hinna eldri ekki seinni í svifum
við upptöku nýrra upplýsinga á borð vió
nýjar leikjaraðir? Jú, auðvitað könnumst
við öll við það úr daglega lífinu - en
áttum okkur kannski ekki á því að oft er
orsökin sú að með aldursháðum þroska
verður heilinn almennt mun færari um
að greina merkingu og samhengi. Þó að
hinn fullorðni heili taki sér lengri tíma
til að nema nýjar upplýsingar, er hann
öflugri við að greina kjarnann frá hisminu
- átta sig á notagildi nýrrar þekkingar,
meóal annars í skák. Þess vegna hættir
fólki til að upplifa þetta mynstur á þann
veg að heilinn hafi sjóvgast mjög með
aldrinum þegar staðreyndin er sú að
hann er einfaldlega að glíma við flóknari
úrvinnslu.
Vísindamenn hafa gert sér grein íýrir
nauðsyn þess að mæla breitt getusvið
og gefa þátttakenclum sanngjarnan úr-
Jón Þorvaldsson